Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 78
B
ill Gates, stjórnar-
formaður hugbúnað-
arrisans Microsoft,
kynnti nýjustu
útgáfu Windows-
stýrikerfisins í New
York á mánudaginn var. Hann fór
yfir helstu nýjungar og lýsti því
hvers vegna nýjasta útgáfan, sem
ber nafnið Windows Vista, væri
verðugur arftaki Windows XP,
sem er vinsælasta stýrikerfi í
heimi. „The wow starts now,“ var
einn frasanna sem hann notaði.
Í Vista er urmull af nýjungum og
breytingum, margar þeirra sýni-
legar og aðrar ekki. Meðal sýni-
legustu breytinganna er endur-
hannað notendaviðmót sem ætlað
er að vera auðveldara í notkun og
líta betur út.
Leitina er einnig búið að stór-
bæta og tekur nú minna en eina
sekúndu að leita að möppum og
skjölum sem áður tók tugi sek-
úndna eða jafnvel heilu mínút-
urnar.
Ástæðan fyrir þessum stór-
aukna hraða er að leitin rennir
reglulega yfir allan harða diskinn
á tölvunni og gerir tilvísunarlista
yfir allar skrár, möppur og forrit.
Þegar notandinn leitar er síðan
flett upp í þessum lista í stað þess
að leita á öllum harða disknum.
Þetta leitarfyrirkomulag er mjög
svipað því sem hefur verið til
staðar í Apple-stýrikerfinu OS X í
nokkur ár.
Öryggi er eitt af þeim atriðum
sem Bill Gates lagði áherslu á í
kynningu sinni á Vista, en stýri-
kerfið ku vera betur varið gegn
árásum og vírusum en nokkru
sinni fyrr. Sérstök óværuvörn,
Windows Defender, fylgir með
Vista og hafa strangari reglur
verið settar varðandi uppsetn-
ingu á forritum. Með því móti á
að gera óvelkomnum forritum
erfiðara að koma sér fyrir á tölvu
notandans.
Annars konar öryggi var einn-
ig sett á oddinn í Windows Vista,
eða öryggi varðandi net- og tölvu-
notkun barna. Foreldrum er gert
auðvelt að skilgreina nákvæm-
lega á hvaða tímum barnið má
vera í tölvunni, hvaða leiki það
má spila og hvaða síður það má
skoða á netinu.
Myndband með kynningu starfs-
manns Microsoft á raddgreining-
arhluta Vista fór eins og eldur í
sinu um internetið seinasta
sumar. Kynnirinn ætlaði að sýna
hversu auðvelt það væri að lesa
upp texta fyrir tölvuna, en sýn-
ingin fór ekki betur en svo að
tölvan misskildi allt.
Eftir fjölmargar tilraunir til
þess að láta tölvuna skilja ein-
földu setninguna „Dear mom“
skrifaði hugbúnaðurinn „Dear
Aunt, let‘s set so double the killer
select all“ á skjá. Þegar reynt var
að leiðrétta eða stroka út villur
varð misskilningurinn bara
verri.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
stuttu eftir kynninguna sagði að
vegna aðstæðna hefði hugbúnað-
urinn ekki virkað sem skyldi,
hann væri mjög góður í raun. Svo
virðist sem raddgreiningarforrit-
ið hafi verið endurbætt því ekki
hafa fleiri misskilningssögur bor-
ist af raddgreiningunni í Wind-
ows Vista. Hún mun þó nýtast
Íslendingum frekar takmarkað
þar sem hún skilur aðeins ensku.
Fyrir hverja nýjung eða breyt-
ingu sem tölvunotandinn tekur
eftir eru margar sem hann veit
ekki af. Til dæmis er búið að end-
urskrifa frá grunni þann hluta
stýrikerfisins sem sér um net-
samskipti, sem ætti að skila sér í
hraðari samskiptum milli tölva á
heimaneti. Einnig hefur skráa-
kerfið verið endurbætt ásamt
stuðningi fyrir þráðlaus net.
Sé leitað enn betur undir vél-
arhlífinni má finna endurskrifað-
an kjarna, bætta minnisstjórnun
og nýtt reklakerfi. Allt þetta
miðar að því að gera tölvuna
hraðvirkari og þægilegri í
vinnslu.
Fyrir þá sem eru ánægðir með
Windows XP og lítið spenntir
fyrir þeim nýjungum sem Vista
hefur í för með sér er í raun engin
ástæða til þess að uppfæra, Wind-
ows XP verður ekki úrelt á næst-
unni. Microsoft hefur heitið því
að styðja Windows XP í nokkur ár
í viðbót þannig að enginn þarf að
flýta sér.
Þeir sem eru hins vegar
spenntir fyrir nýju stýrikerfi
með fersku viðmóti, hraðari leit
og bættu öryggi, auk allra hinna
breytinganna, hafa góða ástæðu
til þess að fara út í búð og ná sér í
eintak.
Aðrir bíða sennilega með að fá
sér Vista þar til kemur að næstu
tölvukaupum, þar sem stýrikerf-
ið fylgir með í kaupunum.
Verðugur arftaki
Windows XP?
Eftir tæp sex ár í þró-
un er arftaki vinsæl-
asta stýrkerfis í heimi,
Windows XP, kominn
út. Gripurinn heitir
Windows Vista. Breytt
viðmót og aukið öryggi
er meðal helstu nýjung-
anna sem stýrikerfið
býður upp á. „The
wow starts now,“ sagði
Bill Gates þegar Vista
var kynnt í New York.
Salvar Þór Sigurðarson
skoðaði helstu nýjungar
og breytingar stýrikerf-
isins sem svo lengi hefur
verið beðið eftir.