Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 8
Hver var valin söngkona
ársins á Íslensku tónlistarverð-
laununum?
Hvað heitir nýja Rocky-
myndin?
Hver er forseti Venesúela?
Rannveig Rist, forstjóri
Alcan á Íslandi, segir framtíð Alcan
á Íslandi og starfsmanna álversins
í Straumsvík velta á því hvort
Hafnfirðingar samþykki fyrirhug-
aða stækkun álversins í íbúakosn-
ingu þann 31. mars. Rannveig sagði
þetta í fyrirlestri á stefnumóti
Alcan og Samtaka atvinnulífsins í
Hafnarborg í Hafnarfirði í gær.
Yfirskrift stefnumótsins var Hag-
sæld í Hafnarfirði. Þar var fjallað
um atvinnulífið í bænum og fyrir-
hugaða stækkun álversins.
Rannveig sýndi graf á stefnu-
mótinu um samkeppnishæfni
álversins í Straumsvík í alþjóðlegu
samhengi og sagði að það þyrfti að
stækka álverið til að tryggja sam-
keppnishæfni þess. „Þau álver sem
eru efst á kúrfunni yfir háan fram-
leiðslukostnað detta smám saman
upp fyrir í bókstaflegri merkingu,
þeim er lokað. Það má segja að með
því að stækka ekki verksmiðjuna,
á meðan aðrar verksmiðjur stækka
eða stærri verksmiðjur eru byggð-
ar, þá ýtumst við ofar á kúrfuna.
Án þess að halda áfram að þróa
fyrirtækið þá verður það smám
saman ósamkeppnisfært. Það er
þróunin sem við óttumst,“ segir
Rannveig.
Jafnframt sagði hún, og varpaði
mynd af dreng í FH-búningi á skjá-
inn, að Alcan vildi sýna mikla sam-
félagslega ábyrgð. „Ef fyrirtækið
stækkar og blómstrar munu styrk-
ir frá fyrirtækinu aukast eftir því
sem árin líða,“ sagði Rannveig.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, sagði í sínum fyrir-
lestri að með stækkun álversins
myndu skapast 303 ný störf hjá
Alcan og að launagreiðslur ykust
um tæpa 2 milljarða. Hannes sagði
að tekjur Hafnarfjarðarbæjar
myndu hækka úr tæpum 500 millj-
ónum í rúmar 1.400 ef af stækkun
yrði. Jafnframt sagði Hannes að
eftir að Alcan hefði fært sig yfir í
íslenskt skattaumhverfi og greiddi
18 prósenta tekjuskatt myndu
árlegar tekjur ríkisins vegna starf-
semi Alcan verða 4 til 5 milljarðar
ef álverið yrði stækkað.
Undir lok stefnumótsins skor-
aði fundarstjórinn Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, á Hafnfirðinga
að greiða atkvæði með stækkun
álversins í Straumsvík, því með
því myndu skapast störf sem færðu
verkamönnum um 300 þúsund
krónur á mánuði og iðnaðarmönn-
um um 450 þúsund krónur á mán-
uði. Vilhjálmur sagði að þetta væru
störf sem yrðu ekki til nema með
„vinnu, vinnu, vinnu“ og yrðu ekki
til á kaffihúsum.
Rannveig segir framtíð ál-
vers og starfsmanna í húfi
Rannveig Rist segir að stækka þurfi álverið, þannig að framleiðslugeta þess verði 460 þúsund tonn í stað 180
þúsund, til að tryggja samkeppnishæfni þess. Hannes G. Sigurðsson segir stækkað álver auka tekjur Hafnar-
fjarðarbæjar um tæpan milljarð. Tekjur ríkisins af stækkuðu álveri verða á milli fjórir og fimm milljarðar.
Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
hefur verið skipaður formaður
Umferðarráðs af Sturlu Böðvars-
syni samgönguráðherra.
Kjartan hefur áður setið í
samgöngunefnd Reykjavíkur,
umhverfisráði og skipulagsráði.
Einnig var hann lengi formaður
nefndar um gerð umferðar-
öryggisáætlunar í Reykjvík.
Óli H. Þórðarson, sem hefur
verið formaður Umferðarráðs um
árabil, lét af störfum síðastliðið
haust.
Kjartan stýrir
Umferðarráði
Martti Ahtisaari, sérleg-
ur erindreki Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo-málinu, kynnti í gær miðl-
unartillögu sína um framtíðarstöðu
Kosovo fyrir fulltrúum Serbíu-
stjórnar í Belgrad og hinnar kjörnu
bráðabirgðahéraðsstjórnar í
Pristina.
Í áætluninni leggur Ahtisaari til
að Kosovo verði sjálfráða eining
undir alþjóðlegu eftirliti, sem geti
sett sér sína eigin stjórnarskrá og
sótt um sjálfstæða aðild að alþjóða-
stofnunum. Þess er annars gætt að
nefna hvergi orðið „sjálfstæði“.
Það dugar þó Serbíustjórn ekki.
Boris Tadic Serbíuforseti hafnaði
áætluninni snarlega. „Ég tjáði
herra Ahtisaari að Serbía og ég,
sem forseti landsins, mundum
aldrei fallast á sjálfstæði Kosovo,“
lýsti Tadic yfir að loknum fundi
þeirra Ahtisaaris.
Talsmenn Kosovo-Albana voru
heldur ekki sáttir, en þeir krefjast
fulls sjálfstæðis. „Þetta er
miðlunartillaga,“ sagði Ahtisaari.
Serbar rekja sögulegan uppruna
þjóðarinnar til Kosovo, en níu af
hverjum tíu núverandi íbúum hér-
aðsins eru Kosovo-Albanar.
Serbar hafna tillögunum
Tæplega fimmtugur
síbrotamaður hefur verið dæmdur
í 6 mánaða fangelsi fyrir líkams-
árás sem hann framdi á skemmti-
staðnum Mónakó á Laugavegi í
september árið 2005. Maðurinn
hrinti öðrum manni af stól og sló
og sparkaði í höfuð hans og líkama.
Fórnarlambið marðist í andliti, á
höfði og brjóstkassa í árásinni.
Héraðsdómur Reykjavíkur
kvað upp dóminn og eru 4 mánuðir
hans skilorðsbundnir.
Maðurinn hefur 17 sinnum
hlotið refsidóma fyrir margvísleg
brot. Honum var einnig gert að
greiða sakarkostnað í málinu,
rúmlega 200 þúsund krónur.
Sló og sparkaði
í höfuð manns
Ragnar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Þjónustumið-
stöðvar Breið-
holts, hefur
verið ráðinn
sviðsstjóri
Menntasviðs
Reykjavíkur-
borgar.
Ragnar lauk
meistaraprófi
í stjórnun frá
viðskipta- og
hagfræðideild
Háskóla
Íslands, hann er einnig menntað-
ur grunn- og framhaldsskóla-
kennari frá Kennaraháskóla
Íslands og með BS-próf í landa-
fræði og jarðfræði.
Nýr sviðsstjóri
Menntasviðs