Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 92
Hátískan, „hauta couture“ samkvæmt ströngustu reglum lifir og dvelur eingöngu í París og eru sýningar haldnar tvisvar á ári, í janúar og í júlí. Þær uppskeruhátíðir eru tískuhönnuðunum sjálfum dýrmæt- asti varningurinn. Þar eru þeir ekki bundnir trendum og kreddum hversdagsklæðnaðarins og geta hlúð að listamanninum í sjálfum sér. Þeim er leyfilegt að fara algerlega sínar leiðir í efnavali og sköpunar- gleði. Hönnuðirnir skapa einstaka kjóla, aðeins tvær til þrjár útgáfur af hverjum verða búnar til. Þeir nota sjaldgæf efni og hafa marga handverksmenn sem leggja heilmikla vinnu í að útfæra smáatriði og sauma. Vilji tískuhönnuður til dæmis nota alvöru demanta í klæðnað- inn, þá fær hann alvöru demanta. Sem dæmi má nefna eitt magnaðasta hátískuklæði okkar tíma úr smiðju Chanel og virðist við fyrstu sýn vera stuttermabolur. Þegar betur er að gáð reynist stuttermabolurinn vera ofinn úr þráðum af örsmáum perlum. Af öllu framanrituðu má því álykta að hátískuklæðnaður sé fokdýr í framleiðslu. Þeir eru margir sem hafa spáð fyrir um endalok hátískunnar vegna þess að hún einfaldlega borgar sig ekki. Henni er viðhaldið af aðeins um 2000 tryggum viðskiptavinum, smekkvísar frúr og arabískir soldánar með fulla vasa fjár. Samt sem áður er hátískan frönsku tísku- húsunum það arðbær að ekki kemur til greina að leyfa þeim að gufa upp. Af hverju? Jú, ímyndin sem skapast af geigvænlegri fjölmiðlaumfjöllun- inni er þyngdar sinnar virði í gulli. Hátískan gefur oft tóninn um það sem koma skal í hinum svokallaða ready-to-wear klæðnaði, einnig í skóm, ilmvötnum og aukahlutum eins og töskum. Og þessir hlutir eru auðvitað það sem selst. Nú á dögum eru fatahönnuðir á borð við Stellu McCartney og Yamamoto farnir að starfa með íþróttafyrirtækjum eins og Adidas og Karl Lagerfeld og Viktor&Rolf gera föt fyrir H&M. Það eru ekki fleiri en um 20 ár síðan það tók hátískuklæðnað minnst fimm ár að komast í venjulegar búðir. Menn létu sig varla dreyma um að berja hátísku Chanel dragt augum og nú er Karl Lagerfeld farinn að vinna með H&M! Já, margt hefur breyst á ekki lengri tíma. Hátískan hefur færst nær okkur svo nú getum við meira að segja fengið næstum því Chanel hátískudragt og Stellu McCartney íþróttaföt ... bara aðeins ódýrari ... vei! Hvað er Haute Couture? Reykjavik er orðin tískuborg Hettupeysur eiga uppruna og vin- sældir án efa að rekja til amer- ískrar hip-hop menningar. Þær til- heyrðu hinum ungu og hinum reiðu sem kröfðust réttar síns. Þegar hettur voru settar upp gaf það mönnum dularfullt yfirbragð nafnleyndar og æsings. Í skjóli hettunnar mátti aðhafast ýmis- legt, hvort sem það var að hnupla bjór úr súpermarkaðnum eða semja rímur fyrir næsta rímna- slag. Í dag skiptir ekki máli hvort menn eru skeitarar, sörfarar, glamúrpæjur, gotharar, reifarar, rapparar, rokkarar, töffarar … Flestir eiga þeir a.m.k. eitt stykki hettupeysu. Þær eru jú ofsa þægi- legar og hlýjar og líkt og með- fylgjandi myndir bera með sér geta þær verið svo fallegar! Stór- ar hettur, litlar hettur, ermalausar, síðar, stuttar, renndar, litríkar … Hood Rats - Hetturottur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.