Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 91
Stóru leikhúsin í Reykjavík eru
bæði að setja upp íslenska söng-
leiki: í Borgarleikhúsinu hóf Leik-
félag Reykjavíkur nýlega æfingar
á söngleik þeirra Ólafs Hauks,
Þórarins Eldjárns og Egils Ólafs-
sonar frá 1980, Gretti, en vinna
hefur staðið yfir frá síðasta hausti
á nýjum söngleik eftir Hugleik
Dagsson sem hann kallar Leg.
Báðir fjalla þeir um ungar hetjur:
Grettir er umkomulítill unglings-
piltur, en í Legi er aðalpersónan
unglingsstúlka.
Þjóðleikhúsið sendi frá sér til-
kynningu þar sem sagt er að Leg
sé „tæknilega ein mest krefjandi
sýning Þjóðleikhússins fyrr og
síðar“, en verkið verður frumsýnt
á stóra sviði Þjóðleikhússins 8.
mars næstkomandi. Í tengslum
við sýninguna býður fræðsludeild
Þjóðleikhússins upp á ókeypis
námskeið fyrir þá sem tryggja sér
miða á forsýningar sem verða í
byrjun mars.
Leg sækir á sömu mið og
myndasögur Hugleiks Dagssonar
sem hafa vakið athygli innanlands
sem utan, en í þeim fæst hann á
frumlegan og bráðfyndinn hátt
við ýmsar meinsemdir í nútíma-
samfélagi. Sýningin á Forðist
okkur, fyrsta leikriti Hugleiks,
þótti afar djörf og nýstárleg, og
hann hlaut Grímuna - sem leik-
skáld ársins 2006. Í Legi leggja
Hugleikur og félagar til atlögu við
söngleikjaformið: verkið er sagt
„vísindasöngleikur um ólétta tán-
ingsstúlku“. Tónlistin er eftir
hljómsveitina Flís og leikmyndin
er eftir Ilmi Stefánsdóttur mynd-
listarkonu. Leikstjóri er Stefán
Jónsson.
Námskeiðið er ókeypis og þar
gefst tækifæri að fylgjast með
þróun vinnunnar og spjalla við
listafólkið. Námskeiðið er alls
þrjú skipti, tveir tímar í senn: á
fyrsta fundi þriðjudaginn 6. febrú-
ar kl. 20 verður í Leikhúskjallar-
anum fjallað um hugmyndaheim
Legs. Höfundurinn Hugleikur
Dagsson, Stefán Jónsson leik-
stjóri, Ilmur Stefánsdóttir leik-
myndahöfundur, Þórunn E.
Sveinsdóttir búningahöfundur og
fleiri aðstandendur sýningarinn-
ar segja frá.
Hinn febrúar kl. 20 er innlit á
æfingu og hljóðheimur sýningar-
innar kannaður í leiðsögn hljóm-
sveitarinnar Flís. Farið á forsýn-
ingu 1., 2. eða 3. mars en hinn 13.
mars kl. 20 verða umræður í Leik-
húskjallaranum við leikara sýn-
ingarinnar og listræna aðstand-
endur. Þátttakendur fá tækifæri
til þess að ræða um upplifun sína á
sýningunni og heyra aðstandend-
ur segja frá vinnunni við sýning-
una. Einfalt er að tryggja sér sæti
á námskeiðinu með því að kaupa
miða á eina af forsýningunum
fyrir þriðjudaginn 6. febrúar.
Fjöldi þátttakenda er takmarkað-
ur. Nánari upplýsingar veitir
miðasala Þjóðleikhússins.
Lærið meira um Leg
31 1 2 3 4 5 6
Danski málarinn Carl-Henning
Pedersen, sem var einn þeirra sem
tóku virkan þátt í CoBrA-hreyfing-
unni, gaf í vikunni fjörutíu verk til
Listasafns danska ríkisins. Verkin
er frá löngu tímabili, síðari hluta
sjötta áratugarins til þess níunda.
Carl-Henning er fjörgamall, fædd-
ur 1913. Síðastliðið sumar var sýn-
ing á verkum hans og fyrri eigin-
konu hans Else Ahlfeldt í
Sigurjónssafni frá sumardvöl
þeirra hér á landi 1948 en þá áttu
þau ásamt fjölda danskra málara
verk á Haustsýningunni í Lista-
mannaskálanum sem olli nokkrum
kafla skilum í íslenskri myndlist-
arsögu. Vakti sýningin gríðarlega
athygli meðal bæjarbúa og var afar
vel sótt.
Gjöfin vekur athygli fyrir þá
sök að þau hjón, Carl-Henning og
Else, gáfu firnastórt safn verka
sinna til safns sem helgað er verk-
um þeirra í Herning. Hafa forráða-
menn í dönsku menningarlífi haft
áhuga á að gera þar miðstöð fyrir
CoBrA. Verk málara og listamanna
sem tilheyra hópnum hafa hækkað
mikið í verði á málverkamarkaði
Vesturlanda á undanförnum miss-
erum.
CoBrA-hreyfingin var stofnuð
þann 8. nóvember 1948 af danska
málaranum Asger Jorn og Hollend-
ingnum Karel Appel og var nafnið
sótt í upphafsstafi borganna Kaup-
mannahafnar, Amsterdam og
Brussel. Hópurinn var starfandi
um þriggja ára skeið og var í fram-
línu evrópskra myndlistarmanna á
sínum tíma og hafði áhrif langt út
fyrir sínar raðir. Félagar hans leit-
uðu nýrra leiða í myndsköpun,
sóttu kraft í myndlist frumstæðra
þjóða og barna. Hópurinn var
skorðaður milli súrrealistanna og
marxismans og hafði klára stefnu-
skrá.
Svavar Guðnason tengdist
CoBrA-hópnum og er víða nefndur
í erlendum fræðiritum í myndlist í
tengslum við hann, líkt og Carl-
Henning og Else. Jorn var í vin-
fengi við Halldór Laxness og vann
skreytingar fyrir hann fyrir alþjóð-
lega útgáfu við Söguna af brauðinu
dýra sem nú er orðin illfáanleg.
Verk Carl-Henning og fleiri
myndlistarmanna sem tengdust
hópnum eru enn víða fáanleg í Evr-
ópu, bæði einstök verk unnin með
ýmissi tækni, og prent, bæði á upp-
boðsvefjum Bruun Mattson og Lau-
ritz í Höfn og víðar á viðráðanlegu
verði.
CoBrA-málari gefur