Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 10
Yfirfærsla á flug-
tengdum verkefnum varnarliðs-
ins yfir til flugmálastjórnar Kefla-
víkurflugvallar lauk síðastliðið
haust. Við það urðu töluverðar
breytingar á umsvifum og rekstri
stjórnarinnar, enda gífurleg við-
bót við þá starfsemi sem áður
heyrði undir embættið. Meðal
þeirra deilda sem fluttust yfir
voru slökkvilið og þjónustudeild
flugvallarins. Alls fjölgaði starfs-
mönnum flugmálastjórnarinnar
um 135 við þessar breytingar.
Björn Ingi Knútsson flugvallar-
stjóri segir að yfirfærslan hafi
gengið vel og að starfsemin hafi
slípast til á skömmum tíma. „Þetta
var og er ansi mikið verkefni en
samstilltur hópur starfsmanna,
hvort sem þeir voru starfsmenn
flugmálastjórnar eða þeir starfs-
menn sem voru að flytjast yfir frá
varnarliðinu, gerði það að verkum
að þetta hefur gengið vonum fram-
ar.“
Hann segir auðveldara að reka
flugvöllinn nú en áður þegar hann
heyrir undir færri aðila. „Nú er
þetta á einni hendi á forræði flug-
vallarstjóra. En þetta hefur auð-
vitað heilmikla kostnaðaraukn-
ingu í för með sér. Aukin framlög
beint úr ríkissjóði til okkar á árinu
2007 nema tæpum einum og hálf-
um milljarði og tekjur okkar eru
áætlaðar í kringum 1.100 milljón-
ir. Við erum líka að fara úr því að
vera með um 70 starfsmenn hér
áður í 205 starfsmenn. Það er því
tvöföldun í veltu og þreföldun í
starfsmannahaldi.“
Allur völlurinn á einni hendi
„Ég sé ekki að nærvera
prests hér innan skólans hafi trufl-
að einn eða neinn,“ segir Svein-
björn Markús Njálsson, skóla-
stjóri Álftanesskóla. „Enda á
Vinaleiðin vel saman við þá mann-
ræktarstefnu sem við erum með í
skólanum.“
Sveinbjörn fer ekki leynt með
þá skoðun sína að í ljósi þess að
meirihlutinn aðhyllist Þjóðkirkj-
una og í ljósi hefðarinnar eigi
Þjóðkirkjan að fá pláss í skóla-
starfi umfram önnur trúfélög.
Skólinn eigi ekki endilega að vera
spegilmynd alls þjóðfélagsins
heldur fyrirmynd fyrir börnin.
„Og það er mjög gott að umræða
sé um sálgæsluna,“ segir Svein-
björn. „Hún er framlenging á
þeirri stoðþjónustu sem kirkjan
hefur boðið sínum sóknarbörnum
og er okkur mjög mikilvæg. Hún
er að hlusta á og hlúa að tilfinning-
um, en ekki trúboð.“ Að mati
Sveinbjörns er það misskilningur
að sálgæsla eigi að vera í höndum
sálfræðinga því hún snúist um að
rækta gildi og læra af mistökum.
Að auki hafi fólk mismunandi
hugmyndir um hlutverk sálfræð-
inga í skólanum.
Góð reynsla er af ýmiss konar
starfsemi félagasamtaka innan
skólans, segir Sveinbjörn. Ung-
mennafélagið hafi lengi verið
virkur samstarfsaðili. Einnig hafi
Gídeonfélagið gefið Nýja testa-
mentið um áraraðir.
Aðspurður vill Sveinbjörn þó
ekki að Kóraninum verði dreift í
skólanum. „Það byggist á því að ég
þekki ekki og hef ekki kynnt mér
með sama hætti Múhameðstrú.
Það þýðir ekki að ég treysti þeim
ekki, en hér erum við auðvitað
með áttatíu prósent nemenda sem
tilheyra Þjóðkirkjunni.“
Skóli sé fyrirmynd frekar en spegilmynd
Ekið var á hrein-
dýr við Þorgeirsstaðaá í Lóni í
nágrenni Hafnar í Hornafirði í
fyrrinótt. Lögreglan segir að
ekki hafi orðið slys á fólki en
nauðsynlegt hafi verið að aflífa
hreindýrið, sem var mikið sært
eftir áreksturinn. Bíllinn
skemmdist þó lítillega.
Lögreglan ítrekar við öku-
menn að aka varlega á þessum
slóðum og hefur farið í gang með
umferðarátak.
Nauðsynlegt að
aflífa dýrið
Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í
þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að smygla 730
grömmum af hassi innvortis
hingað til lands frá Spáni.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað
upp dóminn.
Maðurinn var handtekinn
þegar hann kom hingað til lands í
águst 2006 og lagði lögreglan hald
á hassið næstu daga á lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu í Reykja-
vík. Ákærði játaði brot sitt og
sýndi iðrun og var litið til þess
við ákvörðun dómsins. Honum
var gert að greiða 240 þúsund
króna sakarkostnað.
Smyglaði 730
hassgrömmum
www.IKEA.is
Opið virka daga
Opið laugardaga
Opið sunnudaga
10.00 - 20.00
10.00 - 18.00
12.00 - 18.00
Morgunmatur
IKEA Restaurant & CaféIKEA Restaurant & Café
með graslaukssósu, kúskús
og grænmeti
frá kl. 9:00 - 11:00
mánudaga - laugardaga
Veitingastaður opnaður klukkutíma fyrr en verslun
Grænmetisbuff
KOMPLEMENT
geymslukassar 30x35 cm
3 stk. í pk. 1.990,-
KOMPLEMENT
fataslá 100 cm 695,-
KOMPLEMENT
innskotshilla
100 cm 2.290,-
PAX fataskápur
100x58x236 cm
birkiáferð 9.450,- PAX fataskápur
50x58x236 cm
birkiáferð 8.450,- KOMPLEMENTvírkarfa 50x58x16cm 895,-
KOMPLEMENT
skartgripakassi
með lás 4.990,- KOMPLEMENTskúffa 100x58x16 cm 3.990,-
KOMPLEMENT
skórekki 100 cm 4.990,-
KOMPLEMENT
buxnaslá 100 cm 2.790,-
KOMPLEMENT skúffa
með hólfum 3.790,-
PAX & KOMPLEMENT hirslur
Í nýrri verslun IKEA í Garðabæ getur að líta glæsilegt úrval af PAX fataskápum og
geymslulausnum. Hér sést aðeins brot af þeim.
PAX fataskáparnir fást í tveimur dýptum, 50 og 35 cm, og þremur hæðum, 77, 201
og 236 cm. Til eru 17 mismunandi gerðir af PAX hurðum/rennihurðum og í 8
stærðum. Þú getur einnig raðað saman mismunandi hurðum til að skapa meiri
fjölbreytni og persónuleika. Hér er aðeins brot af þeim útfærslum sem hægt er að fá.
Komdu við hjá okkur og skoðaðu úrvalið, einnig er skemmtilegt PAX skipulagsforrit á
netinu, þar sem þú getur sett upp þinn eigin draumaskáp.
http://ikea.is/start.htm 290,-195,-
skpiulagiðSkipuleggjum
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
.2
00
7