Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 4
Guðmundur Jónsson,
fyrrverandi forstöðumaður
Byrgisins, lagði ekki fram boðaða
kæru hjá sýslumannsembættinu á
Selfossi í
fyrradag þegar
hann mætti þar
til skýrslutöku.
Þetta staðfesti
Ólafur Helgi
Kjartansson
sýslumaður.
Guðmundur
hafði sagt í
fjölmiðlum að
hann myndi
kæra eina af stúlkunum fjórum
sem kært hafa hann fyrir
kynferðislega misbeitingu meðan
þær voru skjólstæðingar Byrgis-
ins. Kvaðst Guðmundur myndu
kæra stúlkuna fyrir nauðgun. Af
því hefur ekki orðið enn.
Guðmundur
kærði ekki
Allir í betra form
fyrir sumarið
Komdu í Rope Yoga
Byrjum aftur 24. apríl
Mánud. Miðvikud. og fimmtud.
Kl. 6.30, 7.30, 10.00, 18.30 og 19.30
Sími. 691 0381 . Hámark 10 manns í tíma.
Kennari: Kristín Björg
Kennt kl.7.00, 8.00, 11.00, 18.30
Takk fyrir Rope yoga. Hef enga líkamsrækt geta stundað
ðleikar í hnakka og vöðvafestum hafa hrjáð
mig um margra ára skeið. Eftir að ég byrjaði hjá Kristínu
Björ eika og ég hef styrkt
vöðva mina áherslulaust. FRÁBÆRT.
Björg Traustadóttir.
Betri heilsa
Kennari: Kristín Björg s. 691 0381
Maðurinn sem slasaðist í
snjóflóði í Hrappsstaðaskál í
Hlíðarfjalli 21. janúar síðastliðinn
er kominn til meðvitundar. Honum
er þó enn haldið í öndunarvél.
Læknir á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri segir manninn á
batavegi, en of snemmt sé að segja
til um hvort hann nær fullum bata.
Kominn til
meðvitundar
Í væntanlegri skipan
heildaráætlunar um nýtingu og
vernd náttúruauðlindanna er gert
ráð fyrir því að tekið verði gjald
fyrir leyfi og nýtingu. Þetta kom
fram í máli Jóns Sigurðssonar,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
þegar hann setti Sprotaþing 2007 í
Laugardalshöll í gær.
„Með slíku
auðlindagjaldi
skapast tæki-
færi til að
byggja upp á
einhverju tíma-
bili auðlinda-
sjóð sem þjóðin
getur notað til
sérstakra þjóð-
þrifaverkefna.
Alaskabúar hafa
þegar góða
reynslu á þessu
sviði, en þeir
endurgreiða
líka öllum
almenningi úr
slíkum auð-
lindasjóði þegar
arðstaða hans
leyfir,“ sagði
Jón.
„Ég tel að
auðlindasjóður eigi að geta tekið
virkan þátt í eflingu þess nýsköp-
unar- og sprotakerfis sem íslenska
þjóðin þarf á að halda. Þá væri
arðinum af auðlindum Íslendinga
varið til að byggja hér undir fram-
tíðarárangur og auk þess geta
beinar greiðslur til almennings,
þegar þannig ber undir, orðið
öflug samfélagsstoð,“ sagði ráð-
herra ennfremur.
Þessi hugmynd er ekki alger-
lega ný af nálinni, því hugmyndin
að stofnun auðlindasjóðs kom
fram í máli Víglundar Þorsteins-
sonar, stjórnarformanns BM-Vall-
ár, á fundi Samtaka iðnaðarins í
lok nóvember á síðasta ári.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur,
segir að miklu skipti hvernig
útfærsla auðlindagjalds geti orðið,
til dæmis hvort greiða þurfi þegar
virkjað er á eignarlandi.
Einhver þurfi að borga brúsann
og þeir sem geri það alltaf að end-
ingu séu kaupendur raforkunnar.
Guðmundur bendir á að samning-
ar um sölu á raforku til stóriðju
séu bundnir til 20–30 ára og við
þeim verði ekki hróflað. Þá leggist
gjaldið á almenna notendur og
nýja stóriðjusamninga.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að sam-
kvæmt lýsingum af ræðu ráðherra
sé ekki sé ljóst nákvæmlega hvaða
útfærslu hann sé að tala um, en
tekur fram að hann hafi ekki heyrt
ræðu Jóns Sigurðssonar í gær.
Friðrik segir að ekkert sé við
því að segja ef ríkið kjósi að inn-
heimta gjald sé virkjað á þjóðlend-
um eða ríkislandi, það verði þá
eins og hver önnur leiga. Önnur
staða sé uppi séu auðlindir á einka-
landi nýttar. Þá sé þegar búið að
greiða fyrir réttinn til að nýta
landið og alveg út í bláinn að taka
sérstakt auðlindagjald til viðbótar
við það.
Iðnaðarráðherra vill
stofna auðlindasjóð
Gert er ráð fyrir auðlindagjaldi í heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúru-
auðlinda. Hægt að byggja upp sjóð sem tekur þátt í nýsköpun, segir ráðherra.
Gjaldið mun leggjast á neytendur og nýja stóriðjusamninga, segir forstjóri OR.
35 ára gamall portú-
galskur karlmaður, Americo Luis
Da Silva Gonçalves, var á fimmtu-
dag dæmdur í fjögurra ára fang-
elsi fyrir nauðgun og stórfellda
líkamsárás gegn 45 ára konu.
Maðurinn nauðgaði konunni á
heimili hennar í Vesturbænum
hinn 10. september síðastliðinn.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað
upp dóminn.
Maðurinn hefur ekki áður
gerst sekur um brot en við ákvörð-
un dómsins var litið til þess
hversu hrottafengið brot hans
var. Maðurinn kleip í kynfæri og
brjóst konunnar, sló hana bæði
með flötum lófum og krepptum
hnefum, sneri upp á ökkla hennar
og sló honum upp við vegg. Konan
hlaut eymsli víðs vegar á líkam-
anum í árásinni, meðal annars
sprungur og bjúg á kynfærum
sem reyndust svo illa leikin að
ekki var unnt að skoða þau. Mað-
urinn hætti ekki þrátt fyrir að
konan hefði margsinnis beðið
hann um það.
Konan hefur þurft að glíma við
alvarlegar afleiðingar árásarinn-
ar, bæði líkamlegar og andlegar.
Hún var rúmföst í viku eftir árás-
ina, átti erfitt með svefn, fékk
martraðir og átti erfitt með að
fara út úr húsi. Þess vegna fór
konan fram á að maðurinn greiddi
henni skaðabætur og ákvað dóm-
urinn þær skyldu vera 1.200 þús-
und krónur. Manninum var og gert
að greiða sakarkostnað að upphæð
tæplega 700 þúsund krónur.
4 ára fangelsi fyrir nauðgun
Vopnaðir liðsmenn Fatah-
hreyfingarinnar gerðu árás á
háskóla sem er tengdur Hamas-
samtökunum og kveiktu þar í
byggingum í gær. Sautján manns,
þar á meðal fjögur börn, létust í
átökum fylkinganna, sem er mesta
mannfall sem orðið hefur á einum
degi frá því að í brýnu sló fyrst
milli Fatah og Hamas.
Frá því skammvinnt vopnahlé
var rofið á fimmtudag höfðu í
gær alls 24 látið lífið og 245 særst
í skotbardögum.
Leiðtogar fylkinganna sögðust
í gær hafa fallist í grundvallarat-
riðum á nýtt vopnahlé, á fundi í
egypska sendiráðinu. Fleiri fundi
þyrfti til að semja um fram-
kvæmdaatriði. Síðasta vopnahlé
hélt aðeins í tvo sólarhringa.
Leiðtogar boða
nýtt vopnahlé
Valgerður Sverris-
dóttir utanríkisráðherra leiðir
viðskiptanefnd Útflutningsráðs
til Suður-Afríku í lok þessa
mánaðar. Um fimmtán fyrirtæki
hafa staðfest þátttöku í ferðinni,
meðal annars Icelandair, Lands-
bankinn og Landsvirkjun.
Lagt verður af stað 24. febrúar
og er ferðinni heitið til
Jóhannesarborgar, Pretoríu og
Höfðaborgar.
Viðskiptanefnd
til Suður-Afríku
Hjörleifur Guttormsson,
fyrrverandi þingmaður, hefur sent
Skipulagsstofnun athugasemdir við
tillögu Landsnets hf. að matsáætl-
un um lagningu háspennulína frá
virkjunum á Hellisheiði að Straums-
vík og Geithálsi. Hann vill að vinnu
við áætlunina verði frestað.
Línumannvirkin eiga að bera
rafmagn frá fyrirhuguðum Þjórsár-
virkjunum til uppbyggingar stór-
iðjuvera í Straumsvík og á Grundar-
tanga.
Hjörleifur rökstyður kröfuna
um frestun með því að lögð verði
fyrir í umhverfismat heildstæð
áætlun um öll stóriðjuáform suð-
vestanlands.
Matsáætlun
verði frestað