Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 80
Sú staðreynd að enginn veit af hverju við sofum kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Engu að síður
er það staðreynd þótt ýmsar kenn-
ingar séu uppi um af hverju svo
er. Sú staðreynd að svefnleysi
skuli ekki hafa áhrif á líkamlega
getu fólks kann að vekja athygli
margra og vansvefta fólk getur
mokað flórinn af sama krafti og
þeir sem hafa fengið fullan svefn.
Svefninn er því fyrst og fremst
mikilvægur fyrir heilastarfsem-
ina en svefnleysi gerir fólk ruglað
og einbeitingarlítið og viðbragðs-
flýtir verður mun minni. Ein af
kenningunum um það af hverju
við sofum er sú að svefninn styrki
minnið, en Halla Helgadóttir,
master í sálfræði, skrifaði loka-
verkefnið sitt um þetta efni.
„Við vitum að maðurinn þarf svefn
en það er ekki enn búið að sýna
fram á með óyggjandi hætti af
hverju það er. Ef við segjum okkur
að það sé vegna þess að við þurf-
um að hvíla líkamann má spyrja á
móti af hverju það er ekki bara
nóg fyrir okkur að liggja. Af
hverju er nauðsynlegt að það
slokkni á meðvitundinni? Af mann-
úðarástæðum hafa að sjálfsögðu
ekki verið gerðar tilraunir á mann-
skepnunni – hvort hún hreinlega
deyi ef henni er haldið vakandi –
en slíkar tilraunir hafa verið gerð-
ar á rottum og þeim var haldið
vakandi uns þær loks létust að
þremur viknum liðnum,“ segir
Halla og bætir við að enginn hafi í
raun vitað hvers vegna þær gáfu
upp andann því séð var til þess að
þær fengju nægt fæði og hreyf-
ingu. Hugsanlegt er að það sama
eigi við um manninn.
Mastersverkefni Höllu fjallaði
um það að nauðsyn svefnsins væri
tilkomin vegna vinnslu hugans og
eflingu minnis. „Í vöku erum við
sífellt að meðtaka upplýsingar og
skynja umhverfi okkar. Á meðan
við erum sífellt að taka á móti
höfum við ekki tíma til að vinna úr
upplýsingunum og samræma í
taugakerfinu. Svefninn gæti því
verið tólið sem við notum til að
taka þessar upplýsingar og áreitið
sem við verðum fyrir yfir daginn
og sorterum það allt og röðum í
hólf meðan við sofum. Sumu er
haldið og öðru hent út. Þetta er sú
kenning sem ég hef verið að rann-
saka en það má segja að um leið og
það er mjög spennandi að rannsaka
svefn er það mjög erfitt. Ef gripið
er inn í með rannsókn sem truflar
svefnferlið hefur það áhrif á til að
mynda minnispróf og annað sem er
framkvæmt daginn eftir.“
Svefn skiptist í nokkur 90 mín-
útna skeið og á hverju þeirra fer
svefninn í gegnum nokkur svefn-
stig og endar svo í draumsvefni
(REM). Að honum loknum hefst
svefnferlið aftur og við förum í
gegnum stigin fjögur; byrjum í því
fyrsta sem er grunnsvefn og förum
í það fjórða; djúpsvefn, og hvert
svefnskeið endar alltaf í
draumsvefni þó hann sé hvað
lengstur undir lok nætur. Djúp-
svefninn er aftur á móti hvað
lengstur fyrri hluta nætur.
Djúpsvefn og draumsvefn eru,
eftir mastersverkefni Höllu að
dæma, mjög mikilvægir fyrir minn-
ið. „Í rannsókninni var ég að vinna
með minnið og skoða hvort svefn-
inn hefði eitthvað að gera með það.
Það hefur verið sýnt fram á að mis-
munandi þættir minnisins styrkj-
ast á mismunandi svefnstigum.
Fyrri hluta nætur, þegar við erum
hvað mest í djúpsvefni, dreymir
okkur lítið og á því stigi styrkist sá
hluti minnisins sem sér um að
geyma staðreyndir. Draumsvefn
leggur grunn að minninu sem snýr
að því hvernig við gerum hluti, svo
sem hvernig við hjólum og hlaup-
um. Þetta svefnferli tekur um tut-
tugu prósent af svefni heilbrigðs
fullorðins fólks en hlutfallið er mun
hærra hjá börnum. Það kemur heim
og saman við kenningar um að
minnið fyrir hreyfingar og slíkt
styrkist í draumsvefni því börnin
þurfa jú að læra að ganga, skríða,
grípa og annað af þeim toga.“ Í
draumsvefni dreymir okkur oft að
við séum að aðhafast eitthvað. Ein-
kenni svefnsins er þó þannig að lík-
aminn er alveg lamaður þannig að
við getum hvorki hreyft legg né lið
þó að í draumnum séum við á harða-
spretti. Og heilalínurit draumsvefns
er líkt því sem sést í vöku. Annað
einkenni draumsvefnsins er að
augun hreyfast undir augnlokunum
og þaðan er heitið REM komið:
rapid eye movement. Ef þessi
algera vöðvaslökun væri ekki fyrir
hendi værum við á fleygiferð í
rúminu og til er einstaka fólk sem
hefur þann svefnkvilla að það
slakar ekki á í draumsvefninum
heldur hagar sér og hreyfir og snýr
eftir því sem það gerir í draumn-
um. Sá kvilli kallast REM-behavi-
our, og kallast á íslensku óróleiki í
draumsvefni.
Undir morgun, þegar hugurinn er
búinn að fá nægan svefn, yfirgefur
hann draumsvefninn og við tekur
léttur svefn með losaralegum
draumförum og flest bendir til þess
að sá svefn sé ekki mjög mikilvæg-
ur líffræðilega þó svo að mörgum
finnist gott að lúra fram til hádegis
um helgar.
„Ég held að alla dreymi en það
er misjafnt hversu mikið fólk man
eftir því. Draumarnir sjást á heila-
línuriti sem sýnir heilastarfsemi
svipaða því sem sést í vöku og svo
augnhreyfingum. Við vitum hve-
nær í svefninum okkur dreymir og
er það yfirleitt seinni hluta nætur.
Fólk getur verið mjög ruglað ef það
er vakið af draumsvefni og í rann-
sóknum okkar gerum við það aldrei
því fólk veit þá varla hvar það er
statt eða hvers vegna. Það er sjald-
gæft að við vöknum af draumsvefni
af sjálfsdáðum, það er kannski
helst ef við fáum martröð.“
Ef það er strembið að rannsaka
svefn er það enn meiri vandkvæð-
um bundið að rannsaka drauma og
Halla segir sálfræðinga ekki leggja
sig mikið eftir því í dag. Einn af
upphafsmönnum sálfræðinnar, Sig-
mund Freud, skoðaði drauma mikið
og fyrir þeim er mikil hefð í grein-
inni. Hann sagði að draumarnir
væru lykillinn að því sem er ómeð-
vitað og að kynferðislegar langanir
kæmu oft fram í draumum. Hvað
segir Halla um þessar gömlu kenn-
ingar? „Aðferðir hans eru lítið not-
aðar í sálfræðinni á Íslandi þótt
þær séu vissulega fyrir hendi á
öðrum stöðum í heiminum eins og
til að mynda hjá Frökkum. Meðferð
hjá sálfræðingi byggist ekki mikið
á draumum í dag en ég held þó að
flestir séu sammála um að draumar
endurspegli líðan fólks að ein-
hverju leyti þó að fæstir fari út í að
greina drauminn eins og Freud
gerði. Rannsóknir á draumum
verða eðli málsins samkvæmt
aldrei aðferðafræðilega mjög vís-
indalegar því innihald drauma er
einungis hægt að rannsaka með
huglægum hætti, sem byggist á því
sem fólk man og segir frá eftir nótt-
ina. Það væri mjög spennandi að
geta rannsakað drauma fólks, en
okkur vantar enn tæknina til að
geta séð inn í huga fólks og lesið
drauma þess.“
Í draumi sérhvers manns
Cervantes ákallaði þann sem fann upp svefninn og bað hann að fara blessaðan. Þreytt nútímaþjóð er eflaust sömu skoðunar og
Spánverjinn sálugi enda virðist tíminn undir þetta dásemdarfyrirbæri vera af skornum skammti. Svefninn er þó undarlegt fyrir-
bæri því þótt vitað sé að okkur er hann lífsnauðsynlegur, þá veit enginn hvers vegna. Sé svefninn furðulegur þá þykja draumar
okkar svo enn undarlegri. Júlía Margrét Alexandersdóttir kynnti sér svefnvenjur og draumfarir Íslendinga.