Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 91

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 91
Stóru leikhúsin í Reykjavík eru bæði að setja upp íslenska söng- leiki: í Borgarleikhúsinu hóf Leik- félag Reykjavíkur nýlega æfingar á söngleik þeirra Ólafs Hauks, Þórarins Eldjárns og Egils Ólafs- sonar frá 1980, Gretti, en vinna hefur staðið yfir frá síðasta hausti á nýjum söngleik eftir Hugleik Dagsson sem hann kallar Leg. Báðir fjalla þeir um ungar hetjur: Grettir er umkomulítill unglings- piltur, en í Legi er aðalpersónan unglingsstúlka. Þjóðleikhúsið sendi frá sér til- kynningu þar sem sagt er að Leg sé „tæknilega ein mest krefjandi sýning Þjóðleikhússins fyrr og síðar“, en verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins 8. mars næstkomandi. Í tengslum við sýninguna býður fræðsludeild Þjóðleikhússins upp á ókeypis námskeið fyrir þá sem tryggja sér miða á forsýningar sem verða í byrjun mars. Leg sækir á sömu mið og myndasögur Hugleiks Dagssonar sem hafa vakið athygli innanlands sem utan, en í þeim fæst hann á frumlegan og bráðfyndinn hátt við ýmsar meinsemdir í nútíma- samfélagi. Sýningin á Forðist okkur, fyrsta leikriti Hugleiks, þótti afar djörf og nýstárleg, og hann hlaut Grímuna - sem leik- skáld ársins 2006. Í Legi leggja Hugleikur og félagar til atlögu við söngleikjaformið: verkið er sagt „vísindasöngleikur um ólétta tán- ingsstúlku“. Tónlistin er eftir hljómsveitina Flís og leikmyndin er eftir Ilmi Stefánsdóttur mynd- listarkonu. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Námskeiðið er ókeypis og þar gefst tækifæri að fylgjast með þróun vinnunnar og spjalla við listafólkið. Námskeiðið er alls þrjú skipti, tveir tímar í senn: á fyrsta fundi þriðjudaginn 6. febrú- ar kl. 20 verður í Leikhúskjallar- anum fjallað um hugmyndaheim Legs. Höfundurinn Hugleikur Dagsson, Stefán Jónsson leik- stjóri, Ilmur Stefánsdóttir leik- myndahöfundur, Þórunn E. Sveinsdóttir búningahöfundur og fleiri aðstandendur sýningarinn- ar segja frá. Hinn febrúar kl. 20 er innlit á æfingu og hljóðheimur sýningar- innar kannaður í leiðsögn hljóm- sveitarinnar Flís. Farið á forsýn- ingu 1., 2. eða 3. mars en hinn 13. mars kl. 20 verða umræður í Leik- húskjallaranum við leikara sýn- ingarinnar og listræna aðstand- endur. Þátttakendur fá tækifæri til þess að ræða um upplifun sína á sýningunni og heyra aðstandend- ur segja frá vinnunni við sýning- una. Einfalt er að tryggja sér sæti á námskeiðinu með því að kaupa miða á eina af forsýningunum fyrir þriðjudaginn 6. febrúar. Fjöldi þátttakenda er takmarkað- ur. Nánari upplýsingar veitir miðasala Þjóðleikhússins. Lærið meira um Leg 31 1 2 3 4 5 6 Danski málarinn Carl-Henning Pedersen, sem var einn þeirra sem tóku virkan þátt í CoBrA-hreyfing- unni, gaf í vikunni fjörutíu verk til Listasafns danska ríkisins. Verkin er frá löngu tímabili, síðari hluta sjötta áratugarins til þess níunda. Carl-Henning er fjörgamall, fædd- ur 1913. Síðastliðið sumar var sýn- ing á verkum hans og fyrri eigin- konu hans Else Ahlfeldt í Sigurjónssafni frá sumardvöl þeirra hér á landi 1948 en þá áttu þau ásamt fjölda danskra málara verk á Haustsýningunni í Lista- mannaskálanum sem olli nokkrum kafla skilum í íslenskri myndlist- arsögu. Vakti sýningin gríðarlega athygli meðal bæjarbúa og var afar vel sótt. Gjöfin vekur athygli fyrir þá sök að þau hjón, Carl-Henning og Else, gáfu firnastórt safn verka sinna til safns sem helgað er verk- um þeirra í Herning. Hafa forráða- menn í dönsku menningarlífi haft áhuga á að gera þar miðstöð fyrir CoBrA. Verk málara og listamanna sem tilheyra hópnum hafa hækkað mikið í verði á málverkamarkaði Vesturlanda á undanförnum miss- erum. CoBrA-hreyfingin var stofnuð þann 8. nóvember 1948 af danska málaranum Asger Jorn og Hollend- ingnum Karel Appel og var nafnið sótt í upphafsstafi borganna Kaup- mannahafnar, Amsterdam og Brussel. Hópurinn var starfandi um þriggja ára skeið og var í fram- línu evrópskra myndlistarmanna á sínum tíma og hafði áhrif langt út fyrir sínar raðir. Félagar hans leit- uðu nýrra leiða í myndsköpun, sóttu kraft í myndlist frumstæðra þjóða og barna. Hópurinn var skorðaður milli súrrealistanna og marxismans og hafði klára stefnu- skrá. Svavar Guðnason tengdist CoBrA-hópnum og er víða nefndur í erlendum fræðiritum í myndlist í tengslum við hann, líkt og Carl- Henning og Else. Jorn var í vin- fengi við Halldór Laxness og vann skreytingar fyrir hann fyrir alþjóð- lega útgáfu við Söguna af brauðinu dýra sem nú er orðin illfáanleg. Verk Carl-Henning og fleiri myndlistarmanna sem tengdust hópnum eru enn víða fáanleg í Evr- ópu, bæði einstök verk unnin með ýmissi tækni, og prent, bæði á upp- boðsvefjum Bruun Mattson og Lau- ritz í Höfn og víðar á viðráðanlegu verði. CoBrA-málari gefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.