Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 4
 Menntasvið Reykjavík- urborgar efnir til íslenskuverð- launa fyrir reykvísk skólabörn. Verðlaununum verður úthlutað árlega, á Degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í tilkynningu segir að markmið verðlaunanna sé að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verðlaunin fá nemendur sem tekið hafa framförum eða náð góðum árangri í íslensku, hvort sem þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál. Auka áhuga á íslenskri tungu Guðjón Ólafur Jónsson þingmaður vakti í gær athygli á rannsóknum Ragnars Árnasonar um tekjur Íslendinga 1993 til 2005; að samkvæmt þeim hafi tekjur hinna lægst launuðu ekki minnkað. Sagði hann þögn stjórnarandstöðu um þetta „ærandi“. Þingmenn stjórnarandstöðu minntust þá á verðlag og „verð- bólguskatt“. Ögmundur Jónasson sagði það óumdeilt að kaupmáttur hefði aukist, miðað við meðaltal. Frekar en miða við meðaltal mætti þó spyrja hvort auðveldara væri að vera tekjulítill og húsnæðislaus nú, en áður. Athygli vakin á tekjurannsókn Hópur róttækra umhverfissinna sem kallar sig Earth Liberation Front (ELF) hefur játað á sig skemmdarverk sem unnin voru á vinnuvélum í Hraunsvík í byrjun janúar á þessu ári. Í yfirlýsingu samtakanna segir að skotmark þeirra hafi verið álver Alcan í Straumsvík en þau töldu að framkvæmdir við stækk- un þess væru þegar hafnar. Vél- arnar sem voru skemmdar tengd- ust hins vegar Alcan ekki á neinn hátt heldur eru þær í eigu Ístaks sem er að byggja skólpdælustöð í Hraunsvík, skammt frá álverinu. Loftur Árnason, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir að tjónið sem unnið var á vélunum hlaupi á millj- ónum króna. „Það var klipptur í sundur rafmagnsbúnaður og vökvalagnir auk þess sem stýris- búnaður var skemmdur. Þeir sem voru þarna að verki hafa greini- lega ekki verið kunnir tungumál- inu því þá hefðu þeir getað lesið á skiltið þar sem á stóð hvað væri verið að byggja. En það er alveg ljóst að þetta fólk kunni til verka og skemmdi viðkvæmustu staðina í vélunum.“ Hörður Jóhannesson, aðstoðar- lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu, staðfestir að kæra hafi borist vegna skemmdarverkanna en á þeim tíma hafi ekki legið fyrir nein- ar vísbendingar um hverjir hafi verið þarna að verki. Hann segir rannsókn málsins standa yfir. Pétur Óskarsson, talsmaður samtakanna Sól í Straumi, sem barist hafa gegn stækkun álvers- ins, fordæmir framgöngu ELF og segir meðlimi hópsins vera óprúttna glæpamenn. Hann telur skemmdarverkin þó ekki eiga eftir að hafa áhrif á komandi kosn- ingabaráttu varðandi stækkun álversins. „Við höfum að sjálf- sögðu ekkert með þennan hóp að gera. Þetta á ekkert skylt við þá umræðu sem á sér stað hér í Hafn- arfirði varðandi stækkun álvers- ins og er mjög málefnaleg meðal bæjarbúa.“ Skemmdarverkunum var líkt og fyrr segir beint gegn Alcan. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi fyrirtækisins, segir að fyrirtækið taki svona fregnum mjög alvarlega. „Það eru vissu- lega vonbrigði að fólk noti meðul af þessu tagi og teljum þau ekki gott innlegg í þá kosningabaráttu sem er í gangi.“ Yfirlýsing samtakanna birtist bæði á heimasíðu samtaka sem kalla sig Earth First! og á heima- síðu Saving Iceland, samtaka sem vinna að verndun íslenskrar nátt- úru. Í fréttatilkynningu Saving Iceland sem send var fjölmiðlum í gær segjast samtökin ekki vera ábyrg fyrir, né tengjast, aðgerðum sem þau segja frá nema slíkt sé skýrt tekið fram. Róttæklingar stóðu fyrir skemmdunum Erlendur hópur róttækra umhverfisverndarsinna hefur lýst sig ábyrgan á skemmdum á vinnuvélum Ístaks í Hraunsvík fyrr á árinu. Taldi hópurinn sig vera að vinna gegn stækkun álversins í Straumsvík. Tjón hleypur á milljónum króna. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Neskirkju í kvöld 22. febrúar kl. 20-22. Fyrirlesari sr. Birgir Ásgeirsson Allir velkomnir! Sjálfsvíg Eiður Guðnason sendiherra verður aðalræðis- maður Íslands í Þórshöfn í Fær- eyjum á nýrri sendiráðsskrif- stofu sem þar verður stofnuð í aprílmánuði. „Þetta er auðvitað yfirlýsing um mikilvægi samskipta okkar við Færeyinga,“ segir Eiður, sem er mjög spenntur yfir þessu nýja starfi. Hann þekkir eyjarn- ar vel eftir margar heimsóknir vegna starfa sinna sem þing- maður og ráðherra. Hann segist kunna afar vel við „okkar næstu nágranna“ og eiga þar ágæta kunningja. Með nýrri skrifstofu Íslendinga á eyjunum skulu tengsl við Færeyinga efld á sviði viðskipta og menn- ingar. Nýlega var undirritaður samningur milli þjóðanna, sem kenndur er við Hoyvík. Mark- mið hans er að koma á fót sam- eiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja, til að mynda er stefnt að fullri frí- verslun með landbúnaðarvör- ur. „Íslendingar stofna þessa skrifstofu í góðri samvinnu við Dani og Færeyinga,“ segir Eiður. Íslensk ræðismanns- skrifstofa hefur verið í Færeyj- um í sextíu ár. Hingað til hefur þar starfað ólaunaður kjörræðismaður. Skrifstofan verður til húsa í Fógetastofunni, í hjarta Þórshafnar. Þau tæpu fjögur kíló af kókaíni sem karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa smyglað inn til landsins er mesta magn efnisins sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Maðurinn var handtekinn í byrjun febrúar og situr nú í gæsluvarðhaldi. Allt í allt lögðu lögregla og tollverðir hald á tæplega þrettán kíló af kókaíni á síðasta ári. Þar af voru tæp níu kíló tekin í þremur aðskildum málum frá byrjun ágúst og fram í lok nóvember. Þessi þrjú mál eru langstærstu kókaínmál sem upp hafa komið á Íslandi. Níu kíló tekin á skömmum tíma Íbúasamtök Laugardals og foreldrafélag Langholtsskóla blása til fundar um Laugardal framtíðarinnar í dag. Ástæðan er að skipulagsyfir- völd í Reykjavík hyggjast taka leiksvæði barna í dalnum undir fjölbýlishús. Í tilkynningu segir að stöðugt sé þrengt að dalnum sem náttúru- perlu og að borgarbúar verði að vera á varðbergi gagnvart skipulagsbreytingum sem þessum. Borgarstjóra er boðið á fundinn ásamt öðrum sem fara með skipulagsmál borgarinnar. Leiksvæði und- ir fjölbýlishús

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.