Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 11
Kaupmenn eru
þegar farnir að búa sig undir það
að lækka matarverð þegar virðis-
aukaskattur lækkar úr 24,5 í sjö og
fjórtán í sjö prósent um næstu
mánaðamót. Bæði þarf að fara í
kerfisbreytingar í tölvukerfi og
breyta merkingum á vörum og
hillum.
Í Melabúðinni verður til dæmis
fjöldi starfsfólks að störfum kvöld-
ið 28. febrúar við að setja upp nýja
hillumiða vegna lægra virðisauka-
skattstigs. Vörur með lægri tolli
og niðurfellingu vörugjalda koma
til með að lækka í verði umfram
virðisaukaskattslækkunina upp úr
mánaðamótum.
Friðrik Ármann Guðmundsson,
kaupmaður í Melabúðinni, hefur
tekið saman nokkur dæmi um
verðlækkun í búðinni hjá sér. Hann
segir að pylsupakki með tíu stykkj-
um af SS pylsum, Cronions steikt-
um lauk, SS sinnepi, Hunt‘s
tómatsósu og fimm stykkjum af
pylsubrauði frá Myllunni muni
lækka um 66 krónur samtals. Þá
lækki morgunverðarpakki með
567 grömmum af Cheerios og einu
kílói af banönum um samtals 22
krónur. Mismunurinn á helgar-
steikinni fyrir og eftir skattalækk-
unina verði 213 krónur miðað við
2,4 kíló af lambalæri frá Fjalla-
lambi. Meðallærið lækkar þá úr
3.475 krónum í 3.262 krónur.
„Það eru ekki svo margar krón-
ur í hverju þessara dæma,“ segir
Friðrik, „en þetta er fljótt að safn-
ast saman.“
Kvöldvinna við merkingar
Magnús Stefánsson
félagsmálaráðherra vill láta
fylgja eftir og meta stöðu
verkefna sem unnin hafa verið í
jafnréttismálum. Tillaga til
þingsályktunar um endurskoðaða
áætlun í jafnréttismálum var lögð
fram í fyrradag.
Á heimasíðu félagsmálaráðu-
neytisins segir að endurskoðaða
jafnréttisáætlunin byggist á fyrri
áætlun sem lögð var fram árið
2004 og gildir til loka maí árið
2008.
Áherslurnar séu hinar sömu en
þau verkefni sem lokið sé hafi
verið tekin út og nýjum verkefn-
um bætt inn þar sem við á.
Jafnréttismál
endurskoðuð
Hugsaðu um heilsuna!
Svalandi,
próteinríkur
og fitulaus
Frískandi, hollur
og léttur drykkur í dós
Gamla góða
Óskajógúrtin
– bara léttari
Silkimjúkt,
próteinríkt
og fitulaust
Fitusnauðar
og mildar ab-vörur
– dagleg neysla stuðlar að bættri
heilsu og vellíðan