Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 31
Vísindamenn við Missouri-há- skólann í Bandaríkjunum hafa komist að því að einstaklingar sem alast upp í fjölskyldum þar sem alkóhólismi er vanda- mál, eru óstöðugri einstakling- ar á fullorðinsárum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að börn sem alast upp við erfiðar aðstæður eiga erfiðara með að fóta sig á fullorðinsárunum. Hins vegar hefur vantað tölfræði- leg gögn til að styðjast við en það er nú að breytast. Vísindamenn við Missouri-háskólann í Bandaríkjun- um hafa fylgst með hópi barna frá 1987 sem ýmist hafa alist upp í fjöl- skyldum þar sem alkóhólismi er vandamál, eða þar sem alkóhólismi kemur ekki við sögu. Öll börnin hafa verið skoðuð reglulega og þau metin á tveimur skölum. Annars vegar skala sem gefur til kynna viðkvæmni gagn- vart til dæmis kvíða, sektartilfinn- ingum, þunglyndi og tilfinninga- sveiflum, og hins vegar skala sem mælir árásarhneigð, hvatvísi og ýmsa andfélagslega hegðun. Í grunninn lækkuðu gildi beggja hópa á báðum skölum eftir því sem börn urðu eldri og sjálfsmyndin styrktist. Mikill munur var þó á hópunum tveimur þar sem gildin lækkuðu mun minna hjá börnum sem ólust upp í skugga alkóhól- isma. Þau eru því óstöðugri og við- kvæmari gagnvart ýmsum geð- kvillum, og líklegri til að þróa með sér andfélagslegt hegðunarmynst- ur. Orsakirnar kunna að vera marg- ar. Brotin heimili, skortur á umhyggju eða einfaldlega genet- ískt munstur. Hvað sem því líður fer alkóhólismi illa með alla sem fyrir honum verða. Niðurstöður tilraunarinnar hingað til voru birtar í Psychology of Addictive Behaviors. Börn alkóhólista Svefninn endurnærir bæði líkama og sál en stundum vill hann ekki koma. Jan Triebel, yfirlæknir Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, á ýmis ráð í pokahorninu. „Ég horfi á svefntruflanir út frá læknisfræðilegu sjónarhorni. Einnig má velta því fyrir sér af hverju við sofum yfirhöfuð,“ segir Jan og heldur áfram: „Svefn er ekki bara hvíld hann er okkur lífs- nauðsyn. Líkamlega hvíld fáum við í djúpum hægbylgjusvefni og andlegri endurnæringu náum við í draumsvefni. Það gerist ýmislegt að degi til sem við þurfum að vinna úr í svefninum og ef við missum draumasvefninn getum við ekki lært því við endurskipu- leggjum okkur á vissan hátt gegn- um hann.“ Að sögn Jans kvarta 15-45 pró- sent Íslendinga yfir svefnleysi einhvern tíma á árinu. Honum þykir svefntöflunotkun mikil hér á landi. „Samkvæmt rannsókn frá 2003 nota 12-14 prósent allra Íslendinga svefnlyf. Mest er notk- unin meðal aldraðra á stofnunum, þar fá um 70 prósent slík lyf,“ segir hann. Jan bendir á að svefn- þörf fólks sé mismunandi en hún minnki með aldrinum og sumir áttræðir þurfi bara sex tíma svefn. Hann telur upp margar ástæð- ur fyrir svefnleysi. Nefnir líkam- lega sjúkdóma eins og tíð þvaglát, fótaóeirð, slitgigt, áfengismisnotk- un, hjartasjúkdóma og Parkinson. Einnig andlega vanlíðan eins og kvíðaraskanir, streitu og þung- lyndi. „Þegar við erum búin að úti- loka og fullreyna að meðhöndla þessar orsakir þá komum við að sérstökum svefnráðum,“ segir hann. „Eitt þeirra er að hafa svefn- herbergið hreint og svalt en hafa hlýtt á fótunum. Síðan þarf að vera nógu dimmt og hljótt. „Ef makinn byltir sér mikið eða hann hrýtur þá getur það verið truflandi en eyrnatappar eru góðir til að úti- loka hávaða. Ef fólk sefur illa á nóttunni á það ekki að blunda á daginn og það ætti að sleppa kaffi- drykkju eftir hádegi. Koffínið er lengi í líkamanum,“ segir hann. Svefnráð Jans ganga líka út á gott skipulag og að endurtaka sömu athafnirnar fyrir svefninn. Hann mælir með hóflegri líkam- legri áreynslu seinni part dags og að forðast áreiti. Einnig að nota rúmið og svefnherbergið bara fyrir svefn og kynlíf. „Ef maður getur ekki sofið á nóttunni á að fara fram og nota stól til að lesa í,“ ráðleggur hann. Á Heilsustofnuninni í Hvera- gerði þar sem Jan er yfirlæknir eru svefnvandamál greinilega meðhöndluð með ýmsum hætti áður en gripið er til svefnlyfja. „Við notum meðal annars nála- stungur og slökun. Lögum líka te úr garðabrúðu, humli og kamillu og svo reynist flóaða mjólkin vel,“ segir hann brosandi. Svefn, líðan og lífsgæði Viðamikil rannsókn á orsök- um einhverfu skilaði góðum árangri. Vísindamenn telja sig hafa fundið eina af orsökum einhverfu eftir eina viðamestu rannsókn sem hefur verið unnin á sjúkdómnum. Svo virðist sem tveir staðir í gena- uppbyggingu líkamans séu söku- dólgarnir. „Þessi uppgötvun er aðeins einn partur af stórri mynd,“ segir Ger- aldine Dawson frá Háskólanum í Washington. „Um leið og við berum kennsl á þessi gen getum við greint börn strax á unga aldri og gripið inn í fyrr, sem getur haft veruleg áhrif á lífsgæði barnanna.“ Greint er frá rannsókninni í nýjasta eintaki tímaritsins Nature Genetics. Fundu tvo sökudólga ÁLFTAMÝRI • MJÓDD HÆÐASMÁRA 4 opið 10–23 alla daga Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu breyt’eikkurru? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Ný útlit í viku hverri! Búðu til eigið útlit eða veldu tilbúið!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.