Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 32
Íslendingar verða sífellt
áhugasamari um eðalkaffi og
allt sem því fylgir.
Fyrir um það bil þremur árum
opnaði verslunin Te og kaffi eitt af
útibúum sínum í Smáralindinni.
Þar er að finna sitthvað sem kaffi-
og teunnendur kunna vel að meta,
meðal annars margs konar bolla,
kaffivélar, skeiðar, glös, mjólkur-
könnur og annað sem fylgir kaffi-
og tedrykkju, svo ekki sé minnst á
sjálft kaffið og teið.
Kaffiáhugi Íslendinga hefur
aukist svo um munar á undanförn-
um fimm til tíu árum og nú dugar
ekki bara að hella upp á í gömlum
sokk eins og tíðkaðist hér áður.
Margir hafa fjárfest í fínustu
kaffivélum sem mala beint ofan í
hvern bolla og kaffið sjálft má
ekki vera nein afgangsafurð.
Elísabet Th. Stefánsdóttir, versl-
unarstýra í Te og kaffi, hefur tekið
eftir þessum aukna áhuga landans
á kaffi og segir afgreiðslufólk
verða að vera vel upplýst til að
geta svarað fjölbreyttum spurn-
ingum kaffiáhugafólks. Hún segir
Íslendinga einnig hafa fengið auk-
inn áhuga á tedrykkju, enda sé
mörgum umhugað um heilsuna.
„Svart, hreint te, ýmis bragðbætt
te og margs konar græn te eru
alltaf að verða vinsælli en svo er
rauðrunnate líka mjög vinsælt,
enda fullt af járni og steinefnum.
Margir eru að reyna að hætta að
drekka kók og kaffi og vilja þá fá
eitthvað heilsusamlegra og betra í
staðinn,“ segir kaffi- og tesér-
fræðingurinn Elísabet að lokum.
Bara hálfan bolla takk
Skólavörðustíg 21
Sími 551 4050 • Reykjavík
FEBRÚARÚTSALA
Handklæði, dúkar, sængurfatnaður
og fleira • 30 - 50% afsláttur