Fréttablaðið - 22.02.2007, Side 34

Fréttablaðið - 22.02.2007, Side 34
Margt fallegt fæst til heimilisnota í versluninni Textíl á Lokastíg 28. Drottinn blessi heimilið á hlýlegri ábreiðu, diskaþurrkur og pottaleppar með uppskrift að íslenskri kjötsúpu og fleira þjóðlegt má finna í versluninni Textíl sem nú er nýflutt af Baróns- stígnum yfir á Lokastíg 28. Innanbúðar stendur Hrönn Vilhelmsdóttir textíllistamaður sem meðal annars er þekkt fyrir vöggusett sín, smekki og púða. Hún og maður hennar, Þórólfur Antonsson, hafa 16 síðustu árin tekið af og til myndir út um eldhúsgluggann sinn af bakhlið Hallgrímskirkju í hinum ýmsu litbrigðum, veðr- um og birtuskilyrðum. Nú hafa þau flutt sig um set og nýtt sjónarhorn blasir við sem er framhlið kirkjunnar. Hallgrímskirkja skreytir því margt í búðinni enda segir Hrönn kirkjuna sérstakt heill- atákn sem margir sækist eftir að eiga á mynd. Leifur heppni er líka nágranni þeirra hjóna og styttan af honum veitir innblástur í ýmis verk þeirra. Úrval minjagripa mun aukast verulega þegar líður nær vori að sögn Hrannar. „Við ætlum að vera með listmuni eftir fleiri lista- menn en okkur. Olíumálverk, textíl, grafík- listaverk og glermuni. Við erum bara rétt að byrja hér á Lokastígnum,“ segir hún. Þó að sólin sé nú sífellt lengur á lofti þykir flestum gott að kúra í sófanum eftir erfiðan vinnudag. Mörgum þykir fátt notalegra en að leggjast upp í sófa eftir að búið er að koma börnum í háttinn og ganga frá eftir kvöldmatinn. Til að gera stemninguna enn betri er undursamlegt að skella sér í náttbux- ur, kveikja á ilmkertum, setja góðan disk í spilarann eða taka góða bók í hönd og breiða svo yfir sig mjúkt og fallegt teppi til að kúra undir. Sumir vilja kannski heldur horfa á sjón- varpið, drekka te og skoða vefsíður eða spila við makann eða vini. Hvernig sem þú kýst að slaka á þá er víst að það tekst betur með tærnar undir mjúku teppi. Kúrt á kósíkvöldi Hallgrímskirkja er heillatákn Textíls Allt að 70% afsláttur Z-brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 108 Reykjavík S.525 8200 F U L L M Ó T A Ð U P E R S Ó N U L E I K A H E I M I L I S I N S H Ö N N U N - R Á Ð G J Ö F - Þ J Ó N U S T A Hafnarfjörður 2006 Síðumúla 35 108 Reykjavík Sími 517 0200 heild@heild.is www.heild.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.