Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 48
Nýsköpun og sprotafyr-irtæki eru grunnskil-
yrði í framþróun atvinnu-
lífsins. En því má ekki
gleyma að stöðug og virk
nýsköpun er forsenda
batnandi lífskjara og
gróandi þjóðlífs. Þannig
verða sprotafyrirtækin
grundvallarþáttur í allri samfé-
lagslegri stefnumótun.
Nýsköpun og sprotafyrirtæki
verða að styðjast við öflugan og
afkastamikinn fræðsluatvinnuveg
sem býður jöfnum höndum
fræðslu, rannsóknir, ráðgjöf og
vísindalegar afurðir. Fræðsluat-
vinnuvegurinn er undirstöðuat-
vinnuvegur allra annarra atvinnu-
vega á 21. öldinni og grundvöllur
undir samkeppnishæfu atvinnulífi
og gróskumiklu þjóðlífi og
menningarlífi sem býður komandi
kynslóðum lífvænlega kosti og
glæsileg lífstækifæri.
Þrátt fyrir veigamikinn
stuðning stjórnvalda við sprotafyr-
irtæki og nýsköpun atvinnulífsins
er ýmissa lagfæringa þörf – og er
það verkefni sem aldrei verður
lokið. Augljósasti vandinn sem við
er að fást um þessar mundir er að
ekki hefur náðst að ná endum
saman á milli opinberra fjárfram-
laga og aðkomu framtaksfjárfesta.
Þessi ósamfella í fjármögnun
nýsköpunar er í daglegu tali nefnd
nýsköpunargjáin – en það orð lýsir
vandanum allvel.
Þessi vandi kallar á aðgerðir
allra aðila, jafnt stjórnvalda sem
annarra. Úrlausn felst annars
vegar í auknum fjárframlögum til
þessa málaflokks, og hins vegar í
betri samræmingu til að tryggja
nauðsynlega samfellu.
Það þarf að efla Tækniþróunar-
sjóð áfram og einnig Nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins. Það þarf áfram
að þróa skattaumhverfi sprotafyr-
irtækja og nýsköpunar í því skyni
að tryggja sem best þroskunar- og
framþróunartækifæri þeirra.
Brátt verður þeim áfanga náð
að orkumannvirkin við Kára-
hnjúka fara að skila arði til
þjóðarbúsins, og í væntanlegri
skipan orkumála með
heildaráætlun um nýtingu
og vernd náttúruauðlind-
anna er ráð fyrir því gert
að gjald verði jafnan
tekið fyrir leyfi og
nýtingu. Með slíku
auðlindagjaldi skapast
tækifæri til að byggja
upp á einhverju tímabili
auðlindasjóð sem þjóðin
getur notað til sérstakra
þjóðþrifaverkefna.
Alaskabúar hafa þegar góða
reynslu á þessu sviði, en þeir
endurgreiða líka öllum almenn-
ingi úr slíkum auðlindasjóði þegar
arðstaða hans leyfir.
Mikilvægir áfangar hafa náðst
á síðustu árum. Auk stórfram-
kvæmdanna má nefna að fjár-
málakerfi og bankakerfi þjóðar-
innar hefur tekið stakkaskiptum
og útrás íslenskra fyrirtækja
hafin. Mikilvæg reynsla hefur á
sama tímabili skapast við störf
Vísinda- og tækniráðs og sjóðir á
vegum þess hafa verið efldir.
Á þessum sama tíma hefur
orðið hér sannkölluð háskólabylt-
ing í eflingu og vexti fræðslu og
rannsókna. Að mínu mati er nú
framundan að auka enn fjöl-
breytni háskólastigsins með
stofnun starfsmenntaháskóla. Þá
á ég við stofnun sem á Norður-
löndum kallast „yrkeshögskola“,
meðal enskumælandi þjóða
„technical college“ og Þjóðverjar
kalla „Berufsakademie“ og
„Fachhochschule“. Starfsmennta-
háskóli hefur miklum hlutverkum
að gegna við nýsköpun og
sprotastarfsemi.
Nú er einnig framundan að
taka sambærileg framfaraskref
varðandi umhverfi og möguleika
sprotafyrirtækja og annarrar
nýsköpunarstarfsemi í landinu.
Þetta er mjög mikilvægt mál sem
ekki þolir langa bið. Framtíðarsýn
um gróandi þjóðlíf byggist á
öflugri og viðvarandi nýsköpun
ásamt stöðugri mennta- og
vísindasókn í fylkingarbrjósti.
Þjóðarmetnaður Íslendinga
verður m.a. að birtast einmitt í
þessu.
Höfundur er formaður Framsókn-
arflokksins.
Mikilvægi sprota
og nýsköpunar
Illugi Gunnarsson skrifar grein í Frétta-blaðið sl. sunnudag. Greinin er skrifuð
útfrá þeirri sannfæringu hans að séreign á
auðlindum sé lausn allra vandamála og skili
þegar upp er staðið mestum arði til allra,
bæði útgerðarinnar í landinu og samfélags-
ins í heild. Rökstuðningur Illuga fyrir þess-
ari sannfæringu hans er fólginn í almenn-
um staðhæfingum um að menn eða fyrirtæki nýti
best viðkomandi auðlindir ef þeir hafi séreignarrétt
á þeim. Þegar þessi rök eru skoðuð þarf að hafa það
í huga að útgerðarmenn á Íslandi hafa með svoköll-
uðu frjálsu framsali veiðiréttar ígildi eignarhalds á
tiltekinni prósentu af viðkomandi fiskistofni. Fyrir-
komulagið felur það hins vegar í sér að hver fiski-
stofn sem heild er í sameign þeirra. Aflahlutdeildin
markar svo hve mikið hver þeirra fær að veiða úr
sameigninni. Útgerðarmenn eiga ekki skilgreindar
hjarðir á veiðislóðinni. Þess vegna keppa þeir sín á
milli um að ná verðmætustu fiskunum úr hjörðinni.
Þessi staðreynd gerir almennar fullyrðingar Illuga
og annarra skoðanabræðra hans um kosti séreignar
á veiðirétti marklausar. Þessi vandi, að útgerðar-
menn berjast hver sem betur getur um verðmæt-
ustu fiskana, er óhjákvæmilegur galli á aflamarks-
kerfinu og veldur brottkasti og vondri umgengni um
veiðislóðir. Við þessu er brugðist með gríðarlegu
eftirliti og hörðum viðurlögum stjórnvalda en því
miður er árangur þess eftirlits ekki góður. Ef rök Ill-
uga hefðu einhverja innistæðu væri enginn slíkur
vandi á ferðinni. En reynslan hefur afsannað
þau enda er ekki um eiginlega séreign að
ræða svo það var ekki við því að búast. Gallar
aflamarkskerfisins til fiskveiðistjórnunar
eru fólgnir í kerfinu sjálfu en hafa ekkert
með fyrirkomulag eignarhaldsins að gera.
Aflamarkskerfið stendur hvorki eða fellur
með séreign á veiðirétti. Því verður hins
vegar að stjórna af festu og byggja reglur
þar um á grunni bestu þekkingar með fullu
tilliti til þeirrar praktísku reynslu sem fæst
af einstökum stjórnunarþáttum. Það sama á
hér við, hvernig sem eignarhaldinu á veiðirétti er
háttað.
Þó að aflamarkskerfið hafi ýmsa galla og ekki
séu góð rök fyrir því að beita því við allar veiðar
telur Samfylkingin að ekki hafi komið fram betri
leið til að stjórna sókn í þá fiskistofna sem mest er
sótt í. Samfylkingin hefur þess vegna byggt tillögur
sínar á því að stuðst verði áfram við aflamarkskerf-
ið.
Markmið tillagnanna er að þjóðareign á auðlind-
um sjávar verði ótvíræð og meðferð aflaheimilda í
samræmi við meðferð annarra auðlinda í þjóðar-
eign.
Veiðiréttindi verði skýrt afmörkuð og tímabund-
in.
Útgerðarmönnum verði tryggt fullt jafnræði til
úthlutunar veiðiréttar.
Breytingarnar tryggi útgerðinni starfsgrundvöll
til framtíðar og þann frið sem forystumenn hennar
og þjóðin hafa kallað eftir.
Breytingin valdi sem minnstri röskun í greininni
og íþyngi útgerð í landinu ekki um of fjárhagslega.
Þessum markmiðum er öllum hægt að ná á grund-
velli aflamarkskerfisins og tryggja jafnframt sam-
eign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Til þess eru
fleiri en ein leið fær og Samfylkingin hefur lýst sig
reiðubúna til víðtæks samstarfs við útfærslu
þeirra.
Höfundur er alþingismaður.
Aflamarkskerfi og veiðiréttur
Hagstjórn og háir vextir
Hvers vegna eru vextir á Íslandi svo miklu hærri en í
þeim löndum sem við berum okkur
saman við? Ástæðurnar eru nokkr-
ar; gengisáhætta, fákeppni og
þensla í hagkerfinu.
Skoðum nánar þátt þenslunnar
og hagstjórnarinnar. Seðlabank-
inn hefur hækkað vexti sína 16 sinnum á tveimur
og hálfu ári í viðleitni sinni til að ná niður verð-
bólgu. Í upphafi hagsveiflunnar voru stýrivextir
5,3%, en eru nú 14,25%. Þeir hafa því tæplega þre-
faldast, án þess þó að verðbólgumarkmiðið hafi
náðst. Til samanburðar má geta þess að stýrivextir
evrópska Seðlabankans eru 3,5%.
Hlutverk hagstjórnarinnar er að bæta velferð
almennings og starfsskilyrði fyrirtækja með því að
tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hlutverk
ríkisvaldsins á þenslutímum er að skapa svigrúm í
hagkerfinu með því að beita almennu aðhaldi í rík-
isútgjöldunum, draga úr fjárfestingum og tryggja
með skynsamlegum ákvörðunum að tekjuhlið ríkis-
fjármálanna vinni með annarri hagstjórn. Seðla-
bankinn ákvarðar stýrivexti í ljósi verðbólguvænt-
inga og spennunnar í hagkerfinu.
Sérfræðingar Hagfræðistofnunar bentu á það í
ársskýrslu stofnunarinnar 2005 að stýrivextir gætu
verið lægri, ef ríkisútgjöld hefðu vaxið minna eða
tekjurnar meira. Því er ljóst að með auknu aðhaldi
í ríkisútgjöldum og skynsamlegri tímasetningu
skattalækkana væru stýrivextir hér lægri en þeir
eru nú og verðbólgan líklega minni.
En hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa ekki
beitt sér fyrir skynsamlegri hagstjórn? Skamm-
tímasjónarmið stjórnmálamanna hafa leitt til þess
að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki verið
samstiga í hagstjórninni. Ákvarðanir ríkisstjórnar-
innar um skattalækkanir, sem nema tugum millj-
arða króna á ári í toppi hagsveiflunnar, juku óstöð-
ugleika og ýttu undir verðbólgu. Það sama má segja
um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka láns-
hlutfall íbúðalána í miðri uppsveiflu. Vissulega var
um ánægjulegar breytingar að ræða, sem til lengri
tíma hafa jákvæð áhrif, en tímasetningin var
alröng.
Það voru líka gerð mistök í stjórn peningamála.
Ákvarðanir Seðlabankans í febrúar 2003 um að
lækka bindiskyldu og styrkja
gjaldeyrisforðann juku peninga-
magn í umferð. Sú aðgerð ýtti
undir útlánaþenslu og verðbólgu.
Miðað við þau mistök sem gerð
hafa verið í stjórn ríkisfjár-
málanna hefði bankinn þurft að
hækka vexti sína meira og hrað-
ar í byrjun hagsveiflunnar. Hefði
bankinn beitt sér meira þá, væru
vextirnir lægri í dag. Í raun hafa
stýrivaxtahækkanir Seðlabank-
ans elt verðbólguvæntingar en
ekki tekist að hemja þær.
Líka má velta því fyrir sér hvort stýrivaxtahækk-
anir Seðlabankans slái á þenslu í hagkerfinu eins
og þeim er ætlað að gera. Hækkun þeirra dregur úr
eftirspurn eftir lánsfé innanlands, eykur sparnað
og styrkir gengið til skamms tíma. Mótsögnin er að
sterkara gengi lækkar innflutningsverð og slær
þannig tímabundið á verðbólgu en eykur einka-
neyslu enn frekar. Þá stendur eftir að vaxtatæki
Seðlabankans styrktu krónuna langt umfram það
sem efnahagslegar forsendur gáfu tilefni til. Vaxta-
hækkanir Seðlabankans hafa ennfremur haft þau
áhrif, að hvatinn til að taka erlend lán hefur aukist
mikið. Niðurstaðan undanfarin ár hefur því orðið
mikil aukning í neyslu, sögulegur viðskiptahalli,
miklar gengissveiflur og verðbólga langt umfram
verðbólgumarkmið.
Minni fyrirtæki og heimilin líða sérstaklega
fyrir þessa háu vexti en stærri fyrirtæki og opin-
berir aðilar sækja sér lánsfé til útlanda. Sem dæmi
má nefna að fyrirtæki skulduðu um 115 milljarða í
yfirdráttarlán í desember og heimilin í landinu 67
milljarða. Yfirdráttarvextir af slíkum lánum á ári
eru um 40 milljarðar. Þá eru önnur lán ótalin. Því er
óhætt að segja að vaxtahækkanir Seðlabankans séu
„þensluskattur” sem lagður hefur verið á heimilin
og minni fyrirtæki.
Hár fjármagnskostnaður og miklar gengissveifl-
ur veikja atvinnulífið til langs tíma og skekkja sam-
keppnisstöðu fyrirtækja. Sterkt gengi styrkir inn-
flutning en veikir útflutning. Þetta er sérstaklega
bagalegt fyrir fyrirtæki í útflutnings- og sam-
keppnisgreinunum og einnig sprota- og hátækni-
fyrirtæki sem eru að byggja upp starfsemi sína.
Skammtímaáhrifin eru lægra innflutningsverðlag
en langtímaáhrifin eru þau að verðmæt störf flytj-
ast úr landi.
Hvaða lærdóm getum við dregið af hagstjórnar-
mistökum undanfarinna ára? Taka þarf hagstjórn-
ina miklu fastari tökum. Jafnvægi í efnahagsmál-
um er forsenda efnahagslegra framfara. Við
byggjum ekki upp sterkt atvinnulíf sem skilar þjóð-
inni góðum störfum, nema við hverfum frá þeirri
„rússíbanahagstjórn” sem við höfum búið við und-
anfarin ár. Að öðrum kosti festast skammtímasjón-
armið og efnahagslegur óstöðugleiki í sessi. Við
slíkar aðstæður verður erfitt að gera kjarasamn-
inga til lengri tíma.
Við byggjum ekki upp sterkt atvinnulíf sem
skilar þjóðinni góðum störfum, nema við
hverfum frá þeirri „rússíbanahagstjórn” sem
við höfum búið við undanfarin ár.
Markmið tillagnanna er að þjóðareign á
auðlindum sjávar verði ótvíræð og meðferð
aflaheimilda í samræmi við meðferð annarra
auðlinda í þjóðareign
Áforsíðu Fréttablaðsins miðvikudaginn 7. febrú-
ar var fjallað um sérstakt
ofbeldismál. Forsagan er sú
að tveir menn buðu þremur
stúlkum heim eftir að hafa
hitt þær á skemmtistað. Annar
mannanna og ein stúlknanna fóru að
láta vel hvort að öðru en kom þá í
ljós að stúlkan var í raun drengur.
Við þá uppgötvun trylltist maðurinn
og tók gestinn kverkataki. Gestin-
um tókst hins vegar að slá hann í
höfuðið og kalla á hjálp.
Í síðasta tölublaði Séð og heyrt er
sama máli slegið upp á forsíðu. Í
opnuviðtali eru síðan birtar myndir
af manninum með skurð á enninu og
sorgarsvip þar sem hann spilar sig
sem fórnarlamb þessa harmleiks.
Hann sýnir enga iðrun yfir að hafa
ráðist á aðra manneskju og reynt að
kyrkja hana og viðurkennir að hann
hefði líklega drepið hana ef hann
hefði ekki verið truflaður við verkn-
aðinn. Hann endar svo viðtalið með
því að spyrja: „Hvað hefðuð þið gert
í minni stöðu?“
Hið raunverulega fórnarlamb í
þessari sögu er auðvitað stúlkan,
eða drengurinn sem vill vera stúlka;
það er ekki refsivert að segja ekki
frá því að líffræðilegt kyn manns sé
annað en félagslegt. Hvernig sem
litið er á málið er það aftur á móti
glæpur að ráðast á aðra manneskju
með ofbeldi og maðurinn hefur í
raun játað á sig morðtilraun eða
stórfellda líkamsárás fyrir framan
alþjóð. Allir geta skilið að
honum bregði við að stúlkan
hafi í raun verið drengur en
það réttlætir ekki ofbeldi.
Það sem ég tel einnig
áhyggjuefni er sú yfirlýsing
mannsins að lögregluþjón-
arnir sem tóku af honum
skýrslu hafi sýnt mikinn
skilning á stöðu hans og ýtt
undir þá skoðun mannsins að það sé
skiljanlegt að hann hafi tryllst í
þessari stöðu. Lögreglan, sem full-
trúi hins opinbera, á að gæta hlut-
leysis og vil ég í raun ganga út frá
því að sú hafi verið raunin í þetta
sinn og skilningur mannsins hafi
einfaldlega verið rangur.
Umfjöllun um málið í Séð og
heyrt er einnig allt annað en eðlileg.
Þar er fjallað um ofbeldisglæp á
léttúðugan hátt og málið sett upp
eins og eðlilegt sé að berja frá sér í
aðstæðum sem þessum, jafnvel
drepa; „manndómur“ mannsins hafi
beðið hnekki og því sé eðlilegt að
hann beiti ofbeldi. Við eigum að
koma fram af virðingu við alla með-
limi samfélagsins, án tillits til kyns
og kynhneigðar eða annarra eigin-
leika. Ofbeldi gegn einum þjóðfé-
lagshóp á ekki að vera léttvægara
en gagnvart öðrum.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með framvindu málsins í dómskerf-
inu og vonast ég til að það hljóti
sömu meðferð og önnur sambærileg
ofbeldismál.
Höfundur er lögfræðingur og
vinnur að rannsókn á réttarstöðu
fólks með kynáttunarvanda hjá
Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Hver er fórnarlamb?