Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 2
Karl Ágúst, ert þú með bestu bumbuna í Spaugstofunni? Júlíus S. Ólafsson, for- stjóri Ríkiskaupa, segir stofnunina ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort kaup Neyðarlínunnar á tækja- búnaði vegna uppsetningar Tetra- kerfis um allt land ætti að fara í útboð. „Við komum ekki að þessu máli. Við gáfum ekki grænt ljós á ferilinn eins og hann fór fram. Ég er fyrst að heyra af þessu kæru- máli núna og hvernig gengið var frá þessum viðskiptum.“ Franska stórfyrirtækið EADS hefur kært Neyðarlínuna til kæru- nefndar útboðsmála fyrir að bjóða ekki út viðskipti vegna uppsetning- ar Tetra-kerfisins og tækjakaupa vegna þess. Neyðarlínan samdi við Motorola um kaupin. Stefnt er að því að taka kerfið í notkun 1. maí næstkomandi. Neyðarlínan vill ekki upplýsa um innihald samningsins en fram kemur í áliti frá lögfræðingum Neyðarlínunnar að eldri búnaður hafi verið látinn ganga upp í kaupin á nýjum búnaði. Það jafngilti um 200 milljóna króna lækkun á verði. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos lögmannsstofu, sem vinnur í málinu fyrir hönd Neyðarlínunnar, segir nákvæma skoðun Neyðarlín- unnar hafa leitt í ljós að rétt væri að semja við Motorola frekar en EADS. Bæði félögin skiluðu inn verðhugmyndum er Neyðarlínan hóf undirbúning tækjakaupa fyrir Tetra-kerfið. Mat Neyðarlínunnar var að óþarft væri að bjóða við- skiptin út þar sem um uppfærslu á tækjabúnaði væri að ræða. Ríkiskaup ekki með í ráðum Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS OPEL ASTRA 1.6 Nýskr. 02.05 - Beinskiptur - Ekinn 25 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.520 .000. - „Nú þegar hefur komið fram hugmynd um að fella út þjóðareignarhugtakið og láta þá eftir standa að náttúruauðlind- ir landsins eigi að nýta lands- mönnum til hag- sældar,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, þing- maður Sjálf- stæðisflokksins og einn nefnd- armanna í sér- stakri nefnd um stjórnarskrár- mál, á fundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. Nefndin er byrjuð að kalla til sín fulltrúa sem gera grein fyrir ýmsum atriðum frumvarpsins en meðal þeirra sem gera grein fyrir athugasemdum í dag eru fulltrúar Samtaka eigenda sjávarjarða. Þjóðareignar- hugtak hugsan- lega fellt út Tveir menn fórust er fiski- bátnum Björgu Hauks ÍS 127 hvolfdi í fyrrakvöld úti fyrir Stiga- hlíð í mynni Ísafjarðar. Mikil sorg er á Ísafirði vegna þessa sviplega slyss. Í gær voru þar víða fánar dregnir í hálfa stöng. Mennirnir sem fórust hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson. Eiríkur, sem var 47 ára, lætur eftir sig sambýliskonu, eina dóttur og fimm fóstursyni. Unnar var 33 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus. Áhöfnin á Björgu Hauks var á þriðjudag við línuveiðar á steinbít um tólf sjómílur norðvestur af Sauðanesi við Súgandafjörð. Björg Hauks er eini bátur Önguls hf. sem er í eigu Kristjáns Guðjóns- sonar og föður hans Guðjóns Arn- ars Kristjánssonar, alþingismanns og formanns Frjálslynda flokks- ins. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni, sem er útgerðarstjóri Önguls, tóku þeir Eiríkur og Unnar stefnuna til hafnar um klukkan sjö um kvöldið. Þá voru þeir einir eftir á miðunum. Kristján sagðist síðdegis í gær vilja bíða með að ræða við fjölmiðla um slysið sjálft þar til hann hefði lokið við að gefa skýrslu hjá lögreglu. Vonskuveður var á þessum slóð- um þetta kvöld. Klukkan 22.24 var Björg Hauks fallin út úr kerfi Til- kynningaskyldunnar. Ekki náðist samband við trilluna og var óskað eftir aðstoð nærstaddra báta. Áhöfn farþegabátsins Sædísar frá Bolungarvík fór til leitar og fann útblásinn en mannlausan björgunarbát Bjargar Hauks rétt fyrir miðnætti. Var þá kölluð út leitarþyrla. Um tuttugu mínútum síðar fannst trillan sjálf þar sem hún maraði í hálfu kafi úti fyrir Stigahlíð. Kom þá í ljós að björg- unarbáturinn hékk utan á honum. Lík skipverjanna fundust skömmu síðar í sjónum. Þeir voru ekki í flotgöllum. „Þetta svæði er mjög erfitt. Þarna eru slæmir straumar og í vondu veðri er þetta mikill pottur,“ segir Jón Ingólfsson, forstöðu- maður Rannsóknarnefndar sjó- slysa. Jón segir að eftir að báturinn hafði verið réttur við hafi komið í ljós að hann var lítið skemmdur. „Það hefur komið á hann brotsjór eða þung alda og hvolft honum. Þetta hefur allt gerst mjög hratt.“ Fórust er bát þeirra hvolfdi á leið í land Sjómennirnir Unnar Rafn Jóhannsson og Eiríkur Þórðarson fórust er trilla þeirra fylltist af sjó og hvolfdi á Ísafjarðardjúpi í fyrrakvöld. Þeir lögðu síðastir af stað til lands af steinbítsmiðum úti fyrir Súgandafirði. Fátækt á heimilum er talin vera áhættu- þáttur fyrir fjölmarga neikvæða þætti í hegðun unglinga, svo sem reiði, depurð og afbrot. Niður- stöður rannsóknar Jóns Gunnars Bernburgs, félags- fræðings og lektors við Háskóla Íslands, og sam- starfsmanna hans benda til þessa. Rannsóknin tók til nær allra grunnskólanemanda á landinu í 9. og 10. bekk árið 2006. „Við sjáum að fátækt er áhættuþáttur. Ástæðurn- ar fyrir sambandinu eru flóknar en tvær kenningar þykja líklegastar í þessu samhengi,“ segir Jón Gunnar. Fyrri kenninguna segir hann þá að fátækt sé líkleg til að valda álagi innan fjölskyldunnar og leiða til samskiptavanda og minni stuðnings fjöl- skyldumeðlima við hvern annan. Hin kenningin er sú að unglingar sem upplifi skort í samanburði við aðra, séu líklegri til að upplifa vanmáttarkennd, reiði og aðrar tilfinningar sem geta dregið úr trú þeirra á óskráðar reglur samfélagsins. Jón Gunnar segir að þó niðurstöðurnar bendi til sambands milli fátæktar og áhættuhegðunar sé ekki hægt að fullyrða um beint orsakasamband. „Það er þannig að félagsleg vandamál fylgjast að. Fólk sem á í vandræðum á einu sviði hefur tilhneig- ingu til að eiga í vandræðum á öðrum sviðum,“ segir Gunnar sem telur nauðsynlegt að kanna þessi mál betur hér á landi. Reiði og fátækt fylgjast að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir 24 ára ákvæðið í útlendingalögum enn í gildi. Ákvæðið segir að útlending- ur utan EES sem giftist Íslendingi geti aðeins fengið dvalarleyfi sé hann 24 ára eða eldri. Málum tveggja manna, Jórdana og Úkraínumanni, sem vísað hafði verið úr landi vegna regl- unnar, lauk þannig að dómsmála- ráðuneytið afturkallaði brottvís- unina, þrátt fyrir að þeir væru báðir undir 24 ára aldri. „Reglan er í gildi og hefur reynst vel,“ segir Björn aðspurð- ur hvort til standi að breyta regl- unni eða fella hana úr gildi. 24 ára ákvæðið ekki fellt úr gildi Fjölmargir þing- menn breska Verkamannaflokks- ins gerðu uppreisn gegn for- manni sínum, Tony Blair forsæt- isráðherra, vegna áforma hans um nýjar kjarnorkuflaugavarnir. Gagnrýnendur segja áformin grafa undan kröfum um að Íran- ar og fleiri þjóðir komi sér upp nýjum vopnum. Blair lagði til að Bretar endur- nýjuðu fjóra kafbáta sem búnir eru kjarnorkuvopnum en komn- ir eru til ára sinna. Blair telur nauðsynlegt að endurnýja kjarn- orkuflotann til að verjast ógn frá hryðjuverkamönnum og ríkjum sem hlíta ekki alþjóðasamþykkt- um. Þingflokkurinn andmælir Blair Þrír nítján ára menn voru fundnir sekir í Héraðsdómi Norðurlands vestra í gær um að hafa brotist inn í iðnaðarhúsnæði á Blönduósi síðastliðið sumar. Þaðan stálu þeir meðal annars rafstuðstæki, íslenskum fána, skrúfvél, rafhlöðum, fjórum kaffi- pokum, hitablásara og slípirokk. Mennirnir, sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, játuðu brot sitt fyrir dómnum. Þeir hafa allir hlotið dóma áður vegna ýmissa brota. Tveimur þeirra var þó ekki gerð refsing í þetta skipti en sá þriðji hlaut fjögurra mánaða skil- orðsbundinn dóm þar sem hann rauf skilorð með atferlinu. Stálu fána og rafstuðstæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.