Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 82
Fjórir áhorfendur fá
að reyna við borgarskotið í hverj-
um leik í úrslitakeppni Iceland
Express-deildar karla sem hefst
í kvöld. Sá sem hittir úr skotinu
sínu vinnur sér inn ferð með Ice-
land Express til einhverrar af
þeim borgum sem félagið flýgur
til.
Fjórir reyna við
borgarskotið
Fjórir af þjálfurum
liðanna í átta liða úrslitum Ice-
land Express-deildar karla hafa
gert lið að Íslandsmeisturum.
Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Keflavíkur, hefur gert
Keflavík fjórum sinnum að meist-
urum og Njarðvík vann titil-
inn þrisvar sinnum undir stjórn
bróður hans Vals, sem nú þjálfar
Skallagrím. Friðrik Ragnarsson,
þjálfari Grindavíkur, hefur tvisv-
ar gert Njarðvík að Íslandsmeist-
urum og þá vann Einar Árni Jó-
hannsson titilinn með Njarðvík í
fyrra.
Geof Kotila er á sínu fyrsta ári
með Snæfell en hann hefur gert
lið þrisvar sinnum að Danmerk-
urmeisturum.
Fimm hafa
unnið titilinn
Suðurnesjarisarnir
Njarðvík og Keflavík hafa unnið
16 af síðustu 16 Íslandsmeistara-
titlum í körfuboltanum og alla titl-
ana síðan árið 2000. Bæði lið hafa
unnið 43 fleiri leiki í úrslitakeppni
en önnur lið og geta unnið titilinn
í tímamótasigurleik gangi allt upp
í úrslitakeppni Iceland Express-
deild karla sem hefst í kvöld.
Mikil spenna er fyrir úrslita-
keppnina enda hefur deildin verið
jöfn og skemmtileg í vetur.
Njarðvík og Keflavík eru átta
sigrum frá því að vinna 100 leiki í
úrslitakeppni og það eru einmitt
átta sigurleikir sem standa á milli
þeirra og Íslandsmeistaratitilsins
2007. Það verður þó að segjast að
á meðan allt gengur upp hjá
Njarðvíkingum þá fellur fátt fyrir
erkifjendur þeirra úr Keflavík.
Njarðvíkingar eru sigurstrang-
legasta liðið í úrslitakeppni karla í
ár. Liðið var aðeins annað liðið í
sögunni sem vinnur 20 af 22 leikj-
um undir núverandi fyrirkomu-
lagi og varð fyrsta liðið til að
vinna 15 síðustu leiki sína fyrir
úrslitakeppni frá því að deildin
tók á sig þessa mynd árið 1996.
Njarðvík þarf að vinna alla
heimaleiki sína til þess að verja
titilinn og það ætti að hrella and-
stæðingana að liðið hefur unnið
síðustu 24 leiki sína í Ljónagryfj-
unni. Hamar/Selfoss ætti ekki að
verða mikil fyrirstaða fyrir Njarð-
víkinga í 8 liða úrslitunum enda
Njarðvíkingar ekki búnir að
gleyma þegar þeir töpuðu 0-2
fyrir ÍR í 8 liða úrslitunum fyrir
tveimur árum, slys sem þeir láta
ekki endurtaka sig.
KR-ingar urðu í 2. sæti í deild-
inni en duttu samt ekkert í lukku-
pottinn með mótherja í fyrstu um-
ferð því bikarmeistarar ÍR-inga
eru á mikill siglingu. ÍR-ingar
þurfa hins vegar að brjótast í
gegnum tvo sögulega múra ætli
þeir sér í undanúrslitin, þeir þurfa
að vinna sinn fyrsta sigur í DHL-
höllinni og þá hefur liðið í 7. sæti
aldrei slegið út liðið í 2. sæti. Þetta
er einvígi sem ætti að fara í odda-
leik.
Keflvíkingar eru í fyrsta sinn í
mörg ár ekki meðal þeirra liða
sem menn spá Íslandsmeistara-
titlinum. Keflavíkurliðið hefur
ekki verið neðar í deildinni í sjö ár
og er í fyrsta sinn frá árinu 2000
ekki með heimavallarrétt í fyrstu
umferð.
Það eru slæmar fréttir fyrir
Keflvíkinga því það er einkum á
útivelli sem vandamál liðsins hafa
kristallast í vetur. Snæfell leitar
enn eftir hefndum fyrir tvö töp
fyrir Keflavík í lokaúrslitum
(2004 og 2005) og tækifærið til
þess hefur aldrei verið eins gott
og nú. Keflavík hefur ekki unnið á
Vesturlandi síðustu tvö tímabil og
þeir þurfa sigur í Hólminum til að
komast áfram.
Einvígi Skallagríms og Grinda-
víkur er eitt það mest spennandi,
Grindavík er á mikilli uppleið og
Borgnesingar hafa eitthvað verið
að gefa eftir í síðustu leikjum. Fé-
lögin mætast nú í fjórða sinn en
einvígi þeirra hafa aldrei farið í
oddaleik. Það er líklegt að það
breytist nú.
Keflavík og Njarðvík hafa bæði unnið 92 leiki í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta. Það þarf að vinna
átta leiki til þess að vinna titilinn og bæði lið geta því orðið meistarar í ár í sínum hundraðasta sigurleik.