Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 25
Icelandair stefnir á fjölgun ferða
til og frá landinu í vor. Bæta á við
ferðum til Bandaríkjanna klukkan
10 að morgni og ferðum til Íslands
frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi
og Ósló klukkan átta á morgnana.
Finnur Ingólfsson, stjórnarfor-
maður Icelandair Group, upplýsti
um fyrirætlanir félagsins á aðal-
fundi þess á þriðjudag. Leiðarkerfi
flugfélagsins hefur byggst á ferð-
um til Evrópu að morgni og síðdeg-
is til Bandaríkjanna. Því er hér um
speglun á hluta leiðarkerfisins að
ræða. Finnur segir að með þessu sé
lagður enn frekari grunnur að
fjölgun ferðamanna hingað til
lands. Eftir breytinguna verða
vikulega 160 ferðir til og frá Íslandi
á vegum félagsins.
Finnur segir ekki standa til að
breyta Icelandair Group í alhliða
fjárfestingafélag til að nýta lausa-
fjárstreymi þess. „Við sem komum
upphaflega að félaginu teljum það
einmitt styrk að vera fjárfestar í
margþættu framleiðslu- og þjón-
ustufyrirtæki á afmörkuðu sviði
eins og Icelandair Group er. Það
muni strax og í framtíðinni skila
eigendunum góðum arði af fjár-
festingunni.“
Finnur segir hér allar aðstæður
til áframhaldandi vaxtar og hag-
sældar næstu ár sem tryggja megi
með stuðningi við útrásarfyrirtæk-
in „en ekki leggja stein í götu
þeirra eða óska þeim úr landi“.
Samhliða segir Finnur að ýta eigi
undir erlenda fjárfestingu hér.
Vikulega verða 160 ferðir til og frá landinu
„Lítill áhugi er eðlilega á að fjár-
festa í grein sem fær ekki að dafna
vegna þess að vöxtur hennar verður
skattlagður af ríkinu sérstaklega.
Með öðrum orðum, fjármagnið flýr
greinina,“ skrifar Sigurgeir Brynj-
ar Kristgeirsson, framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum, í kafla sem birtist í
ritinu Þjóðareign sem Rannsóknar-
miðstöðvar um samfélags- og efna-
hagsmál gaf út í gær.
Sigurgeir kemst að þeirri niður-
stöðu um auðlindagjald og áhrif þess
á virði hlutafjár að með því að leggja
5,6 krónur á hvert þorskígildi hefði
heildarmarkaðsvirði eigin fjár sjáv-
arútvegsfélaga verið komið nánast
niður í ekki neitt í árslok 2005.
Borin er saman þróun eigin fjár
sjávarútvegsins við viðskiptabank-
ana og Bakkavör árin 2001 til 2005.
Sigurgeir bendir á að árið 2001 hafi
eigið fé sjávarútvegsins verið
margfalt meira en eigið fé hvers
banka, en í árslok 2005 hafi eigið fé
Bakkavarar verið orðið meira en
eigið fé útvegsins.
Fjármagn flýr
sjávarútveginn
Bandarísku fjárfestingasjóðirnir
Texas Pacific Group og Cerberus
eru sagðir hafa lagt fram tilboð í
meirihluta hlutafjár í japanska
fyrirtækið JVC, sem þekkt er
fyrir samnefnd hljómtæki og
aðrar tæknivörur.
Fyrirtækið hefur átt við rekstrar-
vanda að stríða um nokkurt skeið
og greindi frá því fyrir skömmu
að áætlaður taprekstur á fyrsta
ársfjórðungi muni nema um sjö
milljörðum jena, rétt rúmlega
fjórum milljörðum króna. Þetta er
rúmlega tvöfalt meira en upphaf-
legar áætlanir gerðu ráð fyrir,
Kaupverð er talið nema um 81
milljarði jena, rúmum 43 milljörð-
um íslenskra króna.
JVC er til sölu
Gengi hlutabréfa í bresku dagvöru-
verslanakeðjunni Sainsbury, þriðju
stærstu verslanakeðju Bretlands,
hækkaði í Bretlandi í gær eftir að
breska dagblaðið Times greindi frá
því að þrír fjárfestahópar undir for-
ystu fjárfestingasjóðsins CVC hafi
hug á að gera yfirtökutilboð.
Samkvæmt fréttum Times eru
líkur á að tilboð fjárfestahópsins
hljóði upp á rúm 550 pens á hlut
sem metur keðjuna á 9,5 milljarða
punda, jafnvirði rúmra 1.240 millj-
arða íslenskra króna. Til saman-
burðar stendur gengið nálægt 527
pensum á hlut í dag.
Times segir viðræður þó á byrj-
unarstigi og því geti allt eins farið
svo að verðmiðinn fyrir keðjuna
breytist eftir því sem viðræðurnar
þróist.
Skýrist yfirtak-
an á Sainsbury
vaxtaauki!
10%
Skráðu þig í Fótboltaklúbb MasterCard og notaðu MasterCard kortið þitt frá
15. mars - 30. apríl og þú gætir unnið það sem alla fótboltaáhugamenn dreymir um:
Ferð fyrir tvo á úrslitaleik UEFA Champions League í Aþenu 23. maí 2007.
Í hvert skipti sem félagi í Fótboltaklúbbi MasterCard notar MasterCard kortið sitt á
tímabilinu fer nafn hans í pottinn sem vinningarnir verða dregnir út. Því oftar sem þú
notar MasterCard kortið þitt, því meiri líkur á að þú farir á úrslitaleikinn!
Meira á www.kreditkort.is.
FÓTBOLTAFÁR
taktu þátt í því !
Notaðu MasterCard® kortið þitt og þú gætir verið á leið á
úrslitaleik UEFA Champions League í Aþenu 23. maí!
Ferð, gisting og miðar í boði MasterCard.