Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 72
Klökknaði yfir My Girl forðum daga Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Gildir ekki í lúxus VIP og ekki á önnur tilboð Gildir til og með 16. mars sem fær þig til að grenja úr hlátri. Rómantísk gamanmynd Fjalakötturinn heldur áfram veg- legri dagskrá sinni í Tjarnarbíói. Kvikmyndaklúbburinn hyggst sýna allar þrjár myndir banda- ríska eðaltöffarans James Dean en þetta eru Austur við Eden, Syndir feðranna og Risinn. Sýn- ingarnar í Tjarnarbíói verða 17., 18. og 19. mars en áhorfendum gefst einnig kostur á að sjá heim- ildarmyndina Forever Young sem gerð var fyrir tveimur árum. Dean lést í hörmulegu bílslysi 30. sept- ember árið 1955 en enn þann dag í dag er ímynd leikarans stór hluti af bandarískri dægurmenningu Einnig verður rússneska meist- arastykkið Trönurnar fljúga sýnd á sunnudag, eftir Mikhail Kalatoz- ov frá árinu 1957. Kvikmyndasér- fræðingar telja þetta vera eitt fyrsta meistarastykkið sem kom frá gömlu Sovétríkjunum eftir að Stalín féll. Hún er ekki síst fræg fyrir stórkostlega myndatöku og einstaka persónusköpun en Trön- urnar fljúga segir ástarsögu Boris og Veróniku þegar Þjóðverjar ráð- ast inn í Rússland 1941. Mynd Kalatozovs fékk Gullpálmann á Cannes árið 1958 og ruddi braut- ina fyrir nýtt tímabil í rússneskri menningu eftir að persónudýrkun á Stalín fór að leggjast af. Dean og Rússarnir Kvikmyndin 300 sló í gegn um síðustu helgi í Banda- ríkjunum og er þegar farið að tala um metaðsókn. Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina en bardaginn við Laugarskörð hefur sjaldan eða aldrei birst jafn ljóslifandi á hvíta tjaldinu og nú. „Þessi bardagi milli Spartverja og Persa hefur fylgt mér síðan ég var strákur,“ segir sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur sem gaf út bókina Ragnarök fyrir tveimur árum en þar er fjallað um marg- ar af blóðugustu og mikilvægustu orrustum sögunnar. „Þarna koma fyrir sterkar persónur á borð við Leónídus Spartverjakonung og Xerxes I sem fór fyrir Persum,“ útskýrir Þórhallur og viðurkenn- ir að orrustan sé í miklu uppáhaldi hjá sér. Orrustan við Laugarskörð 480 fyrir Krist hafði mikil áhrif á þróun lýðræðis og sögu Evrópu allra. Ef Persar hefðu haft sigur og Spartverjum mistekist að tefja för heimsveldisins væri saga Evr- ópu allt önnur. Á þessum tíma voru Grikkir sund- urleit þjóð. borgríkin áttu í sífelld- um smáerjum sín á milli og það ríkti hálf- gerð upp- lausn á Pelóps- skag- anum. „Aþenu- búar voru hugsuðir og lýðræðissinnar á meðan Spartverjar voru til dæmis annálaðir fasistar,“ útskýrir Þór- hallur. Persneska heimsveldið leyfði hins vegar hverjum og einum að ástunda sín trúarbrögð og við fyrstu sýn virtust Persar predika frjálsyndi. Persneska heimsveldinu var skipt upp eftir því hvaða guð eða guði þegnarnir aðhylltust og menn borguðu skatta eftir því. „En að þar hafi ríkt frelsi er kannski fullmikil einföldun því menn voru þvingaðir í herinn og því kannski ekki mikil hollusta við málstað herranna innan herbúða Persa. Þrælar þeirra voru barð- ir áfram af mikilli hörku í hvers kyns stríðsrekstur,“ segir Þórhall- ur. Persneska heimsveldið var sterkt á landi jafnt sem legi. Her þeirra var talinn nema hundruð- um þúsunda en mitt á milli voru oft eiginkonur hermanna, þrælar og börn. Aþenubúar voru hins vegar mikil siglingaþjóð á meðan Spartverjar töldust manna bestir á landi. Þegar fréttist af sigrum Persa og för þeirra yfir Bosporus- sund sem liggur milli Evrópu og Asíu greip um sig mikil skelfing hjá Grikkjum. Þjóðin neyddist til að sameinast ef hrinda átti þessari árás en tíminn til þess var knapp- ur. „Því var ákveðið að verja þetta skarð þannig að þjóðinni gæfist tími til að safna liði,“ segir Þór- hallur. „Og hverjir voru betri til þess en einmitt Spartverjar?“ Kaldhæðni örlaganna hagaði því þá þannig til að ein mesta fasista- þjóð fyrr og síðar lenti í því að verja fyrstu anga lýðræðis. Hertækni Spartverja og Persa var mjög ólík. Persar töldu fjöldann skipta öllu máli og þegar þeir stóðu fyrir framan Laugarskarð var sagt að fjöldi örva þeirra myndi skyggja á sólina. Til marks um sjálfstraust og hollustu Spart- verja svaraði Leónídus að bragði: „Gott, þá getum við varist í myrkri.“ Spartverjar höfðu náð fullkomnu valdi á tækni sem öllu jafnan kallast falange eða skjald- borg en þessu herbragði var síðast beitt árið 732 þegar Frankar reyndu að verjast innrás Mára. „Hermennirnir standa skjöld við skjöld og gæta mannanna til hvorrar hliðar. Þegar einn fellur er hann dreginn aftur fyrir og annar kemur strax í staðinn. Þessi tækni krefst mikillar þjálfunar og járnaga,“ útskýrir Þórhallur. „Og Spartverjar bjuggu yfir báðum þessum eiginleikum því menn voru jú settir í herinn strax við sjö ára aldur,“ segir Þórhallur. „Ein- kunnarorð hersins voru að annað- hvort kemur Sparverji heim í skildinum eða á skildinum,“ bætir Þórhallur við. Spartversku her- mennirnir voru svo sannfærðir um að þetta væri þeirra síðasta að kvöldið áður en orrustan hófst framkvæmdu þeir sína eigin útför. Orrustan við Laugarskörð stóð yfir í þrjár nætur og vörðust Spartverjar árásum Persa af mik- illi hörku. „Þegar yfir lauk höfðu þessir þrjú hundruð hermenn frá Spörtu tekið með sér tíu þúsund Persa yfir móðuna miklu,“ segir Þórhallur,“ Og orrustan gaf Grikkjum nægjanlegan tíma og kjark til fylkja liði. Innrás Persa í Evrópu var í kjölfarið hrundið við Salamis og Platea og þetta varð til þess að sú lýðræðishugsun sem kviknað hafði á þessum slóðum fékk að þróast auk þess sem Persar hættu að reyna að ráðast inn í Evrópu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.