Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 1
Guðrún Gunnarsdóttir dvaldist í París í fjögur ár og
sneri til baka, reynslunni ríkari.
„Ég held að amma mín hafi upphaflega vakið áhuga minn á
tískunni, en hún var mikið fyrir það að klæðast fallegum flík-
um. Ég fékk stundum að fara í fataskápana hennar til að prófa,
máta og skoða,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, viðskiptafræð-
ingur og starfsmaður í Sævari Karli.
„Amma og afi voru lengi með undirfataverslunina Ólympíu.
Hún seldi lífstykki, magabelti, slankbelti og allt hvað eina og
nú stend ég í Sævari Karli og er orðin spesíalisti í að láta konur
vita hvernig slankbelti þær þurfa með kjólunum,“ segir Guð-
rún og hlær. „Ég lærði líka í París að það er nauðsynlegt að
vera fín í gegn. Ef maður er að klæða sig upp á annað borð, þá
er jafn mikilvægt að vera í fallegum undirfötum og fallegum
kjól. Jafnvel korsiletti og sokkaböndum ef því er að skipta,“
segir hún, en Parísardömur eru jú þekktar fyrir þetta. Þar eru
einnig sérstakar verslanir þar sem konur selja gjafir frá fyrr-
verandi ástmönnum sínum. „Eins og flestir vita eru Frakkar fremur frjálslegir í þessum
efnum og konur eiga jafnvel tvo ástmenn fyrir utan eigin-
manninn. Gjafirnar frá ástmönnunum segja náttúrlega til um
hversu mikið þeir elska þær, en þegar sambandið slitnar þá er
hefð fyrir því að gjafirnar séu allar seldar og þá fara þær í
svokallaðar dépôt-vente búðir. Í slíkum verslunum er oft hægt
að gera mjög góð kaup á vönduðum fatnaði og vörum, en ég
veit sjálf fátt skemmtilegra en að finna fína hluti eftir óhefð-
bundnum leiðum. Þannig er hægt að vera fín og hafa klassa,
án þess að fara á kúpuna um leið.“ segir þessi skemmtilega
kona að lokum.
Teygjubelti
kr. 1.990,-
Skart
Hárskraut
FermingarhárskrautNý sending f
Í flíkum frá ástmönn-
um franskra kvenna
heilsa og lífsstíll
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007
-gerir bragðið betra!
Einungis helmingur hitaeininga
en sama ljúffenga bragðið.
PARKI.IS / DALVEGl 10 - 14 / SÍMI 564 3500
FRÁBÆR
OPNUNARTILBOÐ
20-50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
Fimmtudag til sunnudags
Opið til 21 í kvöld
„Ég held að ég geti verið
stoltur yfir að ná inn á þenn-
an lista,“ segir Einar Örn Bene-
diktsson, fyrrum söngvari Sykur-
molanna, sem valinn var fimmti
versti söngvari sögunnar í breska
blaðinu Q. Einar kom á hæla
Mariuh Carey, Céline Dion, Freds
Durst og Ozzys Osbourne, sem
þótti versti söngvarinn.
Við sama tækifæri voru vald-
ir 100 bestu söngvarar allra tíma.
Jón Þór Birgisson úr Sigur Rós
hafnaði í hundraðasta sæti. Björk
Guðmundsdóttir hafnaði í 35.
sæti. Elvis Presley var valinn
besti söngvari sögunnar.
Valinn fimmti
versti söngvari
allra tíma
Ekkert líf án
gönguskíða
Hraðamælingar þar
sem lögreglubíll í vegkanti mælir
hraða bíls, eltir hann með blikk-
ljós og ræðir við ökumanninn
heyra brátt sögunni til. Ný tækni í
hraðamælingum gerir lögreglunni
kleift að setja upp sérstaka mynda-
vélabíla sem mynda alla bíla sem
aka fram hjá yfir hámarkshraða.
Þegar myndirnar hafa verið
unnar fá ökumenn sekt í pósti.
Svipuð tækni er notuð í myndavél-
um sem settar hafa verið upp við
gatnamót, en þær mæla hraða auk
þess að fylgjast með þeim sem aka
yfir á rauðu ljósi.
Sem dæmi um afköst mynda-
vélabíls voru yfir hundrað öku-
menn myndaðir við of hraðan
akstur á einum klukkutíma á Dal-
vegi í gær. Það er um fjórðungur
þeirra 386 bíla sem voru vaktaðir.
Meðalhraði þeirra sem óku of
hratt var 64 kílómetrar á klukku-
stund, en hámarkshraði á Dalvegi
er 50.
„Þetta kemur ekki í stað sýni-
legrar löggæslu, en þetta er klár-
lega framtíðin,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá
umferðardeild lögreglunnar. „Með
þessu móti þurfa lögregluþjónar
ekki að hafa bein afskipti af öku-
mönnunum og geta notað tímann
betur.“
Lögreglan hefur tvo myndavéla-
bíla til umráða, einn í Reykjavík
og einn á Akureyri.
Framtíðin í hraðamælingum
Samkeppniseftirlitið
gerði húsleit hjá Fjölgreiðslumiðl-
un hf. í gær. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins telur að leitin sé
framhald á rannsókn Samkeppnis-
eftirlitsins á kortafélögunum VISA
og Kreditkortum.
Fjölgreiðslumiðlun sér meðal
annars um rekstur greiðslurásar
fyrir greiðslukortaviðskipti, hið
svokallaða Posa-kerfi. Hluthafar
þess eru Greiðslumiðlun, Lands-
banki Íslands, Glitnir, Samband
íslenskra sparisjóða, Kaupþing
banki, Kreditkort og Seðlabanki
Íslands.
Hinn 13. júní í fyrra gerði Sam-
keppniseftirlitið húsleit í höfuð-
stöðvum VISA og Kreditkortum
hf., umboðsaðila Mastercard á
Íslandi. Tilefnið var rökstuddur
grunur um brot á ákvæðum sam-
keppnislaga, einkum misnotkun á
markaðsráðandi stöðu á markaði
fyrir færsluhirðingu, sem er inn-
lausn færsluávísana til kaup-
manna.
„Eins og ég les úr þessum
úrskurði þá er ekki verið að skoða
okkar félag sérstaklega, heldur er
þetta einhvers konar framhald af
rannsókninni á kortafyrirtækjun-
um. Menn vilji gera betur og skoða
meira en var gert þá,“ segir Logi
Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Fjölgreiðslumiðlunar. „Þeir komu
með húsleitarheimild, yfirfóru
gögn og tóku með sér afrit af tölvu-
gögnum.“
Logi segist ekki ósáttur þó
„vissulega sé alltaf sérstakt að fá
menn í heimsókn sem eru með
heimild til að fara í gegnum gögn-
in þín“. „Þetta er bara partur af
þeirra hlutverki í okkar samfélagi,
og eitthvað sem fyrirtæki á sam-
keppnismarkaði geta átt von á.“
Ekki náðist í Pál Gunnar Páls-
son, forstjóra Samkeppniseftirlits-
ins, við vinnslu fréttarinnar þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Húsleit hjá fyrirtæki í
eigu allra bankanna
Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Fjölgreiðslumiðlun hf. í gær. Fyrirtækið sér
um Posa-kerfið og er í eigu bankanna, Seðlabankans og fleiri. Framkvæmdastjóri
telur leitina vera framhald á rannsókn eftirlitsins á VISA og Kreditkortum hf.
Íslenska kvenna-
landsliðið í knattspyrnu tryggði
sér níunda sætið á Algarve-Cup
í Portúgal með glæsilegum 4-1
sigri á Kínverjum í gær. „Þetta
var að mínu mati ein bestu úrslit
kvennalandsliðsins frá upphafi,“
sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari eftir leikinn.
Eftir markalausan fyrri hálf-
leik skoraði íslenska liðið fjögur
mörk áður en það kínverska náði
að klóra í bakkann með marki
á lokamínútu leiksins. Marka-
drottningin Margrét Lára Viðars-
dóttir skoraði tvö marka íslenska
liðsins í gær.
Ein bestu úrslit
frá upphafi