Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 35
Öllum pottaplöntuvinum er annt um að þekkja nöfnin á plöntunum sínum. Um það má segja, svona yfirfært úr ljóði Tómasar Guðmunds- sonar, „að plöntur væru lítils virði ef þær hétu ekki neitt“. En fyrir svo sem ári fékk ég lítinn græðling af plöntu hjá henni Ingibjörgu í Hveragerði. Sjálf hafði hún fengið plöntuna hjá Braga í Eden. Þetta er ansi státin planta með holdmiklum, grænglansandi, ögn hærð- um blöðum sem eru purpurarauð á neðra borði. Blöðin eru gagnstæð og í löguninni minna þau nokkuð á birkilauf. Blómin koma mörg saman ljósfjólublá og mjópípulaga á löngum blómspírum. Það leyndi sér ekki að þarna var á ferðinni einn fulltrúi Varablóma- ættarinnar. En sá böggull fylgdi skammrifi að enginn vissi önnur deili á þessum jarðar- gróða en þau, að Bragi heitinn hafði klipið sér græðling af plöntunni þar sem hann rakst á hana í plöntukeri suður í Kaíró og haft með sér heim sem minjagrip og kallaði hana svo bara „Kleópötru“ þegar græðlingurinn fór að vaxa í gróðurhúsinu hans. Þegar ég fór að grúska í því hvaða plöntuætt- kvísl þessi gersemi gæti nú tilheyrt, festist ég fljótlega við ættkvíslina Plectranthus, sem er afar tegundarík og fjölbreytt og á marga fulltrúa í heimi skrautjurtanna. En ég fann hvergi neitt sem gat bent á ákveðna tegund. Svo var það fyrir nokkrum dögum að ég rakst á suður-afríska garðyrkjuvefsíðu. Og viti menn, þar var þessi vinkona okkar kynnt í máli og myndum svo að af tók allan vafa. Upplýsingarnar voru þær, að þetta væri blendingstegund, fengin fram með margvíxl- uðum samfrjóvgunum milli nokkurra teg- unda ættkvíslarinnar í grasagarðinum í Kirst- enbosch fyrir svo sem tíu til tólf árum. Þaðan hefur henni svo verið dreift um heiminn sem afar duglegri og blómsælli skrautjurt og hún seld með einkaleyfi grasagarðsins undir heit- inu „Plectranthus ‚Mona Lavender‘®“ og hefur hvarvetna slegið í gegn og orðið eins- konar tískujurt síðustu ára og mikið notuð í skrautplantanir utanhúss hvar sem milt veð- urfar leyfir. Grasagarðurinn suður-afríski nýtur góðs af, því nokkrir aurar renna til hans af andvirði hverrar plöntu sem seld er. En Móna Lavender er fyrir okkur hér á norð- urslóðum afar snotur, frísk og kröftug potta- planta sem þrífst bæði í sól sem hálfskugga og blómgast lofnarblómsbláum blómspírum lungann úr sumrinu. Ræktunin er afar auð- veld. Það eina sem þarf að gæta að er aðhalds- semi í áburðargjöf og hófleg vökvun. Frá fornu fari hafa margar tegundir af þess- ari sömu ættkvísl verið vinsælar pottaplönt- ur á íslenskum heimilum. Til að nefna tvær þær algengustu má minnast á hengimölurtina (Plectranthus verticillatus) með fagurgræn og hárlaus, ávöl blöð og flatþybbið vaxtarlag. Hún er eiginlega frægust fyrir það að hafa prýtt arinhillu „sporöskjustofunnar“ – The Oval Office, hina opinberu skrifstofu banda- ríkjaforsetanna í Hvítahúsinu í Washington DC alla daga frá forsetatíð Johns F. Kennedy. Og er þar undir málverki af sjálfum George Washington. Þeirri hefð verður ekki breytt, að sögn, og fyrir vikið mun hengimölurtin, sem á ensku heitir „Swedish ivy“, vera sú pottaplanta sem flestar blaðaljósmyndir hafa verið teknar af síðustu áratugina. Hin teg- undin er svo Plectranthus oertendahlii sem hefur verið nefnd nóvemberljós hér á Norð- urlöndum vegna þess hve blómgunartíminn er seint á haustin. Nóvemberljósið hefur breiðtungulaga, silkihærð blöð með skraut- legu æðamynstri. Af því eru til nokkrar gerð- ir með mismunandi blaðmynstrum og blaðlit. Vaxtarlagið er flatt og breitt. En blómgunin á haustin er glæsileg þegar stórar, hvítar blómspírur standa eins og flugeldasýning upp af plöntunum. Þessar tegundir fást af og til í blómabúðunum og eru reyndar báðar afar viljugar að koma til af græðlingum frá nágrönnum og vinafólki. Og þær hafa næst- um takmarkalausa þolinmæði gagnvart van- rækslu og gleymsku, þótt vitaskuld verði þær snotrastar þar sem þær fá verðskuldaða eft- irtekt. Hófleg vökvun og dauf áburðargjöf af og til um vaxtartímann er allt sem þær biðja um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.