Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 68
! Kl. 21.00Djassrokksveitin Gammar kemur saman og leikur á vegum djass- klúbbsins Múlans á Domo í Þing- holtsstræti. Meðlimir sveitarinnar eru Björn Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson, Þórir Baldursson, Bjarni Sveinbjörnsson og Scott McLemore. Sveitin flytur nýtt efni í bland við eldri lög. Samviskubit tileinkað Ladda V-dagurinn verður haldinn hátíð- legur í sjötta skipti hér á landi 15.- 18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverj- um landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjar- stjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomu- húsinu á Akureyri þar sem bæjar- stjórinn Sigrún Björk Jakobsdótt- ir kemur fram ásamt leikkonun- um Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknar- presti á Möðruvöllum. Á Egils- stöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdótt- ir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Fljótsdalshéraðs. Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórn- ar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sig- rúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardags- kvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirs- dóttur, bæjarstjóra Ár- borgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er hald- inn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á of- beldi gegn konum. Píkusögur í öllum fjórðungum 15/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, Kl.20.00 17/3 UPPSELT, Kl.20.00 18/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, Kl.20.00 22/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, Kl.20.00 23/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, Kl.20.00 24/3 UPPSELT, Kl.20.00 30/3 LAUS SÆTI, Kl.20.00 31/3 LAUS SÆTI, ATH kl. 19.00 31/3 kl. 22 LAUS SÆTI. ATH. Kl. 22.00 Miðvikudagurinn 4/4 LAUS SÆTI kl. 20.00 Föstudagurinn 13/4 LAUS SÆTI kl. 20.00 Laugardagurinn 14/4 LAUS SÆTI kl. 20.00 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!! „Glens og grín Bjarna Hauks um pabbahlutverkið er ein besta skemmtun sem í boði er í Reykjavík um þessar mundir“ FJÓRAR STJÖRNUR Jón Viðar ÍSAFOLD Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16:00 virka daga. Sími miðasölu er 562 9700. pabbinn.is Í FRÁBÆRRI GAMANSÝNINGU BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Remba í Reykjavík Gamanleikurinn Remba sem hefur glatt geð manna á Laug- um í Reykjadal nú um nokkurt skeið verður sýndur af leik- flokknum Vönum mönnum í Reykjavík föstudags- og laugar- dagskvöld og er enn einhver von um að fá megi miða á sýninguna á Cafe Rósenberg í Reykjavík. Þetta er ríflega klukkustundar- skemmtun með stuttu hléi sem hefur gengið vel nyrðra: sautján sýningarkvöld eru að baki og hafa um þúsund leikhúsgestir séð verkið í Laugabæ. Fullt er búið að vera á allar sýningar og biðlisti á flestar. Matur var í boði með hverri sýningu í Lauga- bæ: lambalæri og meðlæti, og hafa þrjú hundruð læri horfið oní leikhúsgesti til þessa. Leik- arar í Vönum mönnum eru reynsluboltar úr leikfélögum Leikfélags Húsavíkur og Leik- deildar Eflingar í Reykjadal. Höfundur verksins er Hörður Þór Benónýsson. Hópurinn sjálfur leikstýrir. Hafa Vanir menn fengið fyrirspurnir frá ýmsum stöðum s.s. Vopnafirði, Ísafirði og víðar um að koma með stykkið til sýningar. Miða- pöntun er hjá þeim Rósenbergs- mönnum. Kammerkórinn Carmina frumflytur Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartónskáldið Tomás Luis de Victoria á tónleikum í Kristskirkju um helgina. Victoria var fremsta tónskáld Spánverja á 16. öld og sálumessan var hans mesta meistaraverk. Verk þetta var samið við andlát Maríu keisaraynju Spánar árið 1603, en Victoria hafði verið hirðtónskáld hennar um áratuga skeið. Sálumessan er samin fyrir sex radda kór og tónlistin er sérlega áhrifamikil, enda hefur verkinu verið lýst sem „einum af hápunkt- um endurreisnarinnar“. Söngkon- an Erna Blöndal líkir verkinu við ferðalag í hæstu hæðir. „Þetta er eins og að vera komin til himnarík- is,“ segir hún, „það felur í sér óskaplega mikla slökun þótt það sé mikið fyrir haft að flytja það. Þegar maður nær tökum á tónlistinni er þetta næst því að komast til himnaríkis.“ Erna útskýrir enn frem- ur að verkið sé með því mest krefjandi sem söngvarar tak- ast á við, bæði radd- lega og tilfinninga- lega. Auk sálumessunnar mun kórinn flytja verk sem tengjast sálu- messum eftir endur- reisnartónskáldin Cristóbal de Morales og Josquin des Prez. Sálumessa Victoria var ekki aðeins tæki- færisverk sem heiðraði minningu hefðarkonu því verkið er einnig svanasöngur tón- skáldsins sem samdi ekki fleiri verk þau átta ár sem hann átti eftir ólifuð. Aukinheldur er þess getið í texta er fylgir efnisskránni að breski tónlistarfræðingurinn Bruno Turner hefur kallað verkið „sálumessu fyrir 16. öldina“. Á þessum árum stóð tónlistarheim- urinn á tímamótum. Þetta má til sanns vegar færa því að tónlistar- heimurinn stóð á tímamótum ein- mitt um þetta leyti. Árið 1605, sama ár og sálumessan kom út á prenti, gaf Claudio Monteverdi út fimmtu madrígalabók sína og tveimur árum síðar var fyrsta ópera hans færð upp við hirðina í Mantova. Hinn nýi og tilfinningaþrungni bar- okkstíll hafði litið dagsins ljós og ekki var langt í að fjölröddun end- urreisnarinnar hyrfi að mestu af sjónarsviðinu. Sálumessa Victoria er eitt síðasta meistaraverk gamla stílsins og líkt og fjöldi annarra verka frá sama skeiði býr hún enn yfir fegurð og dýpt sem snertir við okkur fjórum öldum síðar. Kammerkórinn Carmina var stofnaður sumarið 2004 með það að markmiði að flytja kórtónlist end- urreisnarinnar á Íslandi. Meðlimir kórsins eru allir þrautþjálfaðir söngvarar og hafa hlotið mikils- verða reynslu innan kóra á borð við Graduale Nobili, Hamrahlíðar- kórinn, Hljómeyki, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantor- um. Kórinn var valinn Tónlistar- hópur Reykjavíkur 2005 og vakti mikla athygli þegar hann söng ásamt breska sönghópnum The Tallis Scholars á tónleikum í Lang- holtskirkju fyrir rúmu ári. Fram undan er tónleikaferð til Svíþjóðar þar sem Carmina kemur fram á Stockholm Early Music Festival, helstu tónlistarhátíð Svíþjóðar sem tileinkuð er endurreisnar- og bar- okktónlist. Á tónleikunum í Kristskirkju munu fjórir söngvarar úr BBC Sin- gers, The Tallis Scholars og West- minster Abbey-kórnum í Lundún- um slást í lið með félögum í Carm- inu. Stofnandi Kammerkórsins Carminu og stjórnandi á tón- leikunum er Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- fræðingur og dósent við Lista- háskóla Ís- lands. Tónleikarnir hefjast kl. 16 báða dagana. Miðasala fer fram í 12 tónum og í safnaðar- heimili Krists- kirkju fyrir tón- leikana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.