Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is
Ífyrstu grein laga um þjóðgarð-inn á Þingvöllum frá 2004 segir
svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera
undir vernd Alþingis og ævinleg
eign íslensku þjóðarinnar. Það má
aldrei selja eða veðsetja.“ Takið
vel eftir þessu: Ævinleg eign ís-
lenzku þjóðarinnar felur það í sér
samkvæmt þessari lagagrein, að
Þingvelli má aldrei selja eða veð-
setja. Einmitt þetta var bersýni-
legur tilgangur þjóðareignar-
ákvæðisins: vilji löggjafans í þessu
dæmi er alveg skýr. Þingvell-
ir eru þjóðareign, meira að segja
ævinleg þjóðareign. Þessi laga-
grein hefur staðið óbreytt frá 1928.
Samkvæmt henni deilum við, sem
nú erum uppi, sameigninni með
óbornum kynslóðum Íslendinga.
Svo frjálslega sem núverandi rík-
isstjórnarflokkar hafa farið með
ýmsar eigur almennings síðustu
ár – fiskimiðin, bankana, símann
og ýmis önnur ríkisfyrirtæki – er
gild ástæða til að gleðjast yfir lög-
verndaðri friðlýsingu Þingvalla.
Samt hefur ekki tekizt betur til
um friðun Þingvalla en svo, að þá-
verandi formaður Þingvallanefnd-
ar reisti sér fyrir mörgum árum
sumarbústað í hjarta þjóðgarðs-
ins. Fleiri slíkir bústaðir virðingar-
manna munu nú einnig vera þar í
einkaeigu þrátt fyrir lögin.
Bankarnir, vel á minnzt. Þeir
gerðu það af rausn sinni 1965 að
kaupa Skarðsbók á uppboði í Lond-
on, bókin hafði verið í einkaeigu,
ein fornra íslenzkra skinnhandrita
svo vitað væri, og hún var sleg-
in bönkunum fyrir 36.000 pund.
Það gerir 63 milljónir króna á nú-
verandi verðlagi. Og hvað gerðu
bankarnir? Þeir gáfu íslenzku þjóð-
inni Skarðsbók og afhentu ríkis-
stjórn Íslands hana til varðveizlu,
svo sem lýst er til dæmis í Öldinni
okkar. Hvað vakti fyrir bönkun-
um? Það segir sig sjálft. Þeir gerðu
Skarðsbók að sameign allra Íslend-
inga – okkar, sem nú lifum, og einn-
ig ófæddra afkomenda okkar – með
það fyrir augum, að Skarðsbók
mætti aldrei selja eða veðsetja, af
því að hún er þjóðareign. Bankarn-
ir voru í ríkiseigu, þegar þetta var,
en það skiptir ekki máli í þessu við-
fangi. Sama skilning er sjálfsagt að
leggja í eignarhald íslenzku þjóð-
arinnar á handritunum, sem Danir
afhentu Íslendingum 1971-1996 og
eru geymd í Stofnun Árna Magnús-
sonar á Íslandi. Handritin voru gjöf
Dana til Íslendinga. Einar Jóns-
son myndhöggvari hafði sama hátt-
inn á, þegar hann arfleiddi íslenzku
þjóðina, en ekki til dæmis ríkið eða
Listasafn Íslands, að eigum sínu
og safni. Hvers vegna? Einstaka
muni á Þjóðminjasafninu og Lista-
safninu geta þessi söfn væntanlega
veðsett eða selt úr fórum sínum, ef
þurfa þykir, en Þingvellir, Skarðs-
bók og Listasafn Einars Jónssonar
verða hvorki veðsett né seld. Það
er munurinn á þjóðareign og rík-
iseign: þjóðin á þessar eignir, ríkið
varðveitir þær. Þetta er höfuðinn-
tak hugmyndarinnar og gildandi
lagaákvæða um þjóðareign, eins
og Þorsteinn Gylfason prófessor
rakti í bók sinni Réttlæti og rang-
læti (1998).
Í ljósi hinnar ótvíræðu laga-
greinar um friðun Þingvalla og
hinna skýru dæma um Skarðs-
bók og Hnitbjörg, Listasafn Ein-
ars Jónssonar, gegnir það nokk-
urri furðu, að lærðir menn og próf-
essorar skuli halda áfram að lýsa
efasemdum um merkingu fyrstu
greinar fiskveiðistjórnarlaganna
frá 1990: ,,Nytjastofnar á Íslands-
miðum eru sameign íslensku þjóð-
arinnar.“ Betra hefði að vísu verið
að hafa orðin ,,ævinleg sameign“ í
lagatextanum til áréttingar og ör-
yggis eins og í lögunum um frið-
un Þingvalla frá 1928. Kannski
var þó ekki við öðru að búast, úr
því að fiskveiðistjórnarlögin eru
ekki í fyrsta lagi friðunarlög, held-
ur upptökulög, samin undir hand-
arjaðri útvegsmanna á Fiskiþingi
1983 handa þeim sjálfum og keyrð
í gegn um grunlaust Alþingi með
flaustri, svo sem Halldór Jóns-
son stjórnmálafræðingur lýsti vel
í fróðlegri grein í Samfélagstíðind-
um 1990.
Sameignarákvæðið í fyrstu
grein fiskveiðistjórnarlaganna var
leitt í lögin í skýrum tilgangi, en
það var gert óvirkt með því, að Al-
þingi ákvað að afhenda útvegs-
mönnum kvótann, sem átti þó að
heita þjóðareign samkvæmt lög-
unum. Deilurnar á Alþingi nú
um upptöku sams konar ákvæð-
is í stjórnarskrána (,,Náttúruauð-
lindir Íslands skulu vera þjóðar-
eign“) í samræmi við stefnuyf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá
2003 þarf að skoða í ljósi sögunn-
ar. Framsóknarflokkurinn kapp-
kostar nú að standa við fyrirheit-
ið frá 2003 og koma þjóðareign-
arákvæði um fiskimiðin og aðrar
auðlindir inn í stjórnarskrána.
Þessi málatilbúnaður vitnar annað-
hvort um vanmátt eða vonda sam-
vizku, því að þáverandi sjávarút-
vegsráðherra og síðar formaður
Framsóknarflokksins hafði sérlega
forgöngu um lögfestingu kvóta-
kerfisins 1984 og auðgaðist sjálf-
ur ótæpilega á öllu saman. Þetta
má heita hámark ósvífninnar: að
afhenda fyrst sameign þjóðarinn-
ar útvöldum útvegsmönnum og
sjálfum sér á silfurfati eftir rang-
snúnum reglum og setja síðan upp
glóandi geislabaug og heimta, að
eignin, sem búið er að gefa í reynd,
verði eftirleiðis til frekari mála-
mynda skráð þjóðareign í stjórn-
arskránni.
Ævinleg eign þjóðarinnarÞ
au segja að Alþingi verði slitið í dag. Það liggja fyrir
við þinglok nær sextíu mál óafgreidd, mörg brýn, segja
menn. Yfir þingheimi er órói undir rólyndislegu fasi.
Þingmenn eru að spenna sig upp í að mæta umbjóðend-
um sínum, horfast í augu við liðna langa vetur dáða og
drengskaparloforða, hástemmdra lýsinga á stefnumiðum sem þeir
hafa margir sveigt frá í endalausum málamiðlunum nefndarstarf-
anna. Nú verða þeir að gera sig einlæga í framan, massa sig upp í
að vera samhljóða í stærri málum, gera sölumennsku stjórnmála-
mannsins að sjálfsagðri dyggð.
Þinglokin mótast óneitanlega af laglegri leikfléttu Framsókn-
ar. Enginn flokkur hefur á síðari tímum reynst eins úrræðagóð-
ur að beita spunameisturum samtímans til að vefa sér ný föt, nýtt
yfirbragð og þessi miðjuflokksuppfinning stjórnmálajöfursins frá
Hriflu. Upphlaup þeirra síðustu vikurnar um mikilvæga ítrekun í
stjórnarskrá lýðveldisins um almannahagsmuni er snjöll brella en
háskaleg í flýtinum og langvinnu fyrirhyggjuleysi þeirra í störfum
við endurskoðun á stjórnarskránni. Ekki er flas til fagnaðar.
Stjórnarskrármálið er fyrir löngu orðið einhver þreyttasti brand-
arinn sem stjórnmálaflokkarnir bera ábyrgð á. Reyndar á þann veg
að ekkert lýsir getuleysi þeirra fylkinga sem takast á í þingkosn-
ingum betur. Kosningar eftir kosningar, kjörtímabil eftir kjörtíma-
bil, hafa menn uppi stór orð um að nú skuli stjórnarskrá lýðveldis-
ins færð til nútímahorfs. Þá skortir menn ekki einurðina. En efndir
hafa jafnan orðið litlar – sem engar. Lýðveldið er enn án stjórnar-
skrár sem tekur af öll tvímæli um jafnan atkvæðarétt þegnanna,
trúfrelsi og skilgreiningu á sameigninni. Og margt, margt fleira.
Hver segir að lögfræðinga- og félagsmálatröllaþingið dugi til
að semja nýja stjórnarskrá? Hvers vegna er það fólk best til þess
fallið? Nær væri að leita til hinna skapandi orðsins smiða, skálda,
heimspekinga til þeirrar vinnu. Karla og kvenna sem sjá í víðsýni
hærri tinda en í hinu þrönga hagsmunapoti hvaða heildarsjónarmið
og hugsjónir henta menningu okkar og samfélagi best. Við þurfum
stjórnarskrá sem er innblásin skáldlegri sýn og skrifuð af hagleik
og djúpri tilfinningu þeirra sem langa daga höndla með orðin og
merkingarmið þeirra.
Með fulltingi skáldanna gætum við fengið í hendur nýjar stjórn-
arskrár sem næðu augum almennings, vektu athygli og spurningar
og vektu með þjóðinni svör og kröfur um nýmæli og forn sannindi:
við mættum njóta þess að Ísak Harðarson og Vigdís Grímsdóttir,
Þórarinn Eldjárn og Guðbergur Bergsson, Sigríður Þorgeirsdóttir
og Vilhjálmur Árnason, Hallgrímur Helgason og Andri Snær gerðu
okkur stjórnarskrár – þær mættu bæði vera í bundnu og lausu máli
– ef vill.
Það er brýnt að ný stjórnarskrá verði heimt úr höndum þeirra
snata sem brátt munu fara hnusandi um sveitir og stræti. Það eru
aðeins hugsuðir skáldskapar og speki sem geta glætt þann samning
og fyrirheit þjóðarinnar við sjálfa sig lífi.
Pant fá þau rit í sumargjöf, til afmæla, ferminga og jóla. Sem
fyrst, áður en nýtt þing kemur enn einni nefndinni sinni í hægan
hægan hægagang.
Fleiri höfunda –
takk!
Frumvarp stjórnarflokkanna um auð-lindaákvæði í stjórnarskrá Íslands
er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu
beggja flokka sem náðist fyrir mörgum
árum og hefur verið rædd og undirbúin
um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til
álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar
sem út kom í september árið 2000. Frum-
varpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmál-
ans, en þar segir m.a.: „auðlindir sjávar séu sam-
eign íslensku þjóðarinnar“.
Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta
eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýting-
arheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheim-
ildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú
né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og
verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur
skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og
skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um
þetta í framsöguræðum á alþingi.
Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er
ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og
útfærslur vegna afnota og hagnýtingar
samkvæmt sérstökum lögum sem lög-
gjafinn kann að kjósa að setja um þau
efni.
Í frumvarpinu er fjallað almennt um
náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins
um auðlindir sjávar. Kveðið er á um
„þjóðareign“ og vísað er til réttinda sam-
kvæmt eignarréttarákvæðum stjórnar-
skrárinnar. Loks er kveðið á um heimild-
ir til afnota eða hagnýtingar á
auðlindunum samkvæmt lögum.
Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign
á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti
eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóð-
armálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöð-
ugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hug-
takið „þjóðareign“ er þegar fyrir hendi í lögum, t.d.
lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta
hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra
annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið.
Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareign-
arinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er
hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll.
Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Þjóðareign í stjórnarskrá
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi,
Holtum, föstudaginn 30. mars 2007 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 12. mars 2007.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.