Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 44
 15. MARS 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið heilsa og lífsstíll Ófáir þjást af verkjum í baki og hálsi alla daga. Verkir og stífni í vöðvum, sérstaklega í kringum háls og bak, er góð vísbending um vöðvabólgu. Margir kljást við þennan leiðindakvilla árum saman án þess að gera nokkuð í sínum málum en ým- islegt er hægt að gera sjálfur sem þarf ekki að kosta mikið. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt reyna að átta sig á ástæðu bólgunnar og einbeita sér svo að úrræðum. Algengt er að fólk noti ranga lík- amsbeitingu við vinnu og þarf þá að gera breytingu á vinnuað- stöðu. Eins getur streita á vinnu- stað verið ástæðan og þá þarf að finna leiðir til þess að draga úr henni. Ef enga augljósa skýringu er að finna ætti að leita til læknis sem oft vísar áfram til sjúkra- þjálfara. Mikilvægt að ná góðri slökun eins oft og mögulegt er. Það er til dæmis hægt að gera með því að fara í sund, gönguferðir eða leggjast í heitt bað. Einnig er gott að leggja heita bakstra á auma svæðið. Sjúkranudd getur verið nauðsynlegt til þess að ná bólgunni og sjúkraþjálfari getur bent á rétta líkamsstöðu og við- eigandi æfingar fyrir hvern og einn. Einnig getur verið gott að fara annað slagið í slökunar- nudd. Þjálfun er jafn nauðsynleg hvíldinni. Styktarþjálfun og teygjuæfingar á aumum vöðvum eru lykilatriði í baráttunni við vöðvabólgu. Það sem ætti hins vegar að forðast í lengstu lög er ofnotkun og ofreynsla á vöðva og viðvarandi streita en einnig getur kuldi aukið á bólguna. Edda Lúvísa Blöndal, sjúkra- þjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópa- vogs, sýndi okkur nokkrar styrkt- ar- og teyjuæfingar sem hafa reynst gagnlegar við stífum vöðvum. „Fyrsta æfingin gæti verið að standa upp úr stólnum og setjast niður aftur fimmtán sinnum. Hlé- æfingar sem þessar hafa helst áhrif ef þær eru gerðar reglulega, minnst einu sinni á dag, og helst oftar. Þörfin á þeim eykst í jöfnu hlutfalli við kyrrsetu í vinnunni, svo og streitu.“ - árá Teygt á stífum vöðvum Teygja: Pressa niður öxlina án þess að skekkja líkamann, snúa höfðinu frá og halla því fram svo að hakan nálgist viðbeinið. Ýkja hreyfinguna með því að draga létt í höfuðið, halda í 30 sekúndur og gera svo eins á hinni hliðinni. Liðkandi æfingar sem auka blóðflæði kringum axlargrind: Búa til stóran hring með öxlum, 10 í hvora átt. Athuga að hreyfa axlir, ekki bara handleggi. Teygja: Pressa niður öxlina án þess að skekkja líkamann, halla höfðinu frá svo að eyrað nálgist gagnstæða öxl og draga létt í höfuðið með gagnstæðri hönd. Halda í 30 sekúndur og gera svo eins á hinni hliðinni. Styrkjandi æfingar fyrir herðablaðs- vöðva, vinnur á móti hoknum brjóst- hrygg: Draga herðablöð nær hvort öðru, ímynda sér að hneta sé brotin milli herðablaðanna. 20 endurtekningar. Tómatar eru geysilega góðir og fullir af vítamínum og hollustu. Íslendingar hafa löngum látið nægja að sneiða tómata ofan á brauð eða brytja þá í salat en til eru ýmsar matreiðsluaðferðir við tómata sem bíða þess að kynnast þér. Hér er ein þeirra: 8-10 íslenskir tómatar 1 tsk. kummin (cumin) 1 tsk. sykur nýmalaður pipar salt 6 msk. ólífuolía 1 poki salatblanda, t.d. íslenskt klettasalat parmesanostur (biti) Ofninn er hitaður í 220°C. Tómatarnir skornir í helminga og þeim raðað í eld- fast fat með skurð- flötinn upp. Krydd- aðir með kummini, sykri, pipar og salti. Settir í ofninn og bakaðir í um 45 mínútur. Þá er olíunni dreypt jafnt yfir þá og þeir bakaðir í 10-15 mínútur í viðbót. Látnir kólna þar til þeir eru volgir. Salatblandan sett í skál eða á fat, tómötunum blandað saman við og olíunni úr mótinu hellt yfir. Nokkrar flögur skornar af parmesanosti og dreift yfir. Hollt tómatasalat Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.