Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 76
Leikkon-
an Salma
Hayek á
von á sínu
fyrsta barni
með
franska við-
skiptajöfr-
inum Fran-
cois-Henri
Pinault. Að
auki eru
þau skötu-
hjú búin að
setja upp
hringana.
Ekki hefur
verið gefið upp hvenær barnið
kemur í heiminn.
Hayek, sem er fertug, hefur
leikið í myndum á borð við Frida,
After The Sunset og Desperado.
Hún hefur undanfarið notið vel-
gengni sem aðstoðarframleiðandi
og aukaleikkona í sjónvarpsþætt-
inum Ugly Betty, sem er sýndur í
Ríkissjónvarpinu.
Hayek ófrísk
Leikarinn Atli Rafn Sigurð-
arson má teljast heppinn að
vera á lífi. Hann fékk borð
í höfuðið, sem fauk ofan af
Þjóðleikhúsinu úr um 30
metra hæð, og hlaut við það
stóran skurð sem saumaður
var saman með 30 sporum.
„Já, það má segja það. Að ég hafi
fengið leikhúsið í hausinn. Heavy,“
segir Atli Rafn Sigurðarson leik-
ari. Sem teljast má heppinn að
vera á lífi. Síðla að kvöldi þriðju-
dags var Atli Rafn að ganga hjá
Þjóðleikhúsinu og sveif þá borð
alla leið ofan af þaki. Ígildi fimm
hæða húss. Og fór beint í höfuð
Atla.
Leikarinn góðkunni heyrði bara
smellinn. Þeir á slysavarðstofunni
sögðu þetta sár dagsins þann dag-
inn. Tuttugu sentimetra langur
skurður. 30 spor í hausinn. Atli
Rafn hafði verið að horfa á síðustu
sýningu á verkinu Patrekur einn
og hálfur. Var einn á ferð. Og eng-
inn nálægur. Leikarinn rotaðist
sem betur fer ekki. Atli Rafn vill
ekki tjá sig nánar um málið.
„Nei, enda á hann ekkert að vera
að því,“ segir Stefán Jónsson sem
leikstýrir Legi þar sem Atli Rafn
er meðal leikara. „Hann á að vera
að hvíla sig fyrir sýninguna í kvöld
[gærkvöldi].“
Nú standa yfir endurbætur á
Þjóðleikhúsinu og stillansar um-
lykja húsið. Spýtan sem fór í höfuð
Atla var engin smásmíði að sögn
upplýsingastjóra Þjóðleikhússins,
Páls Ásgeirs Ásgeirssonar.
„Þetta er borð sem notað er til
að slá upp vinnupöllum. Hann er
heppinn að vera á lífi. Þetta borð
kom fljúgandi úr um 30 metra
hæð. En slík er harka Atla Rafns
að hann ætlar að sýna í kvöld,“
segir Páll Ásgeir.
Leikstjórinn Stefán dregur ekki
úr þeim orðum Páls Ásgeirs nema
síður sé. Segir þetta vera eins og
atriði úr Omen. „Kom borð af
himnum ofan og hitti þennan eina
mann sem þarna var á rölti. Ég er
búinn að sjá mynd af sárinu. Nei,
sú mynd verður ekki birt, því þá
myndi Femínistafélagið álykta.
Því þetta sár er þess eðlis, blasir
við eins og risavaxin skessusköp
og fermingarbæklingur Smára-
lindar bliknar í samanburði.“
Stefán segir Atla Rafn sannkall-
að hörkutól. Hann ætli að leika í
Legi í kvöld [gærkvöld]. En hann
hafi ekki verið látinn einn um þá
ákvörðun. „Þó þetta lendi nú alltaf
hjá leikaranum á endanum. Við
fengum sérfræðiálit og þeir lögðu
ekki blátt bann við þessu þótt hann
eigi náttúrlega að hvíla sig sem
kostur er. Það er einu sinni þannig
að íslenskt leikhúslíf þrífst vegna
dugnaðar og eldmóðs listamann-
anna.“
Í Legi eru dansatriði sem Atla
Rafni verður hlíft við og hleypur
sjálfur danshöfundurinn, Svein-
björg Þórhallsdóttir, í skarðið og
dansar í hópatriðum. Og Stefán
segir svo vel vilja til að í sýning-
unni sé Atli Rafn með hárkollu
sem nú þjónar því aukahlutverki
að hylja þetta hroðalega sár og
vernda í senn.
BMW 3 lína
www.bmw.is
Sheer
Driving Pleasure
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is