Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 81
 Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf í nótt leik á TCL Classic-mótinu sem fram fer í Hanian í Kína en mótið er liður í Evrópumótaröðinni eins furðu- lega og það kann nú að hljóma. Fréttablaðið heyrði hljóðið í Birgi Leifi í gær áður en hann lagðist til rekkju en hann lauk fyrsta hring í nótt. „Það er fínt að vera hérna. Frá- bært veður, hótel og góður golf- völlur,“ sagði Birgir léttur en hann var enn að venjast tímamismunin- um í gær. „Þegar maður fer að sofa er tilfinningin líkt og maður ætlaði að sér lúr. Svo vaknar maður hress um miðjar nætur.“ Birgir Leifur hefur ekki sett sér nein sérstök markmið fyrir mótið heldur ætlar hann að nálgast það eins og önnur mót sem hann tekur þátt í. „Leikformið er ekki upp á sitt besta en það getur líka verið ágætt því þá mætir maður slakur og ferskur. Ég hef aðeins verið að burðast með meiðsli í mjöðm og því hef ég ekki alveg getað æft eins og ég vildi,“ sagði Birgir Leif- ur. „Fyrsta daginn reyni ég að spila mig í gírinn og passa upp á að spila mig ekki út úr mótinu.“ Má ekki spila mig út úr mótinu á fyrsta degi Aganefnd UEFA úr- skurðaði í máli Valencia og Inter í gær en upp úr sauð eftir leik lið- anna í Meistaradeildinni á dögun- um þar sem leikmenn hreinlega slógust. Sá sem gekk hvað harðast fram var David Navarro, leik- maður Valencia, en hann kýldi Ni- colas Burdisso í andlitið og nef- braut hann. Hann var dæmdur í sjö mánaða keppnisbann. UEFA hefur mælst til við FIFA að það samþykki bannið þannig að hann geti ekki leikið landsleiki heldur. Félagi hans Carlos Mar- chena fékk fjögurra leikja bann en Inter-mennirnir Burdisso og Maicon voru báðir dæmdir í sex leikja bann. Ivan Cordoba fékk þriggja leikja bann og Julio Cruz tveggja. Bæði lið voru síðan sektuð um rúmlega þrjár milljónir króna vegna hegðunar leikmannanna. Navarro í sjö mánaða bann Guðjón Baldvinsson er á leið frá Stjörnunni. Þetta stað- festi hann í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það lítur út fyrir að ég verði seldur frá Stjörnunni. Mér skilst að félagið sé í viðræð- um við Fylki og Víking,“ sagði Guðjón. Hann var til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Ála- sundi fyrr í mánuðinum. Félag- ið ákvað að fá hann ekki til sín nú en að forráðamenn þess myndu fylgjast með Guðjóni í sumar. Guðjón til Fylk- is eða Víkings Argentína komst í gær í efsta sæti Styrkleikalista Al- þjóðaknattspyrnusambandsins í fyrsta sinn. Listinn hefur verið settur saman frá 1993 og þessi mikla knattspyrnuþjóð hafði aldrei áður verið í 1. sætinu Argentína fór upp fyrir heims- meistara Ítala sem voru aðeins í einn mánuð í heiðurssæti listans en þeir fóru upp fyrir Brasilíu- menn í síðasta mánuði. Brassarn- ir höfðu þá verið í efsta sætinu í 55 mánuði í röð. Íslenska landsliðið hækkaði sig um 9 sæti, upp í það 86., þrátt fyrir að spila engan leik. Argentína upp í efsta sætið 25% AFSLÁTTUR Foot-Joy Contour Góður skór fyrir þá sem eru með breiðan eða viðkvæman fót. Mjúkur og þægilegur. Verð: 9.675.- Verð áður: 12.900.- 45% AFSLÁTTUR Top-flite XL Distance Top flite XL eru ódýrar en vandaðar golfkúlur sem standa fyrir sínu Verð: 1.3863.- Verð áður: 2.520.- Verið velkomin og skoðið mörg önnur frábær afmælistilboð Opnunartími: Mán - fös..................... Laugardaga.................. Sunnudaga.................. 10 - 18 10 - 16 12 - 16 Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is FRÁ 14. TIL 18. MARS VIÐ ERUM 5 ÁRA 5-55% AFSLÁTTUR Í 5 DAGA AFMÆLISVEISLU! 15% AFSLÁTTUR Callaway X-20 Sett Callaway járnasett með stálsköftum #4-Pw, þetta er ein nýjasta afurðin í flórunni frá Callaway. Verð: 58.310.- Verð áður: 68.600.- 55% AFSLÁTTUR Golfkerra úr stáli Einföld, létt og sterkbyggð stálkerra á sannkölluðu afmælisverði Verð: 1.630.- Verð áður: 3.600.- 35% AFSLÁTTUR Ping G5 hybrid Ping G5 hálfvitar eru til í 16,19,22 og 25 gráðum karla. Kvenna eru þeir til 26 og 30 gráður. Verð: 14.235.- Verð áður: 21.900.- 5 spennandi tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.