Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 46
 15. MARS 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið heilsa og lífsstíll Ólafur H. Björnsson kennir krökkum að renna sér á gönguskíðum á Akureyri. „Sjálfur æfði ég gönguskíði frá því ég var 13 ára til 26 ára,“ segir Ólafur H. Björnsson gönguskíða- kennari á Akureyri. Ólafur er frá Ólafsfirði og segist hafa smitast af skíðahefðinni sem þar ríki. „Ég var á svigskíðum sem krakki en leiddist út í gönguskíðamennsk- una út af góðum félagsskap. Mér finnst allt sem snýr að snjó og skíðum skemmtilegt en einhvern veginn urðu gönguskíðin ofan á. Það er meiri ró yfir þeim og þú ert algjörlega einn með sjálfum þér og þarft ekki að hugsa um lyftur né biðraðir,“ segir Ólafur sem er einnig duglegur að renna sér á svigskíðum niður Hlíðarfjalli. Ólafur segir æ fleiri börn velja sér gönguskíði sem íþrótt. „Við höfðum verið í basli að fá krakka í þetta vegna snjóleysis en við höfum verið heppin í ár og einnig í fyrra,“ segir hann og bætir við að Reykvíkingar og aðrir landsmenn séu duglegir að kíkja norður til að skella sér á gönguskíði. „Aðstaðan hefur batnað til muna og brautirn- ar eru alltaf troðnar auk þess sem jarðýtur gerðu brautirnar betri í sumar og settar voru upp snjó- girðingar til að festa snjóinn betur. Svo er hægt að keyra alveg að brautinni sem er voðalega þægi- legt.“ indiana@frettabladid.is Meiri ró og engar biðraðir Hressir gönguskíðakrakkar á æfingu. MYND/HEIÐA.IS „Ég leiddist út í gönguskíðamennskuna út af góðum félagsskap.“ MYND/HEIÐA.IS Vinkonurnar Kristjana og Lára skella sér á gönguskíði oft í viku. „Ég valdi mér þetta sport því þetta er skemmtileg og holl hreyf- ing auk þess sem það er notalegt að vera úti í náttúrunni,“ segir Kristjana Sigurharðardóttir á Akureyri. Hún hefur stundað gönguskíði í tíu ár eða frá því að sonur hennar byrjaði að æfa íþróttina. „Þetta er mín leikfimi en á sumrin stunda ég stafagöngu sem er meiri háttar líka. Það er yndislegt að henda öllu frá sér eftir erfiðan vinnudag og skella sér í göngu,“ segir Kristjana sem gengur í klukkutíma fimm daga vikunnar. „Ég tek allavega sjö kílómetra á dag, stundum meira,“ segir hún og bætir við að hún gæti ekki ímyndað sér líf sitt án göngu- skíðanna. „Gönguskíðin eru ómissandi þáttur í mínu lífi og draumurinn er að komast í göng- ur erlendis. Vonandi verður sá draumur að veruleika fljótlega.“ Þegar Fréttablaðið hitti Kristj- önu í Hlíðarfjalli var hún á göngu- skíðum með vinkonu sinni, Láru Þorvaldsdóttur, sem einnig hefur stundað skíðin í langan tíma. „Við Lára vinnum saman á gjör- gæslunni á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri og erum duglegar að fara í göngur eftir vinnu og um helgar. Hundurinn minn hefur líka gaman af þessu og fær oft að koma með okkur,“ segir Kristjana áður en þær stöllur renna sér af stað. indiana@frettabladid.is Ekkert líf án gönguskíða Kristjana og Lára Þorvaldsdóttir hittast uppi í Hlíðarfjalli eftir vinnu. MYND/HEIÐA.IS Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur ECC ehf. Bolholti 4 Sími 511 1001 www.ecc.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.