Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 80
Róbert hættur hjá Wetzlar og líklega í handbolta
Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu vann í gær glæsilegan 4-1
sigur á landsliði Kína á Algarve-
Cup sem farið hefur fram í Portú-
gal undanfarna daga. Leikur Ís-
lands var um 9. sætið á mótinu.
„Jú, þetta var alveg meiriháttar.
Þetta eru að mínu mati ein bestu
úrslit kvennalandsliðsins frá upp-
hafi. Stelpurnar stóðu sig eins og
hetjur,“ sagði Sigurður Ragnar
Eyjólfsson, landsliðsþjálfari.
Markalaust var í hálfleik en
Dóra María Lárusdóttir skoraði
fyrsta mark Íslands á 68. mínútu.
Greta Mjöll Samúelsdóttir bætti
við öðru sjö mínútum síðar og Mar-
grét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö
síðustu mörkin með mínútu milli-
bili, það fyrra á 81. mínútu.
Þær kínversku klóruðu í bakk-
ann með marki á lokamínútu leiks-
ins.
„Það var jafnræði með liðunum í
fyrri hálfleik og mikil barátta,“
sagði Sigurður Ragnar. „Það var
ekki mikið að gerast í okkar sókn-
arleik en við náðum að lagfæra
það í seinni hálfleik.“
Marga lykilleikmenn vantar í
liðið, svo sem Ásthildi Helgadóttur
fyrirliða sem og Ólínu G. Viðars-
dóttur, leikmann KR.
„Við eigum inni leikmenn sem
hafa verið með landsliðinu undan-
farin ár. En það er að sama skapi
komin hörkusamkeppni um stöður
í liðinu því margir leikmenn stefna
að því að komast í liðið. Það hjálp-
ar liðinu einnig mikið,“ sagði lands-
liðsþjálfarinn.
Hann kveðst ánægður með
frammistöðu Íslands á mótinu öllu.
Liðið byrjaði með því að tapa
naumlega fyrir Ítalíu, 2-1, og gerði
svo jafntefli við Íra, 1-1. Ítalía
vann í gær heims- og Evrópu-
meistara Þjóðverja í leik um 7.
sætið, 1-0. Svo tóku við tveir stór-
sigrar hjá Íslandi; 5-1 gegn Portú-
gal og 4-1 gegn Kína.
„Við höfum bætt okkur mikið í
hverjum einasta leik og því
kannski okkar óheppni að byrja á
því að mæta Ítölum. En stelpurnar
hafa staðið sig afar vel og ég er
virkilega ánægður. Við stefnum að
því að komast í lokakeppni Evr-
ópumótsins í Finnlandi árið 2009
og að því vinnum við nú. Góður ár-
angur nú veitir okkur sjálfstraust
og sýnir að við erum á réttri leið.
Fyrsti leikur Íslands í undan-
keppni EM er gegn Grikklandi
ytra 31. maí. En fyrst mætir Ísland
liði Englands í æfingaleik 17. maí,
einnig á útivelli.
„Það verður generalprufan og
svo byrjar alvaran úti í Grikk-
landi.“
Íslenska landsliðið vann í gær stórglæsilegan 4-1 sigur á Kína, einu besta lands-
liði heims. Sigurinn þýddi að Ísland hafnaði í 9. sæti Algarve Cup í Portúgal.
Valur Fannar Gíslason
skrifaði í gær undir þriggja ára
samning við sitt gamla félag,
Fylki, en hann var í herbúðum
Vals síðasta sumar.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á dögunum var fyrir nokkru síðan
búið að ganga frá kaupverðinu
sem og samningi Vals Fannars við
Fylki. Félagaskiptin strönduðu
hins vegar á því að Valur hafði
greitt leikmanninum eina milljón
króna í fyrirframgreiðslu vegna
leikjabónuss.
Valur Fannar lenti síðan í því að
meiðast og lék því aðeins sjö leiki
í Landsbankadeildinni fyrir Val.
Fyrir vikið vildu Valsarar fá hluta
af peningunum til baka en það
sættist leikmaðurinn ekki á.
Eftir nokkurt karp gaf Valur
eftir kröfuna enda hefðu þeir ef-
laust þurft að opna bókhaldið hjá
sér ef þeir hefðu sótt málið gegn
leikmanninum.
Þeir fá þó 900 þúsund krónur
frá Fylki fyrir leikmanninn sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
en Valur Fannar lækkar eitthvað í
launum enda á óvenju góðum
bónus á Hlíðarenda.
Valur Fannar heldur
peningunum frá Val
Ungverskur knatt-
spyrnumaður æfir nú með Vík-
ingi í Reykjavík og hefur gert
síðan á sunnudag. Að sögn Magn-
úsar Gylfasonar, þjálfara liðsins,
er um að ræða sterkan miðvall-
arleikmann sem hefur áður leik-
ið með Ferencvaros í Ungverja-
landi. Hann lék síðast með liði á
Kýpur.
Magnúsi sagði sér lítast vel á
það sem hann hefur séð til kapp-
ans en mun skoða hann nánar á
næstu æfingum.
Ungverji æfir
með Víkingi
Iceland Express-deild kv.
Enska úrvalsdeildin
Hamarsstúlkur
tryggðu sér áframhaldandi veru
í Iceland Express deild kvenna
með glæsilegum 28 stiga sigri á
Breiðabliki, 57-85, í Smáranum
í gær. Nýliðarnir úr Hveragerði
unnu tvo frábæra sigra í síðustu
tveimur leikjum sínum og björg-
uðu sér á magnaðan hátt.
Leikurinn var algjör úrslita-
leikur um hvort liðið héldi sæti
sínu. Bæði lið fengu sex stig en
Hamar hafði betur í innbyrðisvið-
ureignum liðanna.
Leikurinn var mun jafnari en
lokatölurnar gefa tilefni til að
ætla en stelpurnar úr Hveragerði
voru þó alltaf með frumkvæðið,
unnu fráköstin 58-38, nýttu vítin
sín vel (87%) og þvinguðu Blik-
ann Victoriu Crawford til þess að
klikka á 25 skotum í leiknum.
Latreece Bagley (30 stig, 16
fráköst) var frábær í liði Hamars
en það var einkum frammistaða
þeirra Dúfu Drafnar Ásbjörns-
dóttur (15 stig), Hafrúnar Hálf-
dánardóttur (13 stig, 13 fráköst)
og Ragnheiðar Magnúsdóttur (11
stig, 12 fráköst) sem gerði útslag-
ið. Victoria Crawford var með 29
stig hjá Blikum og Telma Björk
Fjalarsdóttir skoraði 15 stig og
tók 20 fráköst þar af 11 þeirra í
sókn.
Hamar bjargaði
sér í Smáranum