Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 80
Róbert hættur hjá Wetzlar og líklega í handbolta Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu vann í gær glæsilegan 4-1 sigur á landsliði Kína á Algarve- Cup sem farið hefur fram í Portú- gal undanfarna daga. Leikur Ís- lands var um 9. sætið á mótinu. „Jú, þetta var alveg meiriháttar. Þetta eru að mínu mati ein bestu úrslit kvennalandsliðsins frá upp- hafi. Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. Markalaust var í hálfleik en Dóra María Lárusdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á 68. mínútu. Greta Mjöll Samúelsdóttir bætti við öðru sjö mínútum síðar og Mar- grét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö síðustu mörkin með mínútu milli- bili, það fyrra á 81. mínútu. Þær kínversku klóruðu í bakk- ann með marki á lokamínútu leiks- ins. „Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og mikil barátta,“ sagði Sigurður Ragnar. „Það var ekki mikið að gerast í okkar sókn- arleik en við náðum að lagfæra það í seinni hálfleik.“ Marga lykilleikmenn vantar í liðið, svo sem Ásthildi Helgadóttur fyrirliða sem og Ólínu G. Viðars- dóttur, leikmann KR. „Við eigum inni leikmenn sem hafa verið með landsliðinu undan- farin ár. En það er að sama skapi komin hörkusamkeppni um stöður í liðinu því margir leikmenn stefna að því að komast í liðið. Það hjálp- ar liðinu einnig mikið,“ sagði lands- liðsþjálfarinn. Hann kveðst ánægður með frammistöðu Íslands á mótinu öllu. Liðið byrjaði með því að tapa naumlega fyrir Ítalíu, 2-1, og gerði svo jafntefli við Íra, 1-1. Ítalía vann í gær heims- og Evrópu- meistara Þjóðverja í leik um 7. sætið, 1-0. Svo tóku við tveir stór- sigrar hjá Íslandi; 5-1 gegn Portú- gal og 4-1 gegn Kína. „Við höfum bætt okkur mikið í hverjum einasta leik og því kannski okkar óheppni að byrja á því að mæta Ítölum. En stelpurnar hafa staðið sig afar vel og ég er virkilega ánægður. Við stefnum að því að komast í lokakeppni Evr- ópumótsins í Finnlandi árið 2009 og að því vinnum við nú. Góður ár- angur nú veitir okkur sjálfstraust og sýnir að við erum á réttri leið. Fyrsti leikur Íslands í undan- keppni EM er gegn Grikklandi ytra 31. maí. En fyrst mætir Ísland liði Englands í æfingaleik 17. maí, einnig á útivelli. „Það verður generalprufan og svo byrjar alvaran úti í Grikk- landi.“ Íslenska landsliðið vann í gær stórglæsilegan 4-1 sigur á Kína, einu besta lands- liði heims. Sigurinn þýddi að Ísland hafnaði í 9. sæti Algarve Cup í Portúgal. Valur Fannar Gíslason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sitt gamla félag, Fylki, en hann var í herbúðum Vals síðasta sumar. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var fyrir nokkru síðan búið að ganga frá kaupverðinu sem og samningi Vals Fannars við Fylki. Félagaskiptin strönduðu hins vegar á því að Valur hafði greitt leikmanninum eina milljón króna í fyrirframgreiðslu vegna leikjabónuss. Valur Fannar lenti síðan í því að meiðast og lék því aðeins sjö leiki í Landsbankadeildinni fyrir Val. Fyrir vikið vildu Valsarar fá hluta af peningunum til baka en það sættist leikmaðurinn ekki á. Eftir nokkurt karp gaf Valur eftir kröfuna enda hefðu þeir ef- laust þurft að opna bókhaldið hjá sér ef þeir hefðu sótt málið gegn leikmanninum. Þeir fá þó 900 þúsund krónur frá Fylki fyrir leikmanninn sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins en Valur Fannar lækkar eitthvað í launum enda á óvenju góðum bónus á Hlíðarenda. Valur Fannar heldur peningunum frá Val Ungverskur knatt- spyrnumaður æfir nú með Vík- ingi í Reykjavík og hefur gert síðan á sunnudag. Að sögn Magn- úsar Gylfasonar, þjálfara liðsins, er um að ræða sterkan miðvall- arleikmann sem hefur áður leik- ið með Ferencvaros í Ungverja- landi. Hann lék síðast með liði á Kýpur. Magnúsi sagði sér lítast vel á það sem hann hefur séð til kapp- ans en mun skoða hann nánar á næstu æfingum. Ungverji æfir með Víkingi Iceland Express-deild kv. Enska úrvalsdeildin Hamarsstúlkur tryggðu sér áframhaldandi veru í Iceland Express deild kvenna með glæsilegum 28 stiga sigri á Breiðabliki, 57-85, í Smáranum í gær. Nýliðarnir úr Hveragerði unnu tvo frábæra sigra í síðustu tveimur leikjum sínum og björg- uðu sér á magnaðan hátt. Leikurinn var algjör úrslita- leikur um hvort liðið héldi sæti sínu. Bæði lið fengu sex stig en Hamar hafði betur í innbyrðisvið- ureignum liðanna. Leikurinn var mun jafnari en lokatölurnar gefa tilefni til að ætla en stelpurnar úr Hveragerði voru þó alltaf með frumkvæðið, unnu fráköstin 58-38, nýttu vítin sín vel (87%) og þvinguðu Blik- ann Victoriu Crawford til þess að klikka á 25 skotum í leiknum. Latreece Bagley (30 stig, 16 fráköst) var frábær í liði Hamars en það var einkum frammistaða þeirra Dúfu Drafnar Ásbjörns- dóttur (15 stig), Hafrúnar Hálf- dánardóttur (13 stig, 13 fráköst) og Ragnheiðar Magnúsdóttur (11 stig, 12 fráköst) sem gerði útslag- ið. Victoria Crawford var með 29 stig hjá Blikum og Telma Björk Fjalarsdóttir skoraði 15 stig og tók 20 fráköst þar af 11 þeirra í sókn. Hamar bjargaði sér í Smáranum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.