Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 40
15. MARS 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið heilsa og lífsstíll
Marín Þrastardóttir fimleika-
þjálfari spáir Íslendingum
góðu gengi á Norðurlanda-
mótinu.
„Íslendingar munu í fyrsta sinn
eignast fulltrúa í mix-liðum á
erlendu fimleikamóti þegar
Stjarnan/Björk og Grótta/Ármann
taka þátt í Norðurlandamóti í
Stokkhólmi næstkomandi apríl,“
útskýrir Marín Þrastadóttir,
afrekskona úr fimleikum og einn
þjálfari liðanna.
„Bæði liðin unnu sér inn þátt-
tökurétt á Norðurlandamótinu,
eftir frækilega framgöngu á Bik-
armóti FSí sem fór fram 16. febrú-
ar í íþróttahúsinu við Ásgarð í
Garðabæ,“ heldur hún áfram.
„Þar kvað sérstök tækninefnd upp
úrskurðinn um hvaða lið fengi
þátttökurétt.“
Eins og fyrr sagði er þetta í
fyrsta sinn sem Íslendingar senda
mix-lið á erlent mót, en með mix-
liði er átt við kynjablandað lið þar
sem stúlkur og strákar keppa
saman. „Þetta er í takt við þá
þróun sem hefur átt sér stað, þar
sem strákum hefur fjölgað mikið í
greininni,“ segir Marín. „Fimleik-
ar eru á heildina séð á mikilli upp-
leið á Íslandi. Sem dæmi má nefna
gott gengi Gerplu á Evrópumót-
inu 2006, en þar hafnaði liðið í
öðru sæti. Ekkert annað íslenskt
lið hefur náð svona langt á jafn
erfiðu móti.“
Marín segir krakkana vart hafa
ráðið sér fyrir kæti þegar ljóst
var að þau yrðu í fyrstu mix-lið-
unum á leið á erlend mót. „Þau
voru alveg í skýjunum. Svo glitti í
tár á nokkrum stöðum. Sumir eru
náttúrulega að fara í fyrsta sinn á
stórmót. Mikil spenna fylgir jafn-
framt þátttökunni, ekki síst í ljósi
þess hversu góða möguleika liðin
fjögur, það er að segja blönduðu
liðin , Gerpla og stúlknalið Stjörn-
unnar/Bjarkar, eiga að ná langt á
mótinu.“ roald@frettabladid.is
Hér sjást strákarnir gera þrekæfingu,
í þessu tilviki viðnámsæfingu. Sá sem
liggur á bakinu reynir að ýta höndunum
upp á meðan hinn veitir viðnám.
Krakkar úr Gróttu-Ármanni sýna hér lyftu. Æfingar af þessu tagi byggja á styrk,
jafnvægi og síðast en ekki síst góðri samvinnu. Þess má geta að krakkarnir í liðunum
eru á aldursbilinu 15-31 ára. Margir þeirra eru fyrrverandi landsliðmenn í áhaldafim-
leikum.
Eigum góða möguleika
Hér sést Marín veita Önnu Rúnu þjálfara hjá Stjörnunni/Björk viðnám þegar hin
síðarnefnda reynir að teygja úr höndunum.
Þessir hressu krakkar eru úr kynjablönduðu eða mix-liði Stjörnunnar/Bjarkar og
sýna hér lyftu, sem eru algengar í fimleikum. Paræfing af þessu tagi er skylduæfing í
dansi hjá kynjablönduðu liðunum.
Þessi litla stelpa æfir fimleika hjá Ármanni og sést hér gera trampólín-æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ORKUMEIRI MORGUN-
STUND Íslendingar þekkja
það mæta vel að lifa í myrkri.
Þá getur verið óskaplega erfitt
að fara á fætur á morgnana og
dagurinn allur einkennist af
sleni og drunga. Góð leið til að
auka orkuna á morgnana er að
drífa sig út þegar sólin er á lofti.
Stuttur göngutúr rétt fyrir mat
getur gert kraftaverk og eykur
orkuna til allra verka það sem
eftir er dagsins auk þess sem
auðveldara verður að vakna
daginn eftir.
EKKI VERA SÚR
Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag?
Sýran í sykruðum og sykurlausum gos-
drykkjum getur eytt glerungi tannanna
– og hann kemur aldrei aftur.
Drekktu vatn – líka kolsýrt vatn!