Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 48
fréttablaðið heilsa og lífsstíll 15. MARS 2007 FIMMTUDAGUR10
Rafsegulmengun er fyrirbæri
sem sífellt fleiri eru farnir að
velta fyrir sér. Getur verið
að rafsegulsvið í húsum og
híbýlum hafi skaðleg áhrif á
heilsu manna? Valdemar Gísli
Valdemarsson rafeindavirkja-
meistari telur svo vera en hann
hefur kynnt sér þetta málefni
allt frá árinu 1991.
„Rétt eins og margir finna fyrir
óþægindum vegna svifryksmeng-
unar geta sumir fundið fyrir van-
líðan vegna rafsegulmengunar.
Vanlíðanin getur lýst sér sem
höfuðverkur, þreyta og slen,
vöðvaverkir eða sviði og roði í húð
sem kemur eftir viðveru fyrir
framan sjónvarps- eða tölvuskjá.
Einnig þorsti, pirringur í augum
og einbeitingarskortur. Þeir sem
eru allra viðkvæmastir fyrir raf-
segulmengun geta upplifað lam-
andi þreytu þannig að þeir geta
vart gengið upp stiga,“ segir
Valdemar Gísli Valdemarsson raf-
eindavirkjameistari sem þekkir
vel til málsins.
Algengt er að fólk vakni þreytt
með þungan höfuðverk ef það
sefur við hlið rafmagnsvekjara-
klukku að sögn Valdemars sem
ræður fólki frá því að hafa raf-
magnstæki inni í svefnher-
bergjum. „Sérstaklega getur verið
varasamt að hafa móðurstöð þráð-
lausra síma inni í svefnherberg-
um. Móðurstöðin sendir frá sér
stöðuga hátíðnigeislun alveg óháð
því hvort síminn er í notkun eða
ekki. Öllu skárra er meira að segja
að hafa farsíma á náttborðin.“
Einnig bendir Valdemar á að
„babysitter“ tæki geti valdið vand-
ræðum. Þau virka á svipaðan hátt
og þráðlausu símarnir og dæmi
eru um að börn sem áður hafa sofið
illa hafi snarlagast við það eitt að
fjarlægja tækið úr herberginu.
Langtímaáhrif rafsegulmeng-
unar á fólk getur í sumum tilfell-
um leitt til örorku. Valdemar segir
einkenni rafmagnsóþols vera á
margan hátt svipuð og einkenni
vefjagigtar. Ekki sé því ólíklegt að
sumir séu ranglega greindir með
vefjagigt þegar það er í raun raf-
magnsóþol sem þjakar þá. „Í
Háskólanum í Malmö hafa verið
gerðar viðamiklar rannsóknir sem
sýnt hafa fram á að þegar fólk er í
návígi við rafsegulsvið verður það
fyrir miklum sinduráhrifum. Sind-
uráhrif er þegar orkubúskapur
frumulíkamans fer úr skorðum og
fruman getur ekki losað sig við
óæskilegar pósitívar jónir sem
myndast í henni,“ segir Valdemar
og bætir við að með því að neyta
matar sem hafi andoxandi áhrif
geti maður minnkað slík einkenni
og stuðlað að heilbrigðari frum-
um.
En af hverju stafar rafsegul-
mengun? Frá öllu rafmagni
streymir rafsegulsvið sem hingað
til hefur verið talið skaðlaust af
meirihluta vísindasamfélagsins
en sífellt fleiri hallast nú að því að
rafsegulsvið í of miklum mæli geti
verið skaðleg heilsu manna. „Í Sví-
þjóð hefur til dæmis risið samfé-
lag manna sem allir eiga það sam-
eiginlegt að geta ekki lifað við
rafsegulmengun inni í bæjunum.
Þetta fólk býr í hjólhýsum og notar
gas við kyndingu og eldamennsku,”
segir Valdemar.
„Oft er jarðsamband rafmagns
í húsum lélegt og rafsegulgeislun
getur komið í gegnum ýmsar
leiðslur í veggjum sem ekki eru
sjáanlegar berum augum eins og
heita- eða kaldavatnsrör eða jafn-
vel í gegnum steypustyrktargrind
hússins. Það er því erfitt fyrir
leikmann að leggja mat á það
hvort um rafsegulmengun sé að
ræða.“
Ef grunur leikur á því að raf-
segulmengun sé ástæða vanlíðun-
ar er ráð að kalla á fagmann sem
getur jarðtengt rafmagnstæki
hússins með fyrirhafnarlítilli
aðgerð. -árá
Rafmögnuð vanlíðan
Ýmislegt bendir til að rafsegulmengun geti valdið fólki vanlíðan. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Hraustar frumur
með hollum mat
Með því að að borða mat sem er ríkur af andoxunarefnum hjálpum
við frumum líkamans að halda heilbrigði sínu lengur. Andoxunarefni
hindra efnahvörf í frumum líkamans sem annars gefa frá sér skaðleg
eiturefni.
Andoxunarefni geta því styrkt ónæmiskerfið, komið í veg fyrir
sjúkdóma, dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa og jafnvel
minnkað hrukkumyndun.
Best er að fá andoxunarefnin beint úr fæðunni en rannsóknir hafa
sýnt að rándýr fæðubótaefni skila ekki jafn góðum árangri og matur
úr ríki náttúrunnar. Áhrifarík andoxunarefni eru t.d. C-vítamín, E-
vítamín, beta karotín og selen.
Við fáum heilmikið af C-vítamíni úr sítrónum, appelsínum, kíví,
greipaldin og mangó en einnig úr berjum eins og sólberjum og jarð-
arberjum. Apríkósur og plómur gefa okkur beta karotín en E-vítamín
fáum við t.d. úr grófu mjöli, jurtaolíum, eggjum, sojabaunum og
grænu grænmeti eins og spínati. Selen fáum við svo helst í tómötum,
spergilkáli og lauki, hveitikími og parahnetum
en einnig í kjötmeti eins og túnfiski,
kjúklingi, laxi og lifur.
- árá