Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 6
Keyrir þú oft yfir hámarks- hraða? Fylgist þú með eldhúsdagsum- ræðum? Eignarhlutur FL Group í finnska flugfélaginu Finnair nemur aðeins rúmlega sautján prósentum, samkvæmt upplýsing- um finnskra fjölmiðla í gær, og fá því íslensku hluthafarnir í Finnair ekki sjálfkrafa fulltrúa í stjórn. Yfir 20 prósenta hlutafjáreign þarf fyrir stjórnarsetu. Christoffer Taxell, stjórnarfor- maður Finnair, segir að spyrja verði hina hluthafana hvort Íslend- ingar geti fengið fulltrúa í stjórn á aðalfundi félagsins á fimmtudag- inn í næstu viku. Finnska ríkið á um 55 prósent í Finnair, FL Group tæp átján prósent og aðrir smærri hluti. „Hver og einn hluthafi hefur sama rétt til að leggja fram til- lögu,“ segir hann. „Þetta fer eftir því hvaða tillög- ur koma fram á fundinum. Það er gott að hafa í huga að samkvæmt finnskum hlutafélagalögum eru stjórnarmenn fulltrúar allra hlut- hafa,“ segir hann. Christoffer Taxell telur að yfir- lýsingar stjórnenda FL Group hafi vakið mikla athygli í fjölmiðlum í Finnlandi og segir að upplýsingar um áhuga íslensku hluthafanna á stjórnarsetu í félaginu hafi ekki borist nægilega snemma. Hann greinir frá því að Finnair hafi byggt upp flugstarfsemi til Asíu og að slagorð félagsins sé „Heim fyrir kvöldið“ en vill ekki segja neitt um það hvernig stefna Finnair og FL Group fari saman. Þarf að spyrja aðra hluthafa Harður árekstur varð milli þriggja bíla á Kringlu- mýrarbraut við Hamrahlíð um klukkan tvö í gær. Betur fór en á horfðist því tveir menn voru fluttir lítið meiddir á slysadeild. Bílarnir eru þó mikið skemmdir eftir áreksturinn. Að sögn lögreglu atvikaðist slysið þannig að bifreið var ekið eftir beygjuakrein fyrir umferð sem fer vestur Hamrahlíð, og lenti aftan á öðrum bíl, sem kast- aðist aftan á enn annan bíl. Tvo bíla þurfti að fjarlægja af vettvangi með dráttarbíl. Sá þriðji var í ökuhæfu ástandi. Meiddust lítið í hörðum árekstri Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hitti bæði Ian Paisley og Gerry Adams í Lond- on í gær. Blair ræddi við þá hvorn í sínu lagi um horf- ur á því að and- stæðar fylk- ingar þeirra á Norður-Ír- landi geti komið sér saman um stjórnarmynd- un áður en frestur til þess rennur út 26. mars. Paisley, sem er leiðtogi stærstu fylkingar mótmælenda, hefur ekki viljað segja neitt um þenn- an frest. Að loknum fundinum sagði Adams, leiðtogi Sinn Fein, að Blair telji kaþólska hafa gert nóg til þess að eiga rétt á aðild að stjórninni. Þrýstir á Paisley og Adams Flugvélin sem hætti við lendingu á Reykjavíkurflug- velli á föstudag hafði ekki feng- ið lendingarheimild eins og haft var eftir Hjördísi Guðmundsdótt- ur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, í Fréttablaðinu á mánudaginn. „Hið rétta í málinu er að flug- vélin hafði ekki fengið lendingar- heimild en var í svokölluðu sjón- aðflugi. Þegar þessi sama vél var komin á stutta lokastefnu var Fokker 50-flugvél, sem lent hafði á undan henni, enn á braut- inni. Því þurfti seinni flugvélin að fljúga annan umferðarhring. Bæði flugumferðarstjóri í flug- turni og flugstjóri flugvélarinn- ar í sjónaðfluginu voru vel með- vitaðir um stöðu mála og báðir fylgdu þeir réttum starfsaðferð- um. Að mati aðila málsins var aldrei um neina hættu að ræða í þessu tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Engin hætta skapaðist 26 ára gamall karlmað- ur var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir að hafa ítrekað ekið bif- reiðum án ökuréttinda og undir áhrifum áfengis á síðasta ári. Maðurinn var meðal annars handtekinn í maí eftir að hafa reynt að leika á lögreglu með því að leggja bíl sínum og stíga út þegar honum var veitt eftirför. Aðspurður sagði hann síðan kærustu sína, sem var með honum í bifreiðinni, hafa ekið henni. Lögreglumenn sem komu fyrir dóminn sögðu slíkt þó af og frá. Maðurinn hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis afbrot. Hann var síðast dæmdur í níu mánaða fangelsi í nóvember 2005. Reyndi að leika á lögregluna Eltingarleikur upp- hófst á Egilsstöðum í gær þegar ökumaður á sportbifreið þeyst- ist á ofsahraða í gegnum bæinn án þess að skeyta um stöðvunar- merki. Hraðast fór hann á 182 kílómetra hraða, og 134 kílómetra hraða innanbæjar. Alls eltu fimm lögreglubílar sportbílinn þegar mest var. Leið mannsins lá í gegnum bæinn, til Reyðarfjarðar, upp Fagradal, þaðan til Eskifjarðar og að lokum aftur til Egilsstaða þar sem lögreglu tókst að stöðva hann um klukkan sex. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun og var látinn gista fangageymslur. Eltu sportbíl um þrjú bæjarfélög Þrír piltar voru handteknir fyrir gaskútaþjófn- að í síðastliðinn sunnudag. Þeir höfðu stolið gaskútum frá tveim- ur heimilum í Hafnarfirði og reynt ítrekað að fá skilagjald fyrir þá á bensínstöðvum, en gengið illa. Að sögn lögreglunnar tókst þeim að lokum að fá inneign- arnótu fyrir ránsfenginn á bens- ínstöð, og fannst hún í fórum þeirra. Drengirnir, tveir þeirra fimmt- án ára og sá þriðji töluvert eldri, voru yfirheyrðir á svæðisstöðinni í Hafnarfirði og játuðu brot sín. Þrír teknir fyrir gaskútahnupl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.