Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur yfir að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrver- andi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tón- listartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gilles- pie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frí- dagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyði- lagt það allt saman með leiðinda- söng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söng- kona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Syk- urmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyði- legt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljóm- sveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðin- legt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvar- ana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafn- framt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti kom- ist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“ Nýstofnað hagsmunafélag íslenskra Daða er ein nýjasta viðbótin í sí- breytilega Myspace-flóruna. Á vin- alista félagsins má nú þegar finna tæplega þrjátíu Daða, og frá því að síðan fór í loftið í síðustu viku hefur hún verið heimsótt yfir 3.000 sinn- um, að sögn forsvarsmannsins Daða Rúnars Péturssonar. „Við sam- þykkjum bara Daða sem vini á síð- unni, fyrir utan Arnþór Jón Þor- varðsson, sem er guðfaðir samtak- anna,“ sagði Daði Rúnar. Markmið félagsins eru misalvar- leg, en á meðal þeirra er að stuðla að betri kjörum allra Daða. „Aðal- baráttumálið okkar er samt að við heitum ekki Davíð. Við höfum allir lent í þeim misskilningi, og ég per- sónulega bara síðast núna á sunnu- daginn,“ sagði Daði Rúnar, sem segir Döðum finnast á sér brotið. „Það eru líka miklar umræður um þetta í gangi á síðunni núna,“ benti hann á. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, sem miðast við 31. desem- ber 2004, bera 267 drengir á Íslandi nafnið Daði sem eiginnafn. Sé miðað við þær tölur hefur félagið á fyrstu starfsdögum sínum náð um tíu pró- sentum allra Daða á sitt band. Daði Rúnar var að vonum ánægður með árangurinn, en setur markið enn hærra. „Myspace er frekar þöngur hópur, svo við ætlum að stofna aðra heimasíðu. Þá ætlum við að hringja í alla Daða landsins og fá þá til að skrá sig,“ sagði hann. Daðar Íslands stofna hagsmunafélag „Það er Ab-mjólk og All Bran, þegar ég man það. Ef ég fæ mér morgunverð þá er það þetta.“ „Þessa kæru lagði ég fram í dag [í gær] eftir að hafa gefið lög- reglunni nákvæma skýrslu um umfjallanir Mannlífs og Ísafold- ar um áfengi. Ég kæri forsvars- menn ÁTVR og þar með íslenska ríkið fyrir áfengisauglýsingar,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs. Í kæru sinni vísar Reynir til þess að ÁTVR, sem einokunar- aðili á markaði, auglýsi sína vöru grimmt meðal annars í bækling- um sem þeir gefi út og á netinu. Reynir segir rannsóknarlögregl- una hafa tekið vel í kæruna og sé nú að skoða útgefið efni ríkisins í þessum efnum en þar má finna nöfn ábyrgðarmanna sem vænt- anlega svara þá til saka. Sjálfur var Reynir tekinn til yfirheyrslu vegna þess sem hann kallar meintar áfengisauglýsingar í tímaritum sem hann hefur stýrt. En er það ekki að fara á svig við lögin að tala um seldar um- fjallanir um áfengi sem efni en ekki auglýsingar? „Það má örugglega túlka það þannig. Umfjöllun okkar um kok- teila og slíkt. En lögin eru þannig að öll tímarit mega birta áfengis- auglýsingar en þá að því tilskildu að þær séu á ensku. Þessi tímarit eru seld í Eymundsson. Sem er mismunun á forsendum tungu- málsins. Það er verið að mismuna Íslendingum og útlendingum. Þetta er gölluð löggjöf og engin leið að bera virðingu fyrir slíku. Allir leita leiða til að auglýsa áfengi. Í hvert skipti klagar Lýð- heilsustofnun okkur.“ Reynir segir gott og vel. Það skuli þá þannig vera að stærsti auglýsandi á markaði, ríkið, sé rannsakað einnig. Ekki dugi að velja eitthvert eitt fórnarlamb úr. „Ég skal koma í yfirheyrslur vegna meintra áfengisauglýsinga en í hvert skipti sem ég verð kall- aður til yfirheyrslu mun ég kæra einhvern einn í leiðinni. Næst verður það hugsanlega, uhhh … Vanity Fair.“ Reynir kærir ríkið fyrir áfengisauglýsingar FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.