Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 62
Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa sem mest þeir mega þveg-
ið af sér „vinstrið“ í áherslum
sínum. Við vinstri græn berum
það hins vegar stolt og finnum
mikinn meðbyr með okkar mál-
stað. Fólk finnur að hugsjónir um
róttækar aðgerðir til betra lífs
eiga samleið með okkur. Æ fleiri
velja græna lit umhverfisins sem
er samofinn vinstrinu í VG, og
félagslegt réttlæti og jöfnuð sem
er samofið náttúruvernd og sjálf-
bærri þróun.
Við lifum á undarlegum tímum
þar sem öllu er snúið á haus. Rík-
isstjórn stærsta hægri flokks
landsins stendur í úreltum for-
sjárhyggju- og stóriðjufram-
kvæmdum. Á sama tíma hefur
„miðjan“ svokallaða færst svo
langt til hægri að hið pólitíska
landslag er vart þekkjanlegt frá
því sem var. Á slíkri stundu er
mikilvægt að vera með öflugan
innri áttavita og skýrt gildismat. Í
heimi fákeppni þar sem alþjóð-
legar risasamsteypur og auð-
hringir blasa við sem hið nýja
alræðisvald er það helsta von
okkar venjulegs fólks að krefjast
virkara lýðræðis og betra vel-
ferðarsamfélags – samfélags þar
sem við fólkið í
landinu veljum,
höfum áhrif og
ráðum för.
Vinstrið í
græna litnum
er ákall um
breytt verð-
mætamat. Við
stöndum fyrir
sterkt og heil-
brigt velferðar-
samfélag þar sem allir fá að lifa
með reisn, sjálfstæði og virðingu
á eigin forsendum. Við viljum eitt
samfélag fyrir alla þar sem fatl-
aðir sem ófatlaðir, sjúkir sem
heilbrigðir, aldraðir sem ungir,
konur sem karlar, gagnkynhneigð-
ir sem samkynhneigðir, innflytj-
endur sem innfæddir – allir um
landið allt, án undantekninga –
taka virkan þátt í samfélaginu á
grundvelli jafnræðis. Við stönd-
um fyrir skýlausa kröfu um að
hækka laun hinna lægst launuðu.
Við stöndum fyrir breytt verð-
mætamat þar sem fólk sem sinnir
öldruðum, fötluðum, börnum og
sjúkum fær góð og hvetjandi lífs-
kjör. Við stöndum fyrir útrým-
ingu á launamun kynjanna og
krefjumst jafnra valda og áhrifa
kvenna sem karla. Við stöndum
fyrir friðarstefnu þar sem Ísland
er strokað út af lista viljugra
árásarþjóða. Við stöndum fyrir
fjölbreytt atvinnulíf þar sem lítil
og meðalstór fyrirtæki fá að
blómstra og firrt stóriðjustefna
jafnt sem fákeppni risasasam-
steypna víkur. Við stöndum fyrir
skapandi og fjölþætt menntakerfi
fyrir alla og metnaðarfullt heil-
brigðiskerfi með einstaklings-
miðaðri þjónustu.
Vinstrið okkar stendur fyrir
velferð þar sem fólk og umhverfi
er í fyrirrúmi – og ekki allt er falt.
Skýr sýn til framtíðar málar
landslag velferðarsamfélags sem
byggir á sjálfbærri þróun og sátt
við náttúruna. Ef slíkt samfélag á
að verða að veruleika verða
skammtímahagsmunir, neyslu-
hyggja og gróðafíkn að víkja fyrir
varðveislu lífsgæða, fjölbreyti-
leika og náttúruvernd. Félagslegt
réttlæti, jöfnuður, kvenfrelsi,
fjölbreytt atvinnulíf, blómleg
byggð, róttæk umhverfisvernd
og sjálfbær þróun er það sem
koma skal. Það er aðkallandi rétt-
lætismál í öfgafullum heimi
hægri „miðjunnar“ (svokölluðu)
að beygja til vinstri út í græna
reitinn. Tími breytinga er kominn
og stund annars konar verðmæta-
mats á Íslandi er runnin upp. Ég
hlakka til.
Höfundur skipar 2. sæti Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
í Suðvesturkjördæmi.
Vinstri fyrir velferð
Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um
fátækt í íslensku samfélagi á
Grand Hóteli 15. mars næstkom-
andi kl. 8.30. Umræða um fátækt
á Íslandi á síðustu mánuðum
hefur einkum snúist um hag-
stærðir og mælingaaðferðir. Á
málþinginu verður hins vegar
dreginn fram í sviðsljósið veru-
leiki þess fólks sem býr við
fátækt og skort og kynntar nið-
urstöður rannsókna hvað slíkar
aðstæður leiða af sér í íslensku
samfélagi.
Niðurstöður rannsókna hafa sýnt
að til lengri tíma litið hefur 10%
þjóðarinnar búið við kjör og
aðstæður sem eru undir skil-
greindum fátæktarmörkum. Þá
hefur tekjuskipting aukist jafnt
og þétt á síðustu árum. Hópar
sem eru í hættu á að lenda í
fátækt eru lífeyrisþegar og lág-
launafólk á vinnumarkaði. Börn
eru mjög viðkvæm fyrir fátækt
og afleiðingum hennar og það er
staðreynd að mörg börn búa við
knöpp kjör og fátækt. Konur eru
í meiri hættu á að lenda í fátækt
og einstæðir foreldrar eru að
stórum hluta láglaunakonur og í
verulegri hættu á að lenda í
fátækt. Þá eru einhleypir karlar
margir illa settir.
Niðurstöður rannsókna á
Fátækt á Íslandi (sjá Hörpu
Njáls, 2003 og allt til 2006) sýna
að lágmarkslaun og lífeyris-
greiðslur duga ekki fyrir brýn-
ustu framfærslu. Afleiðingar
fátæktar eru minni félagsleg
þátttaka bæði fullorðinna og
barna, lélegra mataræði, verri
næring, sem leiðir til verra
heilsufars og afleiðingar fátækt-
ar koma hvað harðast niður á
börnum.
Um þessar staðreyndir verður
fjallað á málþinginu, þar sem
fimm félagsfræðingar, öll með
framhaldsmenntun, munu halda
erindi um fátækt í allsnægtar-
samfélagi.
Í fyrsta erindinu „Fátækt á
Íslandi?“ mun Snorri Örn Árna-
son, sérfræðingur hjá Capacent
Gallup, kynna niðurstöður nýrrar
könnunar Gallup. Yfirskrift
erindis Hörpu Njáls er „Fátækt
kvenna og barna“. Harpa fjallar
m.a. um hvernig fátækt leiðir til
andlegs álags, heilsubrests og
óhamingju. Að lifa við stöðugan
skort veldur miklu andlegu álagi
og auðmýkingu, leiðir til skertrar
sjálfsvirðingar og sorgar og nið-
urbrots á andlegu og líkamlegu
heilsufari bæði hjá fullorðnum og
börnum.
„Karlar í vanda“ er yfirskrift
erindis Guðnýjar Hildar Magn-
úsardóttur, félagsráðgjafa hjá
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.
Þar kemur m.a. fram að stærsti
hópurinn sem þiggur fjárhagsað-
stoð hjá Reykjavíkurborg eru
einhleypir karlar. Guðný setur
fram sýn sína á lagskiptingu
samfélagsins þar sem karlar eru
í meirihluta bæði í efstu og
neðstu lögum. Erindið fjallar um
karla í neðsta laginu. Stefán
Hrafn Jónsson fjallar um „Fátæk
börn og heilsusamlega lífshætti“.
Erindi Stefáns byggir á íslensk-
um hluta fjölþjóðlegrar rann-
sóknar á heilsu og lífskjörum
skólanema sem er samstarfs-
verkefni Lýðheilsustöðvar og
Háskólans á Akureyri. Niður-
stöður benda til þess að börn sem
búa við fátækt hér á landi telja
heilsu sína verri en önnur börn,
þau hreyfa sig minna, borða
sjaldnar hollan mat og fara
sjaldnar til tannlæknis en börn
úr efnameiri fjölskyldum.
Að lokum flytur Jón Gunnar
Bernburg, lektor við HÍ, erindi:
„Fátækt, vanlíðan og fráviks-
hegðun íslenskra ungmenna“.
Erindið er byggt á könnun frá
árinu 2006 (Jón Gunnar Bern-
burg, Þórólfur Þórlindsson og
Inga Dóra Sigfúsdóttir). Niður-
stöður benda til að upplifun ungl-
inga á efnahagslegum skorti á
heimili sínu sé áhættuþáttur fyrir
fjölmargar neikvæðar útkomur
þ.á m. reiði, depurð og afbrota- og
áhættuhegðun. Í erindinu verður
rætt um hugsanlegar skýringar á
þessum niðurstöðum.
Fundarstjóri er Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir, dósent við félagsvís-
indadeild Háskóla Íslands.
Með þessu framlagi vill Félags-
fræðingafélag Íslands dýpka
umræðu um fátækt á Íslandi og
veruleika hinna fátæku. Það er
umhugsunarefni hvaða áhrif
knöpp kjör og fátækt hefur á
þjóðfélagshópa og setur jafn-
framt mark sitt á íslenskt samfé-
lag.
Málþingið verður á Grand hóteli
og hefst kl. 8.00. Aðgangseyrir er
1.500 krónur og innifalið morgun-
verðarhlaðborð. Málþingið er
öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Frekari upplýsingar um dagskrá
málþingsins má finna á slóðinni
www.felagsfraedingar.is.
Höfundar eru í forsvari fyrir
fræðslu- og málþinganefnd
Félagsfræðingafélags Íslands.
Harpa Njáls er í doktorsnámi við
Háskóla Íslands. Stefán Hrafn
Jónsson starfar á Lýðheilsustöð.
Fátækt í allsnægtum?
Rannsóknaniðurstöður nýlegrar íslenskrar rannsóknar hafa
sýnt fram á sterk tengsl sýkla-
lyfjanotkunar barna og þróunar
penicillín ónæmra pneumókokka á
Íslandi á árunum 1993–2003. Þró-
unin á Íslandi hefur verið heil-
brigðisyfirvöldum erlendis
umhugsunarefni, sérstaklega þar
sem notkun sýklalyfja er bundin
við ávísanir læknanna sjálfra og
er þróunin á Íslandi oft nefnt,
öðrum löndum „víti til varnaðar“.
Niðurstöðurnar sýna að ónæmar
bakteríur blómstra í nefkoki 30%
barna sem fengið hafa sýklalyf
sem síðan smitast auðveldlega á
milli barna, jafnvel barna sem ekki
hafa fengið sýklalyf. Samt eykst
sýklalyfjanotkunin stöðugt milli
ára og jókst um
rúm 16% að
meðaltali á hvert
mannsbarn á
aðeins tveimur
árum eftir að
rannsókninni
lauk 2003 og
nota Íslendingar
áfram mest allra
Norðurlanda-
þjóða af sýkla-
lyfjum. Sýkla-
lyfjaónæmið er
að sama skapi meira hér á landi og
þurfa t.d. 3-5 börn að leggjast inn
til sýklalyfjameðferðar með sterk-
ustu sýklalyfjunum í æð á Barna-
spítala LSH að meðaltali í hverjum
mánuði vegna sýkinga sem þessar
bakteríur valda.
Mikilvægt er að reyna að snúa
þessari þróun við. Grein um efnið
er birt á heimasíðu Heilsugæsl-
unnar, Ofnotkun sýklalyfja og
heilsa ísl. barna. Doktorsritgerð
höfundar um efnið má nálgast á
http://www.laeknadeild.hi.is/page/
rit
Þótt furðulegt megi teljast
gleymist þessi umræða ævinlega
þegar rætt er um lýðheilsumál
barna almennt en börnin nota hlut-
fallslega mest af sýklalyfjunum.
Sýklalyfjaónæmi er ein af alvar-
legustu heilbrigðisógnum framtíð-
ar að mati Alþjóðlegu heilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO). Aðal
skilaboð stofnunarinnar eru að
draga verulega úr sýklalyfjanotk-
uninni sem oft er óþörf eins og
rannsóknir hérlendis og erlendis
sýna. Aðalvandinn á Íslandi, sér-
staklega á höfuðborgarsvæðinu,
er að foreldrar kjósa oft frekar að
sækja skyndiþjónustu fyrir börnin
sín, oftast vegna eyrnabólgu tengt
kvefi og veirusýkingum, í stað
þess að leita til „eigin“ læknis, sem
getur ákveðið að fylgja málum
eftir og endurmetið sýkingar-
ástandið í stað þess að skrifa á
ótímabærar sýklalyfjaávísanir.
Afleiðingar eru hins vegar slæmar
þegar til lengi tíma er litið, hratt
vakandi ónæmi sýkla þannig að
stöðugt verður erfiðara að treysta
á örugga sýklalyfjameðferð við
alvarlegri sýkingum, meiri líkur á
endurteknum sýkingum eins og
miðeyrnabólgum og þá meiri notk-
un hljóðhimnuröra eins og sást í
ísl. rannsókninni.
Eins og staðan er í dag er ekki
endilega spurt hvað börnunum
henti best í þessu sambandi heldur
stuðlar „kerfið“ meira að því að
foreldrar þurfi ekki að fá frí frá
vinnu á daginn til að sækja læknis-
hjálp fyrir börnin og að foreldr-
arnir þurfi jafnvel ekki að taka sér
frí næstu daga vegna veikinda
barnanna þar sem sýklalyfin eru
oft látin duga sem einhvers konar
„gæðatrygging“ fyrir batanum.
Hagur barna í þessu ljósi er sér-
staklega athyglisverður þar sem
börnin og foreldrar þeirra eiga sér
engan ákveðinn málsvara.
Höfundur er læknir.
Af hverju nota Íslendingar svona mikið af sýklalyfjum?
Sýklalyfjaónæmi er ein af
alvarlegustu heilbrigðisógnum
framtíðar að mati Alþjóðlegu
heilbrigðisstofnunarinnar
(WHO). Aðal skilaboð stofnun-
arinnar eru að draga verulega
úr sýklalyfjanotkuninni sem
oft er óþörf eins og rannsóknir
hérlendis og erlendis sýna.
KVEF?
NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur.
Við hlustum!
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang
veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef
eða infl úensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfi ð ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími
styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstífl u og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fl jótt og áhrifi n vara í 6-10 klst. Otrivin getur
valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfi nningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn.Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð.
Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Strepsils töfl ur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki.Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu.Venjulega er ein tafl a látin
leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfi ð þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1-2 töfl ur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á
önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöfl ur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu
fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töfl ur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum,
skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfi ð er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur
bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfi ð ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir
við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.