Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 73
Græna ljósið og SkjáBíó efna
til mikillar veislu heima í stofu
fyrir áskrifendur Skjásins. Kvik-
myndaveislan hefst í dag með
sýningu írönsku kvikmyndarinn-
ar Offside en hún hlaut Silfur-
björninn í Berlín í fyrra. Í fram-
haldi verða síðan níu myndir
sýndar í heilan mánuð sem allar
eiga það sameiginlegt
að koma ekki á mynd-
bandaleigur landans
og vera frá níu mis-
munandi löndum en meðal þeirra
eru myndir frá Hollandi, Banda-
ríkjunum og Japan. Er því hér
um einstakt tækifæri að ræða
fyrir kvikmyndaunnendur.
Meðal þeirra leikstjóra sem
eiga kvikmyndir á þessari „stofu-
hátíð“ má nefna hinn umdeilda
Lukas Moodysson sem síðast
gerði Hole in my Heart en hún
fékk gríðarlega sterk viðbrögð.
Og Moodysson heldur áfram
að skoða skúmaskot manns-
hugans í myndinni Contain-
er.
Að sögn Ísleifs B. Þórhalls-
sonar hjá Græna ljósinu er
ekki loku skotið fyrir
það að svona verði end-
urtekið í framtíðinni og að jafn-
vel verði um árvissan atburð að
ræða.
Kvikmyndaveisla í stofunni
Fjórir munaðar-
leysingjar sem
allir eiga það
sameiginlegt
að hafa komist
í hann krappan
fara í heimsókn
til súkkulaði-
framleiðandans
Willy. Þar kom-
ast þau á snoðir
um dularfullar
dyr sem flytja
þau til Gnarníu
en þar hefur
hinn illa hvíta
tík lagt álög á
íbúa héraðsins. Fjórmenningarnir
taka því höndum saman og berjast
gegn henni.
Síðan kvik-
myndir á
borð við Air-
plane komu
fram á sjón-
arsviðið
hefur það
tíðkast að
gera grín að
vinsælustu
myndunum
hverju sinni.
Epic Movie
er enn ein
viðbótin við
þetta form og
þótt mörgum
þyki þetta heldur þunnur þrett-
ándi þá njóta þær töluverðra vin-
sælda hjá yngri kynslóðinni.
Grín að stórmyndum
SKRÚFUDAGUR
Komdu og taktu þátt í skemmtilegri dagskrá og kynntu þér það
nám sem er í boði.
NÁMSKYNNING
Stúdentspróf
Einka- og atvinnuflugmannspróf
Vélstjórnar- skipstjórnarpróf
Alþjóðleg réttindi
DAGSKRÁ
Véla-, siglinga- og flughermar
Nemendur og kennarar að störfum við vélar og tæki
Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 13:30
Turninn verður opinn gestum
Ókeypis ferðir á milli Fjöltækniskólans og Flugskólans á
Reykjavíkurflugvelli
Dregið úr lukkupotti kl. 16:00. Tímar í flughermi og útsýnisflug yfir
Reykjavík í verðlaun. Útsýnisflugið er strax að úrdrætti loknum
Kvenfélögin Hrönn og Keðjan selja kaffiveitingar gegn vægu gjaldi
Allir velkomnir
Opið hús í Fjöltækniskólanum við Háteigsveg laugardaginn 17. mars
kl. 13:00 - 16:30. Lukkupottur, heppnir gestir 15 ára og eldri geta unnið
útsýnisflug yfir Reykjavík og tíma í flughermi. Þyrla Landhelgisgæslunnar
sýnir björgun kl. 13:30.
HÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 WWW.FTI.IS
Nám í Fjöltækniskóla Íslands hentar m.a. þeim sem; vilja ljúka
stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með véltækni,- raftækni,- skipstækni-
eða einkaflugmannsprófi.
Vilja verða skipstjórar, flugmenn, vélstjórar, vélfræðingar hjá
orkufyrirtækjum eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám á tæknisviði.