Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 74
Hótel Holt bauð gestakokkinn Jean-Yves Johany velkominn til leiks í vikunni, en hann er fyrst- ur þriggja franskra kokka sem kemur hingað til lands í tengsl- um við frönsku menningarhátíð- ina Pourquoi-pas?. Kokkarnir hafa allir hlotið eina eða tvær Michel- in stjörnur og því um mikinn feng fyrir íslenska matarunnendur að ræða. Tveir matreiðslumeistar- anna verða á Hótel Holti, en sá þriðji hjá Sigga Hall. „Kokkarnir voru valdir af franska sendiráðinu,“ segir Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótel- stjóri á Hótel Holti. „Þeir koma svo allir með sína matseðla með sér. Johany kemur frá Suður- Frakklandi og á veitingahús á frönsku rivíerunni. Þetta er eng- inn aukvisi,“ sagði Eiríkur kátur. Hann var einkar ánægður með suður-franska matseðilinn. „Við höfum ekki fengið mikið af heim- sóknum frá því landssvæði. Mat- reiðslan í Provence er miklu létt- ari, og mér finnst hún persónu- lega langskemmtilegust. Þeir nota mikið af rótargrænmeti og olíum, og eru ekki með þessa gömlu, frönsku klassík og þungu sósur,“ sagði Eiríkur. „Það eru meiri áhrif frá Ítalíu og Spáni en uppi í sveitum,“ bætti hann við. Johany verður á Hótel Holti til 18. mars. Næstu gestir eru vænt- anlegir í apríl og maí, þegar Guy Lassausaie heimsækir Hótel Holt. Michelin-kokkur á Holtinu að ef skápaplássið í eld- húsinu er lítið er tilvalið að skella nokkrum snögum upp. Mörg búsáhöld eru til þess gerð að hengja upp, og fallegt sigti á fallegum snaga getur verið jafn fallegt og það er hagkvæmt. Ógleymanleg gúllassúpa í Ungverjalandi Þemadagar í vínbúðunum í mars eru tileinkaðir vínum frá Bandaríkj- unum og Argentínu. Af því tilefni munu Vínþjónasamtökin standa fyrir bandarískum degi á Nordica hóteli á morgun klukkan 17. Víngerðar- maðurinn Cal Dennison frá Gallo mun halda fyrirlestur um vín fyrir- tækisins og þá miklu sprengju sem hefur orðið í víngerð í Kaliforníu undanfarin áratug. Á eftir verður kynning á bandarískum vínum frá helstu framleiðendum sem selja vín sín hér á landi. Gallo er eitt kunnasta vínfyrirtæki heims og hefur löngum verið það stærsta þótt eitthvað hafi það breyst við samruna stórfyrirtækja nýverið. Bræðurnir Julio og Ernst Gallo stofnuðu það árið 1933 þegar áfengisbanni í Bandaríkjunum var aflétt. Þetta var á miðjum kreppuár- unum og aðgangur þeirra að lánsfé var takmarkaður, sagt er að tengda- móðir Ernst hafi lánað þeim allt sparifé sitt. Bræðurnir kunnu ekkert í víngerð og gerðu fyrstu vín sín eftir gömlum bæklingi sem þeir fundu á bókasafni. En þeir reyndust harðskeyttir viðskiptamenn, óhemju duglegir og voru fljótir að læra handtökin. Þeir skiptu með sér verkum og sá Julio um víngerðina en Ernst um markaðssetninguna. Og það var markaðssetningin sem skilaði þeim hinum gífurlega árangri fyrirtæk- isins eins og lesa má um í fjölda minningargreina sem birst hafa um Ernst Gallo sem lést í síðustu viku, 97 ára að aldri. Hann er talinn í hópi helstu markaðsmanna síðustu aldar í Bandaríkjunum. Julio vildi ekki gefa bróður sínum neitt eftir og sagð- ist alltaf geta framleitt meira en Ernst gæti selt. Ernst sneri þessari staðhæfingu að sjálfsögðu við. Áður en Julio lést 1994 var hann búinn að leggja drög að stefnu- breytingu fyrirtækisins inn á braut dýrari og betri vína en lengstum hafði Gallo verið þekkt fyrst og fremst sem framleiðandi ódýrra borðvína. Þessi stefnubreyting skil- aði miklum árangri og verðlaunum á vínsýningum. Vín frá Gallo hafa fengist hér á landi um langt skeið og verið í hópi vinsælustu bandarískra vína. Má nefna vín eins og rósavínið Carlo Rossi, Turning Leaf vín- línuna og nýjustu viðbótina, vínin sem kennd eru við dalinn fræga og heita Napa Valley Reserve og fást hér úr þrúgunum cabernet sauvignon og chard- onnay. Víngerðarmaðurinn Cal Dennison ber ábyrgð á mörgum þessara vína. Hann hefur verið í hópi fremstu víngerðarmanna Kaliforníu í tuttugu ár og þykir skemmtilegur fyrirlesari. Hann er mik- ill hestamaður, keppnismaður meira að segja í því hættulega sporti sem kallað er ródeó. Kaliforníujöfrar Tónlistarmaðurinn Davíð Olgeirs- son nýtur sín vel í eldhúsinu sínu. Þar er það oftast kjúklingur sem ratar í pottana. „Við eldum mikið á þessu heimili,“ sagði Davíð. „Við erum líka mikið kjúklingafólk, eins og okkar kynslóð er. Þegar ég var að alast upp var mikið um salmonellu um tíma. Foreldrar mínir hættu alveg að kaupa kjúkl- ing í nokkur ár. Ætli maður sé ekki að bæta upp fyrir það núna,“ segir hann sposkur. Þó að Davíð hafi lengi verið liðtækur í eldhúsinu segir hann matreiðsluáhugann hafa aukist eftir að hann flutti í Bryggju- hverfið. „Eldhúsið okkar er svo æðislegt. Það er opið, svo að maður er aldrei frá fólk- inu, og svo er sjávarútsýni. Það er bara ekk- ert skemmtilegra en að standa í eldhúsinu,” sagði Davíð. Hann er einnig hrifinn af eld- hústækjum, og fjárfesti til dæmis nýlega í pönnunni góðu í Ikea. „Hún hefur verið ósp- art notuð síðan. Þetta er grillpanna, sem kemur í staðinn fyrir grillið á veturna. Svo gerir hún mjög fallegar rendur í steikurn- ar,“ sagði Davíð, sem er einmitt umhugað um útlit matrétta. „Mér finnst það vera mikið atriði, þó að fimm ára prinsessan sé ekki endilega sammála.” Kjúklingabringurnar í uppskriftinni sem Davíð deilir með lesendum segir hann best að steikja í 10-12 mínútur á hvorri hlið. Davíð mælir einnig hiklaust með smjöri á pönnuna. „Mér finnst bragðið sem það gefur svo gott,“ sagði hann. Að lokum mælir hann með snöggsteiktum sykurbaunum sem meðlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.