Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Upplýsa um
kosti og galla
Aftur komnar á dagskrá
Sérnefnd um stjórnarskrár-
mál hefur frumvarp Geirs
H. Haarde forsætisráðherra
til skoðunar, sem kveður
á um að náttúruauðlindir
landsins skuli vera í þjóðar-
eign. Er frumvarpið merk-
ingarlaust? Eiga pólitískar
yfirlýsingar heima í stjórn-
arskrá? Þessar spurning-
ar voru meðal þeirra sem
ræddar voru á fundi í Há-
skólanum í Reykjavík í gær.
„Lagalega gengur það ekki upp að
villt og vörslulaus dýr, þar á meðal
fiskar, séu undirorpin einhvers
konar einstaklingseignarrétti (eða
sameignarrétti). Til að eignast
villt dýr verður maður fyrst að
veiða það. „Sameign þjóðarinnar“
eða „þjóðareign“ á nytjastofnum
getur af þessum sökum ekki vísað
til „eignar“, hvorki eignar ein-
staklinga né ríkisins [...] Með
stjórnarskrárákvæði um „sam-
eign þjóðarinnar“ eða „þjóðar-
eign“ er boltinn gefinn upp fyrir
ágreining og illdeilur, enda getur
hver sem er gefið hugtökum sem
þessum merkingu af pólitískri
vild.“ Svo segir í grein Skúla
Magnússonar héraðsdómara,
Auglýst eftir efnislegu inntaki!,
sem birtist í Fréttablaðinu 7.
mars.
Þar færði hann fyrir því rök, í
stuttu máli, að auðlindaákvæði
sem ríkisstjórnarflokkarnir
stefna að því að setja í stjórnar-
skrána, sé merkingarlaust og til
þess fallið að skapa réttaróvissu
sem sé óheppileg.
„Hefði verið hægt að ná fram
sama tilgangi með frumvarpinu,
sem stjórnarflokkarnir vildu ná
fram, með því að komast undan
því að nota hugtakið þjóðareign?“
spurði Guðrún Gauksdóttir dós-
ent í inngangserindi sínu á fund-
inum í gær.
„Þetta er fyrst og fremst pólitísk
stefnuyfirlýsing,“ sagði Bjarni
Benediktsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks og einn nefndar-
manna í sérnefnd um stjórnar-
skrármál, í framsöguerindi sínu í
gær. „Það er hlutverk þingsins að
reyna að lágmarka alla réttar-
óvissu í tengslum við breytingar á
stjórnarskránni, og útrýma henni
ef hægt er. Það er að mörgu að
hyggja í þessu máli og ég útiloka
ekki að frumvarpið taki breyting-
um áður en það verður samþykkt,“
sagði Bjarni enn fremur. Hann
sagði kjarnann í frumvarpinu
vera pólitíska yfirlýsingu um
„áréttingu á fullveldisrétti“ yfir
auðlindum landsins.
„Pólitískar yfirlýsingar eiga
ekkert erindi í stjórnarskrá,“
sagði Kristrún Heimisdóttir, full-
trúi Samfylkingarinnar í stjórnar-
skrárnefnd, í erindi sínu. Hún
lagði áherslu á að Samfylkingin
styddi tillögur sem fram hefðu
komið í starfi auðlindanefndar
árið 2000 en í starfi þeirrar nefnd-
ar kom fram sú stefna að stjórn-
arskrárfesta þjóðareign á auð-
lindum og taka upp gjaldtöku
fyrir nýtingu, svokallað auðlinda-
gjald.
Hún sagðist enn fremur líta svo
á að hugtakinu þjóðareign væri
gefið efnismeira inntak í tillögum
auðlindanefndar heldur en í því
Sátt um auðlindaákvæði fjarlæg
Höfðabakka 3 • Borgartúni 29 • Glerárgötu 34
Satellite Pro A120-163
Intel Core Duo T2050
512MB vinnsluminni
15,4” skjár
60GB harður diskur
Aðeins
89.900kr./stgr.
Áður 119.866kr.
Fermingartilboð