Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Árið 2050 mun Bret-
land hafa dregið úr útblæstri kol-
díoxíðs um 60 prósent og um 26 til
32 prósent árið 2020 miðað við
stöðuna árið 1990 samkvæmt
frumvarpsdrögum sem bresk
stjórnvöld kynntu á þriðjudag.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði frumvarpið
marka tímamót og muni verða for-
dæmi fyrir aðra þjóðarleiðtoga um
að berjast af krafti gegn þeim
ógnum sem fylgi loftslagsbreyt-
ingum. Sagði Blair að markmið
Bretlands væri að þvinga aðrar
Evrópuþjóðir til aðgerða og jafn-
vel Bandaríkjamenn, Kínverja og
Indverja einnig.
Í frumvarpinu er meðal annars
kveðið á um að fimm ára áætlanir
um útblástur verði settar fram
með að minnsta kosti fimmtán ára
fyrirvara. Er því ætlað að varpa
ljósi á ferlið og einnig að hvetja
fyrirtæki og einstaklinga til að
fjárfesta í umhverfisvænni tækni.
Nefnd um loftslagsbreytingar
verður skipuð sem veitir stjórn-
völdum sérfræðiráðgjöf við að ná
markmiðum laganna. Nefndin mun
einnig árlega skila framvindu-
skýrslu til þingsins sem stjórnvöld
þurfa að svara fyrir.
Þá þurfa stjórnvöld að gefa út
skýrslu að minnsta kosti á fimm
ára fresti um áhrif loftslagsbreyt-
inga á þeim tíma og hverjar horf-
urnar eru samkvæmt spám.
Lokaútgáfa frumvarpins verður
lögð fram í þinginu seinna á þessu
ári og vonast stjórnvöld til að það
verði að lögum á fyrri helmingi
næsta árs.
„Tannverndarkerfið er
ónýtt,“ segir Sigurjón Benedikts-
son, formaður Tannlæknafélags
Íslands. „Við eigum að vera ein af
ríkustu þjóðum í heimi en börnin
okkar eru með skemmdar tennur
af því foreldrarnir hafa ekki efni
á að senda þau til tannlæknis.“
Sigurjón segir að allstaðar á
Norðurlöndunum greiði ríkið
allan kostnað við tannvernd
barna, en það sé ekki uppi á
teningnum hér. „Fólk skilur þetta
ekki og heldur að það sé eitthvað
kerfi í gangi, en svo er ekki.“
Eina leiðin fyrir ríkið til að spara
í þessum málum sé að menn séu
með heilar tennur.
Tannverndar-
kerfi ekki til
Skuldbindandi samn-
ingar ráðuneyta árabilið 2006 til
2007 eru 195 talsins og upphæðin
sem ríkissjóður greiðir vegna
þeirra nemur rúmlega 94 milljörð-
um króna. Þetta kemur fram í
samantekt Ríkisendurskoðunar á
skuldbindandi samningum ráðu-
neyta og styrkveitinga ríkissjóðs
á árinu 2006.
Dýrustu skuldbindingarnar eru
vegna samninga á vegum landbún-
aðarráðuneytisins, en þeir eru
flestir framvirkir og kosta ríkis-
sjóð 34,4 milljarða á tímabilinu
2006-2010. Þar munar mest um
greiðslur vegna mjólkurfram-
leiðslu (23,1 milljarður á samnings-
tímanum) og sauðfjárræktar (sjö
milljarðar) auk greiðslu til Bænda-
samtaka Íslands (3,2 milljarðar).
Í samantektinni eru gerðar
athugasemdir við eftirlit með
framfylgni samninganna á fjöl-
mörgum stöðum. Meðal annars
segir í umfjöllun um eftirlit með
samningum við félagasamtök að
„lítið er því vitað um þau skil og
hvernig endurskoðun er háttað. Í
mörgum tilfellum fela samning-
arnir í sér gríðarlega miklar fjár-
hæðir.“
Jón Bjarnason, fulltrúi vinstri
grænna í fjárlaganefnd, segir að
sér þyki fjárreiðulögin ansi langt
tengd með öllum þessum skuld-
bindandi samningum. „Þetta eru
tæplega 200 aðilar sem búið er að
gera skuldbindandi samninga við
upp á 94 milljarða króna, án þess
að viðunandi eftirlitskerfi hafi
verið byggt upp samhliða. Það
verður að segjast eins og er að
þetta er á mörkum þess að vera
lagalega heimilt. Þá er það veru-
legt áhyggjuefni þegar ráðherrar
gera framvirka samninga upp á
sitt einsdæmi.“
Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylk-
ingar í nefndinni, tekur undir með
Jóni. „Þetta eru orðnar mjög háar
fjárhæðir sem eru í þessum samn-
ingum og menn hafa ekki sinnt því
að byggja upp aðhalds- og eftir-
litsþáttinn í samræmi við það.“
Hann gerir einnig athugasemdir
við lengd sumra þeirra samninga
sem gerðir hafa verið, sérstaklega
í landbúnaðargeiranum. „Það er
raunverulega hægt að segja að
það sé búið að taka fjárstýringar-
valdið af þingmeirihlutanum á
næsta kjörtímabili í þessum stóru
búvörusamningum. Núverandi
meirihluti er því að semja langt út
fyrir sitt umboð og það hlýtur að
orka tvímælis að ganga frá stór-
um skuldbindandi samningum á
síðustu dögum kjörtímabilsins.“
Eftirlit með framkvæmd
samninga hefur brugðist
Ríkisstjórnin hefur gert 195 skuldbindandi samninga sem kosta ríkissjóð 94,1 milljarð króna. Um þriðjung-
ur fer í búvörusamninga. Eftirlit með framkvæmd samninga hefur brugðist í einhverjum tilfellum segir
formaður fjárlaganefndar. Jón Bjarnason segir suma samninga á mörkum þess að vera lagalega heimilir.
Birkir Jón Jónsson, for-
maður fjárlaganefndar, segir það
liggja ljóst
fyrir að eftir-
lit með fram-
kvæmd samn-
inga hafi
brugðist í ein-
hverjum til-
fellum.
„Dæmin
sanna það, en
við viljum
stuðla að
aðgerðum
sem minnka líkurnar á því að slíkt
geti gerst í framtíðinni.“
Hann telur ekkert óeðlilegt að
gera framvirka samninga sem ná
jafnvel fram yfir komandi kjör-
tímabil. „Það er ljóst að einstakir
aðilar sem sinna samfélagslegri
þjónustu fyrir hönd ríkisins þurfa
náttúrlega að hafa fast land undir
fótum. Þetta er því réttlætanlegt í
mörgum tilvikum.“
Viljum stuðla
að betra eftirliti
Siv Friðleifsdóttir,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, hefur skipað nefnd til
að ráðast í heildarendurskoðun á
lögum um málefni aldraðra.
Meðal þeirra aðfinnslna sem
skoðaðar verða í nefndinni eru
að lögin leggi of mikla áherslu á
stofnanaþjónustu við aldraða, það
endurspegli síðan ekki þau mark-
mið að styðja aldraða til sjálf-
stæðrar búsetu og að lögin kveði
ekki nægilega vel á um verka-
skiptingu varðandi mýmörg verk-
efni málaflokksins.
Á meðal þeirra sem skipað-
ir voru í nefndina eru Jón Kristj-
ánsson, fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra, og Matthías Halldórs-
son landlæknir.
Endurskoðar
lög um aldraða