Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Árið 2050 mun Bret- land hafa dregið úr útblæstri kol- díoxíðs um 60 prósent og um 26 til 32 prósent árið 2020 miðað við stöðuna árið 1990 samkvæmt frumvarpsdrögum sem bresk stjórnvöld kynntu á þriðjudag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði frumvarpið marka tímamót og muni verða for- dæmi fyrir aðra þjóðarleiðtoga um að berjast af krafti gegn þeim ógnum sem fylgi loftslagsbreyt- ingum. Sagði Blair að markmið Bretlands væri að þvinga aðrar Evrópuþjóðir til aðgerða og jafn- vel Bandaríkjamenn, Kínverja og Indverja einnig. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að fimm ára áætlanir um útblástur verði settar fram með að minnsta kosti fimmtán ára fyrirvara. Er því ætlað að varpa ljósi á ferlið og einnig að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að fjárfesta í umhverfisvænni tækni. Nefnd um loftslagsbreytingar verður skipuð sem veitir stjórn- völdum sérfræðiráðgjöf við að ná markmiðum laganna. Nefndin mun einnig árlega skila framvindu- skýrslu til þingsins sem stjórnvöld þurfa að svara fyrir. Þá þurfa stjórnvöld að gefa út skýrslu að minnsta kosti á fimm ára fresti um áhrif loftslagsbreyt- inga á þeim tíma og hverjar horf- urnar eru samkvæmt spám. Lokaútgáfa frumvarpins verður lögð fram í þinginu seinna á þessu ári og vonast stjórnvöld til að það verði að lögum á fyrri helmingi næsta árs. „Tannverndarkerfið er ónýtt,“ segir Sigurjón Benedikts- son, formaður Tannlæknafélags Íslands. „Við eigum að vera ein af ríkustu þjóðum í heimi en börnin okkar eru með skemmdar tennur af því foreldrarnir hafa ekki efni á að senda þau til tannlæknis.“ Sigurjón segir að allstaðar á Norðurlöndunum greiði ríkið allan kostnað við tannvernd barna, en það sé ekki uppi á teningnum hér. „Fólk skilur þetta ekki og heldur að það sé eitthvað kerfi í gangi, en svo er ekki.“ Eina leiðin fyrir ríkið til að spara í þessum málum sé að menn séu með heilar tennur. Tannverndar- kerfi ekki til Skuldbindandi samn- ingar ráðuneyta árabilið 2006 til 2007 eru 195 talsins og upphæðin sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra nemur rúmlega 94 milljörð- um króna. Þetta kemur fram í samantekt Ríkisendurskoðunar á skuldbindandi samningum ráðu- neyta og styrkveitinga ríkissjóðs á árinu 2006. Dýrustu skuldbindingarnar eru vegna samninga á vegum landbún- aðarráðuneytisins, en þeir eru flestir framvirkir og kosta ríkis- sjóð 34,4 milljarða á tímabilinu 2006-2010. Þar munar mest um greiðslur vegna mjólkurfram- leiðslu (23,1 milljarður á samnings- tímanum) og sauðfjárræktar (sjö milljarðar) auk greiðslu til Bænda- samtaka Íslands (3,2 milljarðar). Í samantektinni eru gerðar athugasemdir við eftirlit með framfylgni samninganna á fjöl- mörgum stöðum. Meðal annars segir í umfjöllun um eftirlit með samningum við félagasamtök að „lítið er því vitað um þau skil og hvernig endurskoðun er háttað. Í mörgum tilfellum fela samning- arnir í sér gríðarlega miklar fjár- hæðir.“ Jón Bjarnason, fulltrúi vinstri grænna í fjárlaganefnd, segir að sér þyki fjárreiðulögin ansi langt tengd með öllum þessum skuld- bindandi samningum. „Þetta eru tæplega 200 aðilar sem búið er að gera skuldbindandi samninga við upp á 94 milljarða króna, án þess að viðunandi eftirlitskerfi hafi verið byggt upp samhliða. Það verður að segjast eins og er að þetta er á mörkum þess að vera lagalega heimilt. Þá er það veru- legt áhyggjuefni þegar ráðherrar gera framvirka samninga upp á sitt einsdæmi.“ Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylk- ingar í nefndinni, tekur undir með Jóni. „Þetta eru orðnar mjög háar fjárhæðir sem eru í þessum samn- ingum og menn hafa ekki sinnt því að byggja upp aðhalds- og eftir- litsþáttinn í samræmi við það.“ Hann gerir einnig athugasemdir við lengd sumra þeirra samninga sem gerðir hafa verið, sérstaklega í landbúnaðargeiranum. „Það er raunverulega hægt að segja að það sé búið að taka fjárstýringar- valdið af þingmeirihlutanum á næsta kjörtímabili í þessum stóru búvörusamningum. Núverandi meirihluti er því að semja langt út fyrir sitt umboð og það hlýtur að orka tvímælis að ganga frá stór- um skuldbindandi samningum á síðustu dögum kjörtímabilsins.“ Eftirlit með framkvæmd samninga hefur brugðist Ríkisstjórnin hefur gert 195 skuldbindandi samninga sem kosta ríkissjóð 94,1 milljarð króna. Um þriðjung- ur fer í búvörusamninga. Eftirlit með framkvæmd samninga hefur brugðist í einhverjum tilfellum segir formaður fjárlaganefndar. Jón Bjarnason segir suma samninga á mörkum þess að vera lagalega heimilir. Birkir Jón Jónsson, for- maður fjárlaganefndar, segir það liggja ljóst fyrir að eftir- lit með fram- kvæmd samn- inga hafi brugðist í ein- hverjum til- fellum. „Dæmin sanna það, en við viljum stuðla að aðgerðum sem minnka líkurnar á því að slíkt geti gerst í framtíðinni.“ Hann telur ekkert óeðlilegt að gera framvirka samninga sem ná jafnvel fram yfir komandi kjör- tímabil. „Það er ljóst að einstakir aðilar sem sinna samfélagslegri þjónustu fyrir hönd ríkisins þurfa náttúrlega að hafa fast land undir fótum. Þetta er því réttlætanlegt í mörgum tilvikum.“ Viljum stuðla að betra eftirliti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hefur skipað nefnd til að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Meðal þeirra aðfinnslna sem skoðaðar verða í nefndinni eru að lögin leggi of mikla áherslu á stofnanaþjónustu við aldraða, það endurspegli síðan ekki þau mark- mið að styðja aldraða til sjálf- stæðrar búsetu og að lögin kveði ekki nægilega vel á um verka- skiptingu varðandi mýmörg verk- efni málaflokksins. Á meðal þeirra sem skipað- ir voru í nefndina eru Jón Kristj- ánsson, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, og Matthías Halldórs- son landlæknir. Endurskoðar lög um aldraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.