Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Kaupþing, ástralska verðbréfafyr- irtækið Macquarie Bank og nokkrir fjárfestingasjóðir hafa fest kaup á bandaríska fasteignafélaginu Spirit Finance í Scottsdale, Arizona. Kaup- verðið nemur tæpum 238 milljörð- um króna auk vaxtaberandi skulda að upphæð 129 milljarða króna og verður félagið afskráð úr Kauphöll- inni í New York. Helgi Þór Bergs, framkvæmda- stjóri Kaupþings í Lundúnum, segir að Spirit kaupi fasteignir af fyrir- tækjum, til dæmis verslanakeðjum, og leigi þær aftur til seljenda. Þannig býðst fyrirtækjunum að fjármagna sig á hagkvæmari hátt. „Við höfum verið í rekstri sem þessum í Bretlandi þar sem hlut- irnir eru þróaðri en í Bandaríkjun- um. Það eru mjög öflugir stjórn- endur á bak við fyrirtækið sem hefur stækkað hratt á tiltölulega skömmum tíma. Við sjáum ákveðin tækifæri í því að skoða með þeim hluti í Evrópu og teljum að það sé hægt að stækka fyrirtækið enn frekar.“ Eignir Spirit námu 190 milljörð- um króna um síðustu áramót. Tækifæri í Evrópu Kaupþing tekur þátt í 238 milljarða kaupum í BNA. Hagnaður Byrs sparisjóðs, sem er sameinaður sparisjóður SPH og SPV, var meiri en ráð var fyrir gert en hann skilaði 2.678 milljóna króna hagnaði í fyrra. Þetta kom fram í máli Jóns Þorsteins Jóns- sonar, stjórnarformanns Byrs, á fyrsta aðalfundi nýja sparisjóðs- ins í vikunni. Var starfsfólki greiddur 250 þúsund króna bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Á fundinum var stjórn veitt heimild, sem gildir til fimm ára, til að auka stofnfé sparisjóðsins í allt að þrjátíu milljarða króna. Fram kom hjá Jóni Þorsteini að stjórn hafi hug á því að nýta fimmtung þeirrar heimildar á seinni hluta þessa árs til að styrkja eiginfjárgrunn sparisjóðsins. Stofnfé Byrs stendur í rúmum 240 milljónum króna og því myndi vera um 25-földun að ræða gangi áform stjórnarinnar eftir. Samið hefur verið við MP Fjár- festingarbanka um að hann annist viðskipti með stofnfjárhluti Byrs á skipulögðum markaði. Stjórn Byrs var endurkjörin en hana skipa, auk Jóns Þorsteins, Egill Ágústsson, Magnús Ármann, Matthías Páll Imsland og Styrmir Þór Bragason. Byr í seglin hjá Byr - sparisjóði Gengi hlutabréfa lækk- aði nokkuð á helstu fjár- málamörkuðum í gær. Aukin vanskil á kóln- andi fasteignamarkaði í Bandaríkjunum hreyfði við viðkvæmum fjár- málamarkaði, að sögn greinenda. Gengi hlutabréfa lækkaði um allt að 2,9 prósent á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum í Evrópu og Asíu í gær. Lækkanir á bandarískum hlutabréfamörkuðum leiddu lækk- anaferlið en helstu vísitölur fóru niður um tæp tvö prósent við lokun markaða á þriðjudag. Íslenska úrvalsvísitalan fór ekki varhluta af lækkunum. Vísitalan lækkaði strax við opnun Kauphall- ar Íslands í gærmorgun og endaði í 7.331 stigi sem er 2,13 prósentu- stiga lækkun á milli daga. Gengi allra hutabréfa tók dýfu og hækk- aði ekkert félag í Úrvalsvísitöl- unni. Ástæðan fyrir lækkununum í Bandaríkjunum voru aukin van- skil einstaklinga á sérstökum íbúðalánamarkaði sem lánar til þeirra sem átt hafa í greiðsluerfið- leikum og eru á svörtum lista hjá bönkum og fjármálastofnunum. Á sama tíma er talið að einhver fyr- irtækja í þessum lánageira hafi falsað afkomutölur sínar. Kristján Bragason, sérfræðing- ur hjá greiningardeild Landsbank- ans, bendir á að gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu Accredit- ed Home Lenders Holding, sem veitir fasteignalán á þessum mark- aði, hafi fallið um 65 prósent á markaði á þriðjudag. Vart var á bætandi því gengi bréfa í félaginu féll um heil 28 prósent á mánudag eftir að það greindi frá versnandi afkomu. „Markaðirnir eru mjög við- kvæmir. Þeir eru óöryggir fyrir og því þarf lítið til að hreyfa við þeim,“ segir Kristján og bendir á að ekki sé nema hálfur mánuður síðan alþjóðlegir markaðir tóku síðast dýfu. Hann bætir því hins vegar við að gengi hlutabréfa hafi hækkað mikið, ekki síst í Kína, og hafi dýfan undir lok febrúar verið ákveðin leiðrétting sem margir hafi búist við. Hagvaxtarspá í Bandaríkjunum á sömuleiðis hlut að máli en hún hefur verið lægri en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Menn eru ekki á einu máli um hagvaxtarþróun vestra, að sögn Kristjáns. Hann segir greinendur á meginlandinu telja hagvöxt í Bandaríkjunum á góðu róli. Bandarískir fjárfestar óttast hins vegar snarpa kreppu. „Ef það hægist mjög mikið á banda- ríska hagkerfinu telja menn að það muni hafa áhrif á öðrum mörkuð- um,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.