Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 4
 Samningar hafa náðst um greiðslur EFTA-ríkjanna Ís- lands, Noregs og Liechtenstein í þróunarsjóð Evrópusambands- ins í tengslum við aðild nýju Evr- ópusambandsríkjanna Rúmeníu og Búlgaríu að samingnum um Evrópska efnahagssvæðið. Nýi samningurinn verður undirrit- aður í næstu viku, að því er Val- gerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra staðfesti í samtali við Fréttablaðið. „Við teljum þetta vera góðan samning fyrir okkur,“ segir Val- gerður. Samkvæmt honum munu greiðslur Íslands í þróunarsjóði vegna stækkunar EES aukast um sem nemur 140 milljónum króna á ári. Á móti munu tollar verða felldir niður af hluta útflutn- ings Íslendinga á humri og karfa til Evrópusambandsins, en þær tollaívilnanir munu nema sem svarar um helmingi viðbótar- framlagsins í þróunarsjóðinn. Valgerður tekur fram að mik- ilvægt sé að samningarnir um þessar tollaívilnanir byggð- ust ekki á reynslu viðskipta Ís- lendinga við löndin tvö sem um ræðir, enda hafa þau verið mjög lítil. Þetta kunni að verða for- dæmisgefandi fyrir síðari tíma samninga. Norðmenn mun sem fyrr bera stærstan hluta þróunarsjóðs- greiðslnanna. Viðbótarframlag þeirra vegna Rúmeníu og Búlg- aríu mun nema sem svarar yfir fimm milljörðum króna. Framlag Íslands 140 milljónir Bandaríski þing- maðurinn John Edwards seg- ist stefna áfram ótrauður á for- setaframboð árið 2008 þrátt fyrir að eiginkona hans Elizabeth hafi á ný greinst með krabbamein í brjósti. Hún greindist áður með krabbamein fyrir fjórum árum, en náði sér. Þau hjónin efndu til blaða- mannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á að lækn- ing takist aftur. Líklegt er þó að veikindi hennar muni hafa áhrif á kosningabaráttuna, en Edwards hefur þótt með þeim sigurstrang- legustu í baráttu demókrata um að verða forsetaframbjóðandi flokksins. Edwards stefnir samt á framboð Níu voru hand- teknir á Suðurnesjum á fimmtu- dagskvöld þegar lögregla gerði húsleit á þremur heimilum. Lög- regla, sérsveit og fíkniefnadeild tollstjórans fóru inn á eitt heim- ili í Vogunum og tvö í Reykjanes- bæ. Lagt var hald á talsvert magn ætlaðra fíkniefna og steralyfja. Mönnunum var sleppt að lokn- um yfirheyrslum og ekki liggur fyrir hvort þeir verða ákærðir. Fyrir tveimur vikum síðan voru tólf manns handteknir þegar lög- reglan á Suðurnesjum fór inn á heimili og skemmtistaði. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins hafa lögreglu borist fjölmargar ábendingar eftir þær aðgerðir og einhverjar af þeim upplýsingum gáfu tilefni til aðgerðanna í gær. Að sögn fulltrúa lögreglustjór- ans á Suðurnesjum er hér ekki um sérstakt átak að ræða held- ur er það viðvarandi verkefni lög- reglunnar að stemma stigu við dreifingu og sölu fíkniefna. Níu handteknir við húsleitFimmtán breskir sjó-liðar voru handteknir af írönsk- um hermönnum með vopnavaldi þegar þeir voru um borð í írönsku kaupskipi við eftirlit í gærmorg- un. Atvikið átti sér stað í nágrenni umdeildrar siglingaleiðar um fljótið Shatt al-Arab sem skilur að Írak og Íran. Bresk stjórnvöld krefjast þess að mönnunum verði sleppt tafarlaust. Konunglegi breski sjóherinn starfar ásamt flota Bandaríkjanna við strendur Íraks. Í yfirlýsingu frá bandaríska flotanum sagði að um hefðbundið eftirlit hefði verið að ræða. Bresku sjóliðarnir voru á tveimur skipum og fóru um borð í kaupskipið vegna gruns um smygl á bílum. Skoðun var lokið og búið að gefa skipstjóra leyfi til að halda áfram þegar írönsk her- skip umkringdu skip Bretanna og fylgdu þeim síðan inn í íranska landhelgi. Yfirmaður fimmtu flotadeild- ar bandaríska sjóhersins, Kevin Aandahl, sagði að írönsku her- skipin tilheyrðu Byltingarvarða- sérsveit íranska flotans sem er róttæk herdeild og ekki formleg- ur hluti íranska hersins. Engum skotum var hleypt af við hand- tökuna að sögn Aandahls og engin meiðsl urðu á fólki. Sérsveitin sendi frá sér út- varpsávarp síðar um daginn þar sem handtakan var útskýrð með því að bresku sjóliðarnir hefðu verið inni í íranskri lögsögu. Gerist þetta á sama tíma og spenna eykst á Persaflóa vegna mótþróa Írana við fyrirskipan- ir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um að hætta auðgun úrans og ásakana Bandaríkjamanna um að Íran sjái herskáum sjíum í Írak fyrir vopnum. Bandarískir emb- ættismenn hafa áður lýst áhyggj- um yfir því að jafnvel smávægi- legt atvik gæti leitt til þess að ástandið færi úr böndunum og að til vopnaðra átaka kæmi. Samkvæmt sáttmála frá 1975 tilheyrir Shatt al-Arab Írak og eru bandarísk og bresk herskip oft þar að störfum. Íran véfeng- ir hins vegar lögsögðu Íraks yfir þessu svæði að sögn Aandahls. Í júní árið 2004 voru sex bresk- ir sjóliðar og tveir hásetar hand- teknir af Írönum þegar skip þeirra voru stödd í Shatt al-Arab. Voru þeir látnir koma fram í sjón- varpi með bundið fyrir augu þar sem þeir viðurkenndu að hafa ólöglega farið inn í íranska lög- sögu. Þremur dögum síðar var þeim sleppt heilum á húfi. Íranar handtóku breska hermenn Írönsk sérsveit handtók breska sjóliða með vopnavaldi í gærmorgun þegar þeir voru við eftirlit í írönsku skipi. Bresk stjórnvöld krefjast tafarlausrar lausnar mannanna. Spenna eykst á Persaflóa vegna deilu Írans og Sameinuðu þjóðanna. Maður var í gær dæmd- ur í fjögurra mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í þrjá mánuði, fyrir að sparka í og kýla tvo lögreglu- þjóna. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í september 2005 stöðvuðu lögregluþjónarnir mann- inn þar sem hann ók undir áhrif- um örvandi lyfja. Hann tók illa í afskipti lögreglunnar og veittist að lögreglumönnunum. Annan lög- regluþjóninn kýldi hann í andlit- ið þannig að áverkar hlutust af og sparkaði í handlegg hins. Auk fangavistar var maðurinn látinn greiða málsvarnarlaun verj- anda síns og sakarkostnað, samtals um 300.000 krónur. Sló og sparkaði í lögregluþjóna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.