Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 96
Hef áhuga á að reyna mig utan Frakklands Gunnar Heiðar Þorvalds- son neyddist til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum í gær vegna meiðsla. Eyjólfur Sverris- son landsliðsþjálfari valdi Ármann Smára Björnsson í hans stað. Ármann Smári var einn besti leikmaður Landsbankadeildarinn- ar síðastliðið sumar en hann var seldur frá FH til Brann í Noregi í ágústmánuði. Hann getur bæði spilað sem varnar- og sóknarmað- ur. Gunnar Heiðar hefur átt við þrálát meiðsli að stríða en virt- ist loksins vera búinn að ná sér á strik. Hann hefur verið í byrj- unarliði Hannover 96 í þýsku úr- valsdeildinni síðustu tvo leiki en meiðsli í nára tóku sig upp eftir síðasta leik. „Þetta er auðvitað skelfilegt og alls ekki nógu gott,“ sagði Eyjólfur við Fréttablaðið í gær. „Við verð- um þó að taka þessu eins og menn og við fáum víst enn að byrja með ellefu leikmenn inn á vellinum. Við munum byggja okkar lið á þeim mönnum sem verða til taks og að- almálið er enn að við séum þéttir fyrir, spilum agaðan varnarleik og reynum svo að sækja hratt á þá.“ Hann segist ekki útiloka að nota Ármann Smára sem sóknarmann í leiknum gegn Spánverjum. „Ég veit að spænska vörnin getur átt í vandræðum með stóra menn þannig að ég á þann kost að setja hann í sóknina.“ Fyrr í vikunni forfölluðust þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhann- es Karl Guðjónsson auk þess sem Heiðar Helguson gaf ekki kost á sér í hópinn. Þar hafa stór skörð verið höggvin í íslenska lands- liðshópinn og með fullri virðingu fyrir öðrum leikmönnum verða þau vandfyllt. Enn eitt áfallið fyrir landsliðið Undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla í körfubolta eru að fara af stað. Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld klukk- an 18.00 og KR-ingar fá Snæfell í heimsókn í DHL-höllina annað kvöld klukkan 19.15. Þrátt fyrir að Njarðvík og KR hafi haft betur í innbyrðisleikjun- um í vetur var munurinn lítill og úrslit allra leikjanna réðust ekki fyrr en í lokasóknunum. Það mun- aði sem dæmi aðeins samtals tíu stigum í þessum fjórum leikjum þegar framlengdur leikur Grinda- víkur og Njarðvíkur er látinn standa á núllinu. KR vann með 4 stigum heima og 3 stigum í Hólm- inum og Njarðvík vann með 3 stig- um á heimavelli og svo með 4 stig- um í framlengingu í Grindavík. Njarðvíkingar og Grindvíking- ar hafa ekki mæst í úrslitakeppn- inni síðan árið 1997 en lið KR og Snæfells eru hins vegar að mæt- ast þriðja árið í röð. Grindavík vann alla þrjá leikina fyrir tíu árum. Snæfell og KR hafa skipst á að slá hvort annað út í oddaleikj- um síðustu tvö ár þar sem heima- liðið hefur haft betur, KR vann 67- 64 í fyrra og Snæfelli 116-105 árið á undan. Pálmi Freyr Sigurgeirs- son, núverandi leikmaður KR, var í sigurliði bæði árin. Þrír af fjórum deildarleikjum Njarðvíkur og Grindavík síðustu tvö tímabil hafa farið í framleng- ingu sem ætti að boða æsispennu fram á síðustu sekúndu. Grinda- vík vann báða leikina í fyrra eftir framlengingu en Njarðvík vann leiki þessa tímabils þar af þann síðari eftir framlengingu eftir að Grindavík hafði meðal annars komist 7 stigum yfir í 4. leikhluta. Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var betri en enginn í lokakafla leikjanna en hann skor- aði 3 af síðustu 5 stigum Njarðvík- ur í þeim fyrri og 14 af 20 stigum í framlengingunni í seinni leiknum. Brenton Birmingham hjá Njarð- vík var með 21 stig í leik og 50% þriggja stiga skotnýtingu (16/8) í leikjum liðanna og var sá leikmað- ur sem var með hæsta framlagið. KR vann báða leikina gegn Snæ- felli með góðum lokaspretti. Snæ- fell var fjórum stigum yfir í DHL- höllinni, 74-78, þegar fjórar mín- útur voru eftir en KR skoraði 9 af síðustu 10 stigum leiksins og vann 83-79. Snæfell var síðan níu stig- um yfir, 64-55, fyrir lokaleikhlut- ann í seinni leiknum í Hólminum en KR vann fjórða leikhlutann 19- 7 og þar með leikinn með þremur stigum, 71-74. Hlynur Bæringsson hjá Snæ- felli var með 16 stig og 15,5 frá- köst að meðaltali í þessum leikjum og var sá leikmaður sem var með hæsta framlagið. Fréttablaðið fékk þjálfarana fjóra sem duttu út úr átta liða úr- slitunum til þess að spá hvernig einvígin fara. Allir spá þeir Njarð- vík sigri og allir nema Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur, spá Snæfelli sigri. Sigurður og bróðir hans Valur spá því að einvígi KR og Snæfells fari í oddaleik, Valur hefur trú á Snæfelli en Sigurður á KR. Pétur Ingvarsson er sá eini sem spáir 3- 0 en hann hefur mikla trú á Njarð- vík og býst við að Íslandsmeistar- arnir komi með 20 sigurleiki í röð inn í lokaúrslitin. Undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Grindavíkur hefst í kvöld og einvígi KR og Snæfells á morgun. Þjálfararnir sem sátu eftir í 8 liða úrslitum spá um úrslitin. Hæsta framlag í leikjum liðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.