Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 102
„Ég er hógvær maður en auð-
vitað vonast maður alltaf til að
vinna,“ segir auglýsingaleik-
stjórinn Þórhallur Sævarsson
en hann er tilnefndur til dönsku
auglýsingaverðlaunanna Guld-
korn fyrir Peugeot-auglýsing-
una „Cube“. Þórhallur, sem er á
mála hjá íslenska kvikmynda-
fyrirtækinu Pegasus, var stadd-
ur í New York þegar Fréttablaðið
náði tali af honum og var að búa
sig undir brottför til Kaupmanna-
hafnar þar sem verðlaunaafhend-
ingin fer fram. „Þetta er að verða
að stærri og stærri viðburði þar
sem allir helstu forkólfar úr aug-
lýsingabransanum mæta ásamt
kúnnunum,“ segir Þórhallur og
viðurkennir að þetta sé ágætis
innspýting fyrir feril hans. Danir
hafa löngum verið þekktir fyrir
mikla hugmyndaauðgi í auglýs-
ingum og er því um töluverð-
an heiður að ræða fyrir íslenska
leikstjórann sem alla jafna geng-
ur undir nafninu Thor enda geng-
ur Dönum ákaflega illa að bera ís-
lenska nafnið fram.
Auglýsing Þórhalls hefur vakið
mikla athygli og var meðal ann-
ars tilnefnd sem besta bílaaug-
lýsingin á alþjóðlegri auglýsinga-
hátíð. Það vekur óneitanlega at-
hygli að sér-auglýsing hafi verið
gerð fyrir Norðurlönd en Þór-
hallur segir einfalda skýringu á
því. „Þeim í Skandinavíu fannst
frönsku auglýsingarnar ekki ná
til sinna viðskiptavina nægilega
vel þannig að þeir ákváðu bara að
gera sína eigin,“ útskýrir Þórhall-
ur sem hefur verið á þönum á ný-
liðnu ári. „Það hefur verið mikið
að gera hjá mér í upphafi árs og
ég er rétt núna að taka mér smá
frí,“ segir Þórhallur en næsta
auglýsing sem hann leikstýrir
verður fyrir farsímafyrirtækið
T-Mobile.
Breska sjónvarpsframleiðslufyr-
irtækið Oktober hefur falast eftir
upptökum af dáleiðslumeistaran-
um Sailesh í essinu sínu. Ætlun-
in er að gera heimildarmynd um
vinsælustu atriðin á netinu und-
anfarin fimmtán ár en atriðið sem
um ræðir er með íslenskri stúlku
sem fær fullnægingu á Broadway
eftir að hafa verið dáleidd af Sa-
ilesh.
Upptakan hefur farið sem eldur
í sinu um netið og er eitt mest
niðurhalaða myndbrotið á vefsíð-
unni vinsælu YouTube.com. Þá
er fullnægða stúlkan í efsta sæti
yfir netklippur hjá vefsíðu kar-
latímaritsins FHM og skýtur þar
meðal annars fáklæddri glans-
píunni Paris Hilton og fimmtíu
bestu mörkunum í knattspyrnu
ref fyrir rass.
Ísleifur B. Þórhalls-
son, framkvæmda-
stjóri Bravo, segir
að að hann sé nú
þegar búinn að
setja sig í sam-
band við Okto-
ber en fyrirtæk-
ið hans, Event.
is, flutti Sailesh
inn á sínum tíma. „Við viljum
líka forvitnast hvort hægt sé
að gera meira úr þessu,“ bætir
hann við.
Ísleifur segir að þetta komi
honum kannski ekki ýkja
mikið á óvart því fyrir um
ári síðan hafi vefsíða
Event farið á hlið
eftir að mynd-
bandið komst
á netið.
„Við feng-
um yfir
hundr-
að þús-
und heim-
sóknir og
tölvupósta
frá fólki hvaða-
næva að úr heim-
inum sem vildu fá
hann til sín,“ segir
Ísleifur en Bravo
hefur nú tekið
að sér um-
boðsmennsku fyrir
dávaldinn um allan
heim. Og hyggst
fara með hann út
um allan heim. „Netið er
náttúrlega svo magn-
að fyrirbæri að það sem
maður hélt að væri búið
að lognast út af kemur
bara aftur og aftur upp,“
útskýrir Ísleifur.
Ísleifur vildi hins
vegar ekki gefa
upp nafn stúlk-
unnar sem sést
á myndinni og
vildi ekki af-
henda Frétta-
blaðinu ljós-
mynd í prent-
gæðum. „Við erum
ekki að afhenda ís-
lenskum fjölmiðl-
um ljósmyndir af þess-
um sýningum og ef fólk
vill sjá þetta í góðum
gæðum verður það bara
að kaupa diskinn,“ segir
Ísleifur.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Að ég hafi gert mistök skal ég
ekki viðurkenna en hins vegar má
færa rök fyrir því að spurningin
sjálf hafi ekki
verið óaðfinn-
anleg,“
segir
Davíð
Þór
Jóns-
son, dóm-
ari og höfund-
ur spurninga í
spurningakeppni
framhaldsskól-
anna, Gettu betur. Umdeilt atvik
átti sér stað á fimmtudagskvöldið
þegar menntaskólastórveldin og
erkifjendurnir Verslunarskóli Ís-
lands og MR áttust við í Loftkast-
alanum.
Vísbendingaspurning um þýsk-
an kastala var borin upp á ögur-
stundu, staðan var 22-21 MR í vil
og þrjú stig í boði. Leikinn var
Brandenburgarkonsertinn eftir
Bach og Versló réðst á bjölluna
og svaraði: „Branden.“ Davíð gaf
ekki rétt fyrir svarið og MR gekk
á lagið, nýtti sér rangt svar Versl-
unarskólans og gaf upp rétt svar;
Brandenburg. Náði öruggri for-
ystu sem skólinn hélt til loka
leiks.
„Það var ekki hægt að sjá svar
Versló fyrir en svarið stendur:
Brandenburg, Brandenburgar-
virki eða Brandenburgarkastali,“
segir Davíð sem gerði sér vissu-
lega grein fyrir því að þetta væri
blóðugt. „En ef ég yrði spurður
hvað Skt. Pétursborg hét á árum
kommúnista myndi ég ekki svara
Lenín þrátt fyrir að grad þýði
borg,“ segir Davíð.
Pétur Magnús Birgisson, for-
maður Málfundafélagsins í Versl-
unarskólanum, segir nemend-
ur skólans vera ósátta með þessa
niðurstöðu og þykir á sig hallað.
„Við höfum rætt þetta bæði við
sögu- og þýskukennara sem eru
sammála um að gefa hefði átt rétt
fyrir „Branden“,“ segir Pétur. „Við
hefðum getað komist þarna yfir en
misstum þrjú stig og neyddumst
til að taka áhættu sem er aldrei
gott í svona mikilli spennu,“ bætir
hann við. „Maður er aldrei sáttur
með ósigur og nemendur skólans
hafa mikið verið að ræða þetta á
göngunum hérna.“
Verslingar ósáttir við Davíð Þór
Pálmi Gestsson
vaxtaauki!
10%
Tilnefndur til danskra gullkorna
www.visir.is