Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 39
Smáralind Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vorlínan í yfirhöfnum Kristín Eva Sveinsdóttir var lögreglukona í níu ár. Nú hefur hún söðlað um og opnað tískuvöruverslun- ina Hype. Hype er grískt tískumerki fyrir konur. Hingað til hefur það ekki verið fáanlegt hérlendis en nú hefur verið opnuð verslun í Reykjavík sem býður upp á þetta aþ- enska merki. „Ég datt inn í Hype búð í Grikklandi fyrir nokkrum árum fyrir tilviljun og féll þá fyrir merkinu,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, sem rekur Hype-verslun- ina hérlendis ásamt Kjartani Jóhannssyni. „Ég var búin að vera lögreglukona í níu ár og mig langaði að breyta til og leit á þetta sem fullkomið tækifæri.“ Hype-verslunin er til húsa á Laugavegi 83. „Fötin frá Hype eru mjög fjölbreytt, allt frá kjólum og gallabuxum til skarts og skófatnaðar. Fötin eru fyrir flest tækifæri, hvort sem um fína viðburði er að ræða eða hversdaginn,“ segir Kristín Eva. „Hype-línan er svolítið sérstök og mót- tökurnar hafa verið mjög góðar.“ Það eru mikil viðbrigði að fara úr lögreglunni í versl- unarrekstur en sú breyting leggst vel í Kristínu Evu. „Ja, það mætti segja að ég sé svo sem ennþá lögga, nema í þetta skipti er ég tískulögga,“ segir Kristín Eva og hlær. Grísk tískuvara frá Aþenu Janice Dickinson meinaður aðgangur að tískuvikum. Janice Dickinson hefur verið meinaður aðgangur að öllum tísku- tengdum viðburðum á vegum stór- fyrirtækisins IMG, þar á meðal tískuvikunni í New York, Miami og Los Angeles, eftir að hafa vald- ið fjaðrafoki á tískusýningu Ed Hardy. Dickinson, sem er sjálftitl- uð fyrirverandi ofurfyrirsæta og sjónvarpsþáttastjórnandi, á að hafa tekið í leyfisleysi sæti í fremstu röð, sem var frátek- ið fyrir framkvæmdastýru IMG, Fern Mallis. Þegar hún var beðin um að færa sig brást hún illa við og neitaði að færa sig. Eigandi snyrtivörukeðjunnar Smashbox, Dean Factor, náði loks að tala stjörnuna til, sem lét undan og fékk annað sæti. Að sýningu lokinni afsakaði Dickinson sig með því að hafa brotið tá á sýningunni og þurft að stinga fætinum ofan í klakabox, sem átti að nota til að kæla áfengi. Þess vegna hafi hún ekki getað fært sig. Óvíst er að útskýringin dugi þó til að draga úr reiði aðstandenda IMG. Uppákoman gæti því haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir umboðsskrifstofu Dickinson, þar sem IMG gæti hægilega mein- að fyrirsætum hennar aðgöngu að tískusýningum og -uppákomum. Dickinson virðist því ekki bara hafa brotið tá, heldur skotið sig í fótinn. Janice Dickinson skaut sig í fótinn Mjúkir, fíngerðir og náttúruleg- ir litir. Vorlínan frá Guerlain er hönnuð af Olivier Echaudemaison, en hann er einn virtasti förðunar- meistari okkar tíma. Hugmynd Oliviers að næstu vorlínu dregur hann úr útgangs- punktinum „Pure Chic“ sem mætti út- leggast sem „Klassagella“ á okkar ást- kæra ylhýra þó sannarlega sé erfitt að þýða þennan franska frasa. Þetta vorið er nýtt gloss í aðalhlut- verki hjá Guerlain, en það kall- ast KissKissGloss og kemur með nýjum bursta sem auðveldar að setja það á. Gljáinn end- ist betur en í honum er sér- stök formúla sem gerir það að verkum að það er ekki aðeins glossið sjálft sem hefur gljáa heldur liturinn í því líka. Vorlitirnir frá Guerlain
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.