Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 16
Ofnæmi og ofnæmissjúk- dómar fara vaxandi í hinum vestræna heimi. Í Evrópu einni er talið að á bilinu 11- 26 milljónir manna þjáist af einhvers konar fæðu- ofnæmi. Samt telja mun fleiri sig vera með ofnæmi en hafa það í raun og veru. Íslenskir vísindamenn taka nú þátt í alþjóðlegri rann- sókn á fæðuofnæmi, EUR- OPREVALL, þeirri viða- mestu sem gerð hefur verið í heiminum. Það eru vísindamennirnir og lækn- arnir Þórarinn Gíslason, Davíð Gíslason, Sigurveig Þ. Sigurðar- dóttir og Michael Clausen sem koma að rannsókninni af hálfu Ís- lands. Að sögn Michaels er það mikil viðurkenning og mikils virði fyrir Ísland að vera með í þess- ari rannsókn. „Allir fremstu vís- indamenn Evrópu á sviði ofnæm- isrannsókna koma að þessu, auk annarra sem málið varðar eins og sjúklingasamtaka og matvæla- framleiðenda. En það er fyrst og fremst öflugt rannsóknastarf Þór- arins Gíslasonar sem varð til þess að Ísland er eitt Norðurlandanna þátttakandi í rannsókninni.“ Fæðuofnæmi og fæðuóþol eru í sjálfu sér löngu þekkt fyrirbæri í sögu mannkyns. Á þessu tvennu er þó grundvallarmunur að sögn Mi- chaels. „Við tölum um fæðuofnæmi þegar hægt er að greina virkjun í ónæmiskerfinu hjá þeim sem verð- ur illt af einhverri fæðu en fæðuó- þol þegar virkjun í ónæmiskerfinu er ekki til staðar. Í þeim tilfellum er oft um lífræn virk efni að ræða í fæðunni sem valda einkennum eða til dæmis efnahvataskortur eins og í mjólkursykuróþoli.“ Talið er að meðalmaður neyti 50-100 tonna af fæðu um ævina og það segir sig sjálft að í öllu þessu magni leynast alls kyns eitur- efni sem geta valdið sjúkdómum. „Fram til þessa hefur verið áætl- að að um 1-2 prósent af fullorðnu fólki þjáist af fæðuofnæmi eða fæðuóþoli. Vaxandi tíðni greindra tilfella á undanförnum árum bend- ir hins vegar til þess að nú láti nærri að þessi tala sé 2-4 prósent og 4-8 prósent hjá börnum,“ segir Michael. Markmið EUROPREVALL-rann- sóknarinnar að sögn hans er að reyna að komast að því hvað valdi þessari fjölgun tilfella; skilja af hverju fólk fær fæðuofnæmi, bæta greiningu og reyna að finna leiðir til að draga úr þessu. „Hlutverk okkar í þessu er að skoða faralds- fræði ofnæmissjúkdóma á Íslandi auk þátta sem gætu tengst mynd- un á fæðuofnæmi. Það gerum við með sérstakri ungbarnarannsókn, könnun á fæðuofnæmi hjá börnum og fullorðnum á Íslandi og könnun á eðli fæðuofnæmis á Íslandi.“ Ungbarnarannsóknin hefst meðan börnin eru enn í móðurkviði og foreldrar sem þátt taka svara spurningum um hvað móðirin borð- ar á meðgöngunni, um hreinlæti á heimilinu, hvort þar eru gæludýr og svo framvegis. „Síðan þegar barnið fæðist er tekið blóðsýni úr naflastreng og það geymt. Barn- inu er síðan fylgt eftir með spurn- ingalistum til tveggja og hálfs árs aldurs og eins láta foreldrar vita ef barnið fær einkenni um ofnæmi og það er þá tekið í próf til að fá það staðfest.“ Nú þegar taka rúmlega 600 ís- lensk börn þátt í þessari rannsókn og segir Michael foreldra sýna þessu mikinn áhuga. Allir verð- andi foreldrar geta tekið þátt. Annar hluti rannsóknarinnar felst í því að valinn var þrjú þús- und manna hópur á aldrinum 20- 54 ára á höfuðborgarsvæðinu með slembiúrtaki og honum sendir spurningalistar um fæðuofnæmi. „Þeir sem gefa jákvæð svör fá boð um frekari rannsóknir með ítar- legum spurningalista og blóðprófi, auk þess sem gerð eru fæðuáreiti- próf þegar það á við til að stað- festa ofnæmið. Með þessum hætti er hægt að fá fram algengi fæðu- ofnæmis hjá börnum og fullorðn- um á Íslandi og einnig hverjir eru helstu fæðuofnæmisvaldar hér á landi,“ segir Michael. Hann bætir því við að þrátt fyrir að fólk sé almennt áhugasamt um rannsóknina sé svörun á þessum hluta hennar ekki alveg nógu góð. „Eina skýringin sem ég hef er að fólk virðist vera orðið óvant því að fara á pósthús til að senda bréf, en þetta er eina leiðin sem við höfum eins og er og við verðum bara að hvetja alla til að drífa sig með svörin á pósthúsið.“ Michael segir að næsta skref í þessum hluta rannsóknarinnar verði að senda út svipaða spurn- ingalista til þrjú þúsund skóla- barna á aldrinum 7-10 ára. „Þetta verða mjög einfaldar spurningar sem á ekki að taka nema 2-5 mín- útur fyrir foreldrana að svara. Þeir sem síðan virðast líklegir til að hafa fæðuofnæmi verða boðað- ir í frekari rannsóknir.“ Síðasti hlutinn af íslensku rann- sókninni felst í rannsókn á þeim sem vitað er að eru með fæðuof- næmi. „Þeim er boðið upp á ýt- arlega rannsókn þar sem teknar verða prufur og gerð áreitipróf. Með því er verið að kanna hvern- ig ýmsir þættir í blóði þessara ein- staklinga eru mismunandi. Síðan er gert áreitipróf þar sem viðkom- andi fær grunaða fæðu í smávax- andi skömmtum til að sanna eða afsanna ofnæmið.“ Michael tekur fram að í sumum tilfellum eldist ofnæmið af fólki, jafnvel hjá fullorðnum, og því mikilvægt að staðfesta ofnæmið með óyggjandi hætti. „Í þessum hluta rannsóknarinnar getum við ekki kvartað undan áhugaleysi, því mun fleiri vilja taka þátt en við komumst yfir að sinna,“ segir hann. Skýringuna á því telur hann meðal annars þá að fólk sem glími við fæðuofnæmi upplifir það sem skerðingu á lífsgæðum og er tilbú- ið að leggja sitt af mörkum til að finna lausn á þessum vanda. „Það spila auðvitað inn í þetta alls kyns félagslegir þættir, til dæmis hvaða þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir einstaklinga og samfélag- ið. Þessa þætti munum við skoða í samvinnu við Rannsóknarstofn- un í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.“ Að sögn Michaels geta mjög marg- ar fæðutegundir valdið ofnæmi eða óþoli en sumar hafa meiri til- hneigingu til þess en aðrar. Meðal fæðutegunda sem oft valda of- næmi eru jarðhnetur, fiskur, skel- fiskur, egg, mjólkurprótein, hveiti og sojabaunir. „Algengast hjá börn- um er ofnæmi fyrir mjólk og eggj- um en það eldist yfirleitt af þeim. Eftir situr hins vegar ofnæmi fyrir sjávarfangi og jarðhnetum, sem fólk virðist síður losna við.“ Hann segir engar einfaldar lausnir til á þessum vanda en nefn- ir þó að vitað sé að ónæmiskerfi líkamans þurfi ákveðna ögrun/ örvun til að virka rétt og afar mikilvægt sé að það gerist þegar í frumbernsku. „Breytt fæðuval getur haft mikið að segja í þess- um efnum. Við Íslendingar höfum til dæmis minkað fiskneyslu mjög á undanförnum árum og það er af hinu slæma því í fiski mikið af omega-3 fitusýrum sem eru afar jákvæðar fyrir ónæmiskerfið,“ segir Michael Clausen, barnalækn- ir og sérfræðingur í ofnæmissjúk- dómum barna. Fæðuofnæmi er vaxandi vandamál Algengast hjá börnum er ofnæmi fyrir mjólk og eggjum en það eldist yfirleitt af þeim. Eftir situr hins vegar ofnæmi fyrir sjávarfangi og jarð- hnetum, sem fólk virðist síður losna við. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . 9. HVER VINNUR! SENDU SMS BTC CCF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU STALKER, COMMAND AND CONQUER, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR LENDIR 29. MARS Í BT! LENDIR 23. MARS Í BT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.