Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 98
Alfreð Gíslason lands-
liðsþjálfari hefur valið lands-
liðshópinn sem tekur þátt í gríð-
arsterku æfingamóti í París um
páskana.
Þar verða andstæðingarn-
ir Evrópumeistarar Frakka, silf-
urliðið frá HM, Pólland og svo
Túnis. Leikið er 6., 7., og 8. apríl
og allir leikirnir verða í beinni út-
sendingu á Rúv.
Fimm breytingar eru á hópn-
um síðan á HM en markverðirnir
Birkir Ívar Guðmundsson og Ról-
and Valur Eradze eru fjarri góðu
gamni að þessu sinni. Slíkt hið
sama á við um þá Sigfús Sigurðs-
son og Alexander Petersson sem
eru meiddir. Einar Örn Jónsson
er ekki valinn í hópinn að þessu
sinni.
Björgvin Páll Gústavsson
kemur á ný í hópinn. Bjarni
Fritzson, Valdimar Þórsson og
Andri Stefan fá sjaldséð tækifæri
Framarinn Jóhann Gunnar Ein-
arsson er eini nýliðinn í hópnum
.
Fimm breyting-
ar frá HM
Valur Ingimundar-
son, þjálfari Skallagríms, liggur
undir feldi þessa dagana og íhug-
ar framtíð sína. Valur, sem orð-
inn er 45 ára, hefur verið í körfu-
bolta alla sína hundstíð og þar af
hefur hann verið þjálfari í meist-
araflokki í 21 ár samfleytt.
„Ég hef verið að velta því
fyrir mér í vetur að hvíla mig að
minnsta kosti í eitt tímabil. Ég
held að það hafi allir gott af því
að taka smá frí,“ sagði Valur, sem
er búinn að þjálfa Skallagrímslið-
ið síðustu fimm ár og náð frábær-
um árangri. Lengst fór Skalla-
grímur á síðustu leiktíð er hann
komst í úrslit Íslandsmótsins þar
sem lærisveinar Vals máttu lúta í
lægra haldi fyrir Njarðvík.
„Það má segja að þetta sé upp-
söfnuð þreyta í bland við áhuga á
að prófa hvernig lífið sé fyrir utan
körfuboltann. Ég hef aldrei gert
það. Þetta hefur ekkert með liðið
að gera enda er ég mjög ánægð-
ur hér í Borgarnesi,“ sagði Valur
en Skallagrímsmenn vilja ólmir
halda Vali áfram við stjórnvölinn.
„Ég byrjaði 17 ára í meistara-
flokki og hef verið í körfubolta
allar götur síðan. Ég byrjaði að
þjálfa meistaraflokk 24 ára og hef
verið að þjálfa stanslaust síðan,“
sagði Valur en ástæðan hefur
ekkert að gera með fjölskylduna
sem hefur ávallt stutt við bakið á
honum og krakkarnir hans vilja
í raun að hann haldi áfram að
þjálfa.
„Ég veit að það er til meira í líf-
inu en körfubolti þótt körfuboltinn
hafi vissulega gefið mér mikið.
Það væri gaman að fylgjast með
úr fjarlægð til tilbreytingar. Ég
myndi samt mæta á alla leiki og
fylgjast með úr stúkunni. Þar er
ég líka rólegri en á hliðarlínunni.
Við sjáum hvað setur en ég mun
ákveða mig á næstu vikum. Ég er
ekki alveg tilbúinn að gefa ákveð-
ið svar strax,“ sagði Valur Ingi-
mundarson.
Langar að prófa að vera í fríi
frá körfubolta í einn vetur
Nesbyggð
Sýnum um helgina fullbúnar íbúðir í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru 60-120 m2 og eru
seldar með öllum rafmagnstækjum. Opið hús kl. 10 til 17 laugardag og sunnudag.
Íbúðirnar eru í Dalshverfi I og II og allar upplýsingar á sölusýningu
i Tjarnarbakka 12.
Nánari upplýsingar á www.nesbyggd.is og hjá fasteignasölum í Reykjanesbæ
Nesbyggð ehf. Hefur fengið sérstaka viðurkenningu frá Reykjanesbæ, sem verktaki
fyrir góðan frágang bygginga og lóða.
Íbúðir í boði:
Samtals íbúðir Seldar Óseldar Afhending
Tjarnabakki 10 10 9 1 1. maí ’07
Tjarnabakki 12 10 9 1 Strax
Tjarnabakki 14 10 10 0
Engjadalur 2 16 13 3 1. maí ‘07
Engjadalur 4 20 16 4 1. sept. ‘07
Beykidalur 2 12 5 7 1. feb. ‘08
Beykidalur 4 12 0 12 1. apr. ‘08
Sölusýning
Opið hús laugardag og sunnudag frá klukkan 10.00 til 17.00
Tjarnabakka 12 Reykjanesbæ
Nesbyggð ehf | Stapahraun 5 | 260 Reykjanesbær
Sími 421 2700 | Fax: 421 2765
www.nesbyggd.is
Spánverjar leika gríð-
arlega mikilvægan leik gegn
Dönum í dag og þeir verða án
Carles Puyol, leikmans Barce-
lona.
„Hann bað um frí þar sem amma
hans féll frá og móðir hans á um
verulega sárt að binda,“ sagði
Luis Aragonés landsliðsþjálfari.
Sergio Ramos, leikmaður Real
Madrid, er einnig frá.
Þetta er annað áfallið sem Puyol
verður fyrir á stuttum tíma en
fyrr í vetur varð hann að yfirgefa
félaga sína í Barcelona á keppnis-
ferðalagi þar sem faðir hans lést í
vinnuslysi. Hann mun hins vegar
fara til landsliðsfélaga sinna á
morgun og verður til í slaginn
gegn Íslendingum á miðvikudag.
„Það er til ýmislegt sem er jafn-
vel mikilvægara en fótbolti og ég
hef skilning á því,“ segir Aragon-
és sem viðurkennir að þetta muni
vissulega veikja spænska liðið en
starf hans er talið vera að veði í
leiknum.
„Það kemst ekkert annað að
í mínum huga en að vinna; við
erum búnir að tapa þeim leikj-
um sem við megum tapa. Ég veit
ekki hvað stjórnin gerir ef allt fer
á versta veg. Ég hugsa aðeins um
að sigra.“
Þarf að hugga
móður sína