Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 10
Mart- ti Ahtisaari, fyrrverandi Finn- landsforseti, segir í skýrslu sinni til Sameinuðu þjóðanna að „eina raunhæfa leiðin fyrir Kosovo sé sjálfstæði sem til að byrja með yrði undir alþjóðlegu eftirliti“. Þetta er í fyrsta sinn sem Aht- isaari, sem stýrði viðræðum milli serbneskra og albanskra íbúa hér- aðsins, segir opinberlega að stofna eigi sjálfstætt ríki í Kosovo. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og Atlants- hafsbandalagsins frá árinu 1999. Framtíð héraðsins er engan veginn ljós, því albanski meirihlutinn vill fullt sjálfstæði en serbneski minni- hlutinn vill að Kosovo tilheyri áfram Serbíu, sem áður var hluti Júgóslavíu. Ahtisaari lagði fram tillögur um framtíðarstöðu Kosovo í byrjun febrúar og svo aftur end- urskoðaðar snemma í mars. Þar er hvergi minnst berum orðum á sjálfstæði, en lagt til að Kosovo fái eigin stjórnarskrá, þjóðfána og her, en serbneski minnihlutinn fái veruleg sjálfstjórnarréttindi. Í byrjun apríl er reiknað með að Ahtisaari kynni áætlun sína í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fátt bendir til annars en að Rúss- ar muni beita neitunarvaldi sínu gegn hugmyndum Ahtisaaris í ör- yggisráðinu. Á bilinu fjörtíu til sextíu ein- staklingar eru heimilislausir í Reykjavík. Stærsti hluti heimilislausra eru karlmenn og um sextíu prósent þeirra eru öryrkjar. Þá hefur konum, sem eiga hvergi höfði sínu að að halla, fjölgað og gistiskýlið Konukot hefur sannað gildi sitt svo vel að nú telja menn þörf á að koma upp sérstöku heimili fyrir heimil- islausar konur. Þetta er meðal þess sem fram kom á málþingi sem haldið var um málefni heimilislausra í gær. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferð- arráðs Reykjavíkurborgar, sagði í ræðu sinni á málþinginu að mikilvægt væri að gera betur í málefnum heimilislausra. „Nú þegar hefur verið skrifað undir samning ríkis og borgar um nýtt heimili fyrir heimilislausa karlmenn. Verið er að leita að húsnæði en vonast er til þess að heimilið verði opnað síðar á þessu ári. Þegar því er lokið tel ég brýnt að finna lang- tímaúrræði fyrir utangarðskonur,“ sagði Jór- unn meðal annars í ræðu sinni. Hún benti á að Konukot væri mikilvægur staður því þar væri unnt að safna saman upp- lýsingum um heimilislausar konur og aðstæð- ur þeirra. Margar konur sem leita í Konu- kot eiga fast heimili en geta einhverra hluta vegna ekki verið heima hjá sér, til dæmis vegna heimilisaðstæðna. Opinberar tölur um konur án heimilisfangs segja því aðeins hálfa söguna. Í dag eru starfrækt nokkur gistiskýli og heimili fyrir heimilislausa í Reykjavík. Samt sem áður eiga fjölmargir hvergi höfði sínu að að halla. Algengt er að utangarðs- menn leiti til lögreglunnar og fái að leggja sig í fangaklefum yfir nóttina. Berglind Eyjólfs- dóttir rannsóknarlögreglumaður sagði á mál- þinginu að árið 2006 hefðu sjötíu heimilislaus- ir einstaklingar gist hjá lögreglunni. „Þessir menn hafa sér ekkert til sakar unnið annað en að vera heimilislausir vímuefnaneyt- endur. Það vantar einhvers konar neyðarvist- un því lögreglan þarf að geta vísað mönnum eitthvert sem leita til hennar,“ sagði Berglind og benti á að oft væri erfitt að senda heimil- islausa menn út í kuldann á ný. „Þessir menn eru oft fárveikir og þurfa að komast undir hendur heilbrigðisstarfsmanna.“ Það voru Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Hjálp- arstarf kirkjunnar, Samhjálp og Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands sem stóðu fyrir málþinginu. Konukot hefur sannað gildi sitt Þriggja bíla árekst- ur varð á Holtavörðuheiði um klukkan sex í gærkvöldi. Engan sakaði en bílarnir þrír lentu allir utan vegar. Fulltrúi lögreglunn- ar í Borgarnesi segir hálku líkleg- ast hafa verið orsök slyssins, en mikill skafrenningur og rok var á heiðinni í gærkvöldi. Lögreglan lét loka Holtavörðu- heiði um stundarsakir á meðan björgunarsveitir komu ökumönn- um til hjálpar sem misst höfðu bíla sína af veginum, en þeir voru að minnsta kosti tíu. Heiðin var opnuð stuttu seinna en fólk beðið að fara hana ekki að nauðsynjalausu. Vitlaust veður á Holtavörðuheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.