Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 6
 Pius Ncube, kaþólsk- ur erkibiskup í Simbabve, hvetur landsmenn sína til fjöldamótmæla gegn stjórn Roberts Mugabe. Hann segist sjálfur vera reiðubú- inn til að vera í fararbroddi frið- samlegra mótmæla til að koma Mugabe frá völdum. „Stærsta vandamálið í Simb- abve eru heiglarnir, þar á meðal ég sjálfur. Við verðum að standa upp úr hægindastólunum og gang- ast undir þjáningar með fólkinu,“ sagði Ncube á fimmtudaginn. „Ég er tilbúinn til að standa í framlín- unni. Við verðum að vera tilbúin til að standa upp, jafnvel frammi fyrir geltandi byssuhlaupum.“ Ncube hefur lengi verið harð- ur gagnrýnandi Mugabes, sem er orðinn 83 ára og hefur stjórn- að Simbabve í meira en aldar- fjórðung. Fyrir sjö árum skip- aði Mugabe svo fyrir að land- svæði hvítra bænda yrðu tekin af þeim og afhent þeldökkum íbúum landsins. Síðan þá hefur efnahag- ur landsins hrunið og stjórnvöld beitt æ harkalegri aðferðum við að berja niður alla gagnrýni. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið á síðustu dögum og vikum og virð- ast einbeittari en nokkru sinni. Í gær varaði stjórn Simbabves erlenda blaðamenn í landinu við því að „skálda upp fréttir“. Einn- ig ættu þeir að „halda sig fjarri ör- yggissveitum landsins“. Andstaðan við Mugabe eflist Spennan milli sækjanda og verjenda í Baugsmálinu kom berlega í ljós þegar stutt dómþing var haldið í málinu í gær. Upphaf- lega stóð til að leggja fram tölvu- gögn, en eftir hörð mótmæli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ákvað dómari að ekkert yrði lagt fram. Gögnin sem sækjandi ætlaði að leggja fram voru harður diskur með öllum tölvupóstum Tryggva Jónssonar, eins sakborninga í mál- inu, auk allra gagna sem fundust í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers, annars sakbornings. „Þetta er algerlega fordæma- laust, ég fullyrði það,“ sagði Gest- ur. Hann mótmælti því að einhver gögn yrðu lögð fram í málinu svo seint, en munnlegur málflutning- ur hefst á mánudaginn. „Ég lýsi miklum vonbrigðum með þetta [...] þetta er algerlega út í hött,“ sagði Gestur. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, vildi leggja tölvugögnin fram og sýna dómnum með aðstoð mynd- varpa hvernig hægt væri að skoða gögnin. Vegna þess sem fram hefði komið um tölvugögn væri til að mynda gott fyrir dóm- inn að skoða tölvu- póstskrá Tryggva, til að sjá hvernig póst- urinn þar væri flokk- aður í ótal undirmöpp- ur og því erfitt að fara í gegnum póstana. Sigurður Tómas kom einnig með önnur gögn í farteskinu, meðal annars rithandarsýnishorn sem Tryggvi Jónsson var látinn fylla út við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann hugðist einnig leggja fram samkvæmt ósk verjenda öll tölvu- póstsamskipti lögreglumanna og endurskoðanda Deloitte, sem vann að bókhaldsrannsókninni með lögreglu, auk tölvupóstsam- skipta lögreglumanna við Jón Gerald. Gestur sagði ekkert gagn í því að leggja gögnin fram nú, óskað hefði verið eftir því að þessi gögn yrðu lögð fram í síðasta lagi síð- astliðinn mánudag. Óskiljanlegt væri að ekki hefði verið hægt að senda gögnin rafrænt fyrr. „Það er ekki góð reynsla af því að afhenda þér tölvugögn, Gestur Jónsson,“ sagði Sigurður Tómas, og sagði slík gögn eiga það til að rata í fjölmiðla skömmu eftir af- hendingu. Gesti virtist misboð- ið en hann svaraði þessum ásökunum ekki. Sigurður Tómas sagði raunar ekki gott fyrir lögreglu að leggja þessi gögn fram þar sem í þeim endur- spegluðust ákveðnar rannsókn- araðferðir lögreglu, en þar sem verjendur hefðu beðið um gögn- in hefðu þau verið fundin til með mikilli fyrirhöfn. Arngrímur Ísberg dómsfor- maður reyndi að miðla málum, en sagðist sjálfur ekki sjá tilgang- inn í að leggja fram tölvugögn- in. Hann lagði það til að þau yrðu lögð fram sem hliðsjónargögn, þannig að sækjandi og verjendur gætu ekki vísað í þau í málflutn- ingnum. Sækjandinn samþykkti það fyrir sitt leyti en Gestur mót- mælti. Úr varð að ekkert var lagt fram og dómþingi slitið. Vildi sýna póst- hólf Tryggva Hörð átök urðu í réttarsal í gær þegar sækjandi í Baugsmálinu hugðist leggja fram gögn. Verjandi mótmælti framlagningunni og sækjandinn sakaði verjandann óbeint um að leka gögnum til fjölmiðla. BAUGS M Á L I Ð Hefur þú góða stjórn á skapi þínu? Ertu með klink í veskinu þínu? Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nauðgun á Hótel Sögu laugardaginn 17. mars síðastliðinn. Hann mun sitja í varðhaldi til 28. mars. Í upphaflegum úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur stendur að lögreglustjóri telji brýna nauðsyn að meintur nauðgari sé dæmd- ur í gæsluvarðhald svo lögreglu gefist tími til að vinna að rann- sókn málsins. Gangi maðurinn laus megi búast við að hann komi undan munum sem geta haft þýð- ingu við rannsókn málsins, auk þess sem hann geti haft áhrif á hugsanleg vitni. Gæsluvarðhald í nauðgunarmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.