Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 34
Íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa í fyrsta sinn opnað flokks- skrár sínar fyrir fjölmiðli. Þær tölur og upplýsingar sem fylgja hér á eftir eru allar fengnar frá flokkunum sjálfum. Blaða- mennirnir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fengu aðgengi að tölum um kjördæma-, aldurs- og kynjaskiptingu skráðra flokksmanna og veittu þrír flokkanna tæmandi upp- lýsingar. Hinir tveir flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Frjáls- lyndi flokkurinn, gáfu takmarkaðar upplýsingar. Eftirfarandi grein er sú fyrsta af átta í sérstökum kosningagreinaflokki Fréttablaðsins. Greinarnar munu birtast með viku millibili fram að kjördegi hinn 12. maí. S amkvæmt þeim upplýsingum sem flokkarnir afhentu Fréttablaðinu úr flokksskrám sínum eru 85.445 einstaklingar á kosningaaldri skráðir í flokkana. Fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í fyrra voru 216.191 manns á kjörskrá. Miðað við þær tölur þýðir það að um 40 prósent kosningar- bæra manna séu flokksbundin. Sjálfstæðisflokkurinn er langfjölmenn- asti flokkur landsins samkvæmt þessum tölum með um 49 þúsund meðlimi. Flokk- urinn vildi ekki afhenda tæmandi upplýs- ingar um kjördæma-, aldurs- og kynjaskipt- ingu flokksmanna en sagði kynjahlutföll- in milli þeirra vera 51 prósent karlmenn á móti 49 prósentum kvenna. Andri Óttars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, og flokksskrifsstofan voru ekki tilbúin til að afhenda fleiri gögn en fram koma hér að ofan. Hjá Samfylkingunni eru karlar meiri- hluti flokksmanna í öllum kjördæmum. Þá kjósa rúmlega 66 prósent skráðra flokks- manna hjá henni annaðhvort í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur eða Suðvesturkjör- dæmi. Það þýðir að tveir af hverjum þrem- ur skráðum flokksmönnum er búsettur á suðvesturhorni landsins. Kynjaskiptingin er nokkuð jöfn milli kjördæma og í heildina eru 53 prósent flokksmanna karlmenn en 47 prósent þeirra konur. Meðalaldur þeirra er síðan 47 ár. Hjá Framsóknarflokknum vekur það at- hygli að hann er eini flokkurinn, sem lét Fréttablaðinu í té tæmandi upplýsingar, sem er ekki með flesta skráða flokksmenn í Reykjavík. Það kjördæmi sem inniheld- ur flesta skráða framsóknarmenn er Suður- kjördæmi þar sem 3.576 manns eru skráð- ir í flokkinn. Það er um 30 prósent allra flokksmanna hans. Flokkurinn er þar að auki með fæsta skráða flokksmenn í Suð- vesturkjördæmi, sem er athyglisvert í sam- anburði við hina flokkana þar sem Suð- vesturkjördæmið er ætíð þeirra næstfjöl- mennasta. Ef miðað er við að Reykjavík og Suðvesturkjördæmi teljist til þéttbýlis- ins og hin þrjú kjördæmin til landsbyggðar- innar þá er staða Framsóknarflokksins ein- stök, því 63 prósent flokksmanna hans eru á landsbyggðinni. Framsókn sker sig einnig úr hvað varðar kynjahlutföll enda eru um 63 prósent þeirra rúmlega tólf þúsund einstaklinga sem skráðir eru í flokkinn karlmenn. Það þýðir að rúmur þriðjungur flokksmanna er kven- kyns og gerir það að verkum að Framsókn- arflokkurinn er með minnst kynjajafnræði allra flokkanna sem gáfu tæmandi upplýs- ingar. Vinstri græn er flokkur unga fólksins sam- kvæmt flokksskrá sinni enda er meðalaldur þeirra sá lægsti sem fékkst uppgefinn, eða 43 ár. Helmingur skráðra flokksmanna er í Reykjavík og þar er meðalaldurinn einn- ig lægstur, eða 41 ár. Reykjavík er líka eini staðurinn þar sem konur eru fleiri en karlar hjá Vinstri grænum en í heildina eru sex pró- sentum fleiri karlmenn í flokknum en konur. Þar munar mest um tvö kjördæmi, Suður og Norðaustur, þar sem karlmenn eru yfir 60 prósent skráðra flokksmanna. Fjálslyndi flokkurinn veitti einung- is upplýsingar um heildarfjölda skráðra flokksmanna í hverju kjördæmi fyrir sig. Starfsmenn flokksins sáu sér ekki fært að afhenda tölur um kynjahlutföll eða meðal- aldur flokksmanna. Heildarfjöldi skráðra í Frjálslynda flokkinn er 1.642 sem gerir það að verkum að flokkurinn er sá minnsti af þeim fimm sem eiga fulltrúa á Alþingi. Rétt tæpur helmingur þeirra er í Reykjavík og tveir þriðju hlutar á suðvesturhorninu. Upplýsingar af því tagi sem hér er fjallað um liggja ekki fyrir hjá öðrum stjórnmála- hreyfingum sem hyggja á framboð til al- þingiskosninga í vor. 85 þúsund skráðir í stjórnmálaflokka Sjálfstæðisflokkurinn er langfjölmennasti flokkur landsins samkvæmt flokksskrá hans. Tveir af hverjum þremur flokks- mönnum Framsóknarflokksins eru á landsbyggðinni en sama hlutfall Samfylkingarmanna er á suðvesturhorninu. Vinstri græn eru með lægsta meðalaldur flokksmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.