Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 86
KL. 19.30
Hljómsveitin Úlpa skipuleggur vakn-
ingarviðburð á Thorsplani í Hafnar-
firði undir yfirskriftinni En hvað með
kjarnorkuver? Fram koma meðal
annars Ólöf Arnalds, hljómsveitirn-
ar Rass og múm og félagar úr Hafn-
arfjarðarleikhúsinu sem flytja brot
úr verkinu Draumalandinu. Auk þess
flytja nokkrir valkunnir framámenn
ávörp af þessu tilefni. Dagskráin
stendur til kl. 22.15.
Sálmar um huggun og von
Óperukórinn heldur upp á
tuttugu og fimm ára afmæli
sitt á morgun með tvenn-
um tónleikum í Langholts-
kirkju. Það er mikið um að
vera í Gamla bíói þessa dag-
ana og því brugðið á það ráð
að halda afmælisveisluna að
heiman.
Það er líka viðbúið að margt verði
í afmælishaldinu: kórinn ætlar
að flytja Carmina Burana, eitt af
„skemmtilegustu og vinsælustu
tónverkum samtímans,“ eins og
segir í fréttatilkynningu. Til liðs
við sig hefur kórinn fengið slag-
verks-gengi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna, Unglingakór Söngskólans
í Reykjavík og einsöngvarana Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur, Þorgeir J.
Andrésson og Bergþór Pálsson.
Alls koma um 140 flytjendur fram
í afmælishaldinu.
Kórinn hefur áður flutt verkið í
tvígang með fullri hljómsveit og í
tvígang með tveimur píanóum og
slagverki: fyrst með Sinfóníunni
1986 með Sigríði Gröndal, Júlíusi
Vífli Ingvarssyni og Kristni Sig-
mundssyni. Árin 1998 og 2004
flutti kórinn þætti úr Carm-
ina Burana með Sinfóní-
unni undir stjórn Garðars
Cortes. Í febrúar 1990
tók kórinn þátt í svið-
setningu Íslensku óper-
unnar á Carmina Bur-
ana og var verkið sýnt
með óperunni I Pag-
liacci. Einsöngv-
arar voru Sigrún
Hjálmtýsdóttir,
Þorgeir J. Andrés-
son og Michael Jón
Clarke. Óperan fór
með þá sýningu til
Svíþjóðar og sýndi
í Gautaborgaróp-
erunni við góðar undirtektir.
Í október árið 1995 var Carm-
ina sviðsett að nýju í Óperunni, nú
af Terence Etheridge og með Óp-
erukórinn í „aðalhlutverki“. Sig-
rún Hjálmtýsdóttir / Hrafnhild-
ur Björnsdóttir, Þorgeir J. Andr-
ésson og Bergþór Pálsson sungu
einsöngshlutverkin. Sú sýning var
í upphaflegri gerð með tveimur
flyglum og slagverki og stjórnað
af Garðari Cortes. Sýningin varð
framúrskarandi vinsæl og gekk
fyrir fullu húsi mánuðum saman.
Verkið var frumflutt 1937 en
það byggist á safni ljóða frá þrett-
ándu öld, Carmina Burana, hand-
riti sem fannst í klaustri í Bene-
diktbeuern í Þýskalandi. Flest
ljóðanna eru veraldleg, meira að
segja talsvert blautleg, og fundust
þau í læstum skáp sem ætlaður
var fyrir forboðnar bókmenntir.
Óperukórinn hefur skapað sér
sess í íslensku tónlistarlífi og er
eftirsóttur til flutnings ýmissa
verkefna. Garðar Cortes stofn-
aði kórinn 1973 og hefur stjórn-
að honum frá upphafi, fyrstu
fimm árin sem Kór Söngskólans í
Reykjavík, 1979–2003 sem Kór Ís-
lensku óperunnar og nú sem Óp-
erukórnum í Reykjavík. Starf
kórsins hefur verið tvíþætt; Hann
hefur staðið að umfangs-
miklu tónleikahaldi, farið
í tónleikaferðir innan-
og utanlands, sung-
ið ýmis af stærstu
verkum tónbók-
menntanna með Sin-
fóníuhljómsveit Ís-
lands og tekið þátt
í öllum uppfærslum
Íslensku óperunnar
frá stofnun til 2004 og
nokkrum í Þjóðleikhús-
inu. Kórinn hefur farið í
tónleikaferðir víða
um Evrópu og tók,
haustið 2004, þátt
í flutningi á Elía
eftir Mendelssohn
í Carnegie Hall í
New York.
Helstu sviðshlutverk kórsins
hafa verið í Don Giovanni, Brúð-
kaupi Figarós og Töfraflautunni
eftir Mozart, La Traviata, Il Trov-
atore, Macbeth, Rigoletto og Ot-
ello eftir Verdi, I Pagliacci eftir
Leoncavallo, Évgení Ónegín eftir
Tsjækovskí, Ævintýri Hoffmans
eftir Offenbach, Carmen eftir
Bizet, Madame Butterfly og La
Bohéme eftir Puccini, Galdra-
Lofti eftir Jón Ásgeirsson, Hol-
lendingnum fljúgandi og í íslens-
sku útgáfunni af Niflungahringn-
um eftir Wagner sem erfingjar
hans samþykktu á sínum tíma og
vakti verulega athygli í óperu-
heimi Evrópu.
Kórinn hefur komið að hljóð-
ritunum á Sálumessu Verdis og 9.
sinfóníu Beethovens með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands undir stjórn
Ricos Saccani; Alþingishátíðar-
kantötu Páls Ísólfssonar sem gefin
var út af Alþingi Íslendinga í til-
efni 100 ára afmælis tónskáldsins;
Óratóríunni Elía eftir Mendels-
sohn og safndisknum Óperukór-
inn býður til veislu með þekktum
óperukórum, allar með einsöng-
vurum og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands undir stjórn Garðars Cort-
es.
Óperukórinn var á upphafsár-
um bakstykkið í starfsemi Óper-
unnar. Þar var aflið sem keyrði
starfsemi og sýningarhald Óper-
unnar áfram með fórnfúsu starfi
og logandi áhuga.
Carmina er algjört óska- og
uppáhaldsverk hjá Óperukórnum
og segja kórfélagar það skemmti-
legasta sem þeir hafa átt við á 25
ára starfsferli kórsins og hvetja
gesti og gangandi að skella sér í
stuðið til skemmtunar sunnudag-
inn 25. mars í Langholtskirkju kl.
17 og/eða 20. Miðar fást á www.
midi.is og við innganginn.
Svo skemmtilega vill til að
ekkja Carls Orff, frú Liselotte
Orff, hefur boðað komu sína á tón-
leikana 25. mars, sem ber upp á 70
ár afmælisári verksins frá frum-
flutningi 1937.