Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 24.03.2007, Síða 86
KL. 19.30 Hljómsveitin Úlpa skipuleggur vakn- ingarviðburð á Thorsplani í Hafnar- firði undir yfirskriftinni En hvað með kjarnorkuver? Fram koma meðal annars Ólöf Arnalds, hljómsveitirn- ar Rass og múm og félagar úr Hafn- arfjarðarleikhúsinu sem flytja brot úr verkinu Draumalandinu. Auk þess flytja nokkrir valkunnir framámenn ávörp af þessu tilefni. Dagskráin stendur til kl. 22.15. Sálmar um huggun og von Óperukórinn heldur upp á tuttugu og fimm ára afmæli sitt á morgun með tvenn- um tónleikum í Langholts- kirkju. Það er mikið um að vera í Gamla bíói þessa dag- ana og því brugðið á það ráð að halda afmælisveisluna að heiman. Það er líka viðbúið að margt verði í afmælishaldinu: kórinn ætlar að flytja Carmina Burana, eitt af „skemmtilegustu og vinsælustu tónverkum samtímans,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Til liðs við sig hefur kórinn fengið slag- verks-gengi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, Unglingakór Söngskólans í Reykjavík og einsöngvarana Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, Þorgeir J. Andrésson og Bergþór Pálsson. Alls koma um 140 flytjendur fram í afmælishaldinu. Kórinn hefur áður flutt verkið í tvígang með fullri hljómsveit og í tvígang með tveimur píanóum og slagverki: fyrst með Sinfóníunni 1986 með Sigríði Gröndal, Júlíusi Vífli Ingvarssyni og Kristni Sig- mundssyni. Árin 1998 og 2004 flutti kórinn þætti úr Carm- ina Burana með Sinfóní- unni undir stjórn Garðars Cortes. Í febrúar 1990 tók kórinn þátt í svið- setningu Íslensku óper- unnar á Carmina Bur- ana og var verkið sýnt með óperunni I Pag- liacci. Einsöngv- arar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorgeir J. Andrés- son og Michael Jón Clarke. Óperan fór með þá sýningu til Svíþjóðar og sýndi í Gautaborgaróp- erunni við góðar undirtektir. Í október árið 1995 var Carm- ina sviðsett að nýju í Óperunni, nú af Terence Etheridge og með Óp- erukórinn í „aðalhlutverki“. Sig- rún Hjálmtýsdóttir / Hrafnhild- ur Björnsdóttir, Þorgeir J. Andr- ésson og Bergþór Pálsson sungu einsöngshlutverkin. Sú sýning var í upphaflegri gerð með tveimur flyglum og slagverki og stjórnað af Garðari Cortes. Sýningin varð framúrskarandi vinsæl og gekk fyrir fullu húsi mánuðum saman. Verkið var frumflutt 1937 en það byggist á safni ljóða frá þrett- ándu öld, Carmina Burana, hand- riti sem fannst í klaustri í Bene- diktbeuern í Þýskalandi. Flest ljóðanna eru veraldleg, meira að segja talsvert blautleg, og fundust þau í læstum skáp sem ætlaður var fyrir forboðnar bókmenntir. Óperukórinn hefur skapað sér sess í íslensku tónlistarlífi og er eftirsóttur til flutnings ýmissa verkefna. Garðar Cortes stofn- aði kórinn 1973 og hefur stjórn- að honum frá upphafi, fyrstu fimm árin sem Kór Söngskólans í Reykjavík, 1979–2003 sem Kór Ís- lensku óperunnar og nú sem Óp- erukórnum í Reykjavík. Starf kórsins hefur verið tvíþætt; Hann hefur staðið að umfangs- miklu tónleikahaldi, farið í tónleikaferðir innan- og utanlands, sung- ið ýmis af stærstu verkum tónbók- menntanna með Sin- fóníuhljómsveit Ís- lands og tekið þátt í öllum uppfærslum Íslensku óperunnar frá stofnun til 2004 og nokkrum í Þjóðleikhús- inu. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir víða um Evrópu og tók, haustið 2004, þátt í flutningi á Elía eftir Mendelssohn í Carnegie Hall í New York. Helstu sviðshlutverk kórsins hafa verið í Don Giovanni, Brúð- kaupi Figarós og Töfraflautunni eftir Mozart, La Traviata, Il Trov- atore, Macbeth, Rigoletto og Ot- ello eftir Verdi, I Pagliacci eftir Leoncavallo, Évgení Ónegín eftir Tsjækovskí, Ævintýri Hoffmans eftir Offenbach, Carmen eftir Bizet, Madame Butterfly og La Bohéme eftir Puccini, Galdra- Lofti eftir Jón Ásgeirsson, Hol- lendingnum fljúgandi og í íslens- sku útgáfunni af Niflungahringn- um eftir Wagner sem erfingjar hans samþykktu á sínum tíma og vakti verulega athygli í óperu- heimi Evrópu. Kórinn hefur komið að hljóð- ritunum á Sálumessu Verdis og 9. sinfóníu Beethovens með Sinfón- íuhljómsveit Íslands undir stjórn Ricos Saccani; Alþingishátíðar- kantötu Páls Ísólfssonar sem gefin var út af Alþingi Íslendinga í til- efni 100 ára afmælis tónskáldsins; Óratóríunni Elía eftir Mendels- sohn og safndisknum Óperukór- inn býður til veislu með þekktum óperukórum, allar með einsöng- vurum og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Garðars Cort- es. Óperukórinn var á upphafsár- um bakstykkið í starfsemi Óper- unnar. Þar var aflið sem keyrði starfsemi og sýningarhald Óper- unnar áfram með fórnfúsu starfi og logandi áhuga. Carmina er algjört óska- og uppáhaldsverk hjá Óperukórnum og segja kórfélagar það skemmti- legasta sem þeir hafa átt við á 25 ára starfsferli kórsins og hvetja gesti og gangandi að skella sér í stuðið til skemmtunar sunnudag- inn 25. mars í Langholtskirkju kl. 17 og/eða 20. Miðar fást á www. midi.is og við innganginn. Svo skemmtilega vill til að ekkja Carls Orff, frú Liselotte Orff, hefur boðað komu sína á tón- leikana 25. mars, sem ber upp á 70 ár afmælisári verksins frá frum- flutningi 1937.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.