Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 8
Hvað var aflaverðmæti
togarans Venusar í síðustu
veiðiferð?
Með hvaða þýska hand-
knattleiksliði leikur Guðjón
Valur Sigurðsson?
Hvað heitir forstjóri Mjólkur-
samsölunnar?
Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að
vinna að verkefnum á sviði umhverfis- eða ferðamála í sumar.
Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá okkur
á sumrin. Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar en um árabil
hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um
land. Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum
umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða.
Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim.
Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni,
samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu
Landsvirkjunar, www.lv.is.
Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi og Ragnheiður Ólafsdóttir
umhverfisstjóri í síma 515 9000 – thorsteinn@lv.is og ragnheidur@lv.is.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi
18. apríl með vefumsókn á lv.is eða
bréflega til Landsvirkjunar, merkt
Margar hendur vinna létt verk,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
0
56
3
Margar hendur vinna létt verk
Samstarfsaðilar óskast!
„Okkur hefur borist
svar og í framhaldinu höfum við
ákveðið að fara á staðinn og skoða
hvernig kerfið virkar,“ segir Sig-
rún Jóhannesdóttir, forstjóri Per-
sónuverndar, um svarbréf Alcan
á Íslandi varðandi gagnagrunn-
inn kosningavelin.net/alcan. Ekki
liggur fyrir hvenær Persónuvernd
mun fara á vettvang til að kynna
sér hvernig þau gögn sem safnað
er saman á vefnum eru geymd.
Frá því að Persónuvernd sendi
fyrirspurn til Alcan vegna gagna-
grunnsins hefur uppsetningu hans
verið breytt lítillega. Spurning-
in „hvað hefur mest áhrif á af-
stöðu þína til stækkunar álvers-
ins“ hefur verið fjarlægt úr upp-
lýsingadálk síðunnar, en við henni
var hægt að haka við fimm mis-
munandi svarmöguleika.
Gagnagrunnurinn er læstur með
notenda- og lykilorði sem starfs-
mönnum Alcan stendur til boða
að fá afhend. Þeir hafa síðan verið
hvattir til að safna saman upplýs-
ingum um vini og vandamenn á
sérstaka úthringilista sem viðmót
gagnagrunnsins býður þeim uppá
að útbúa.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, sagði við Frétta-
blaðið í síðustu viku að lögmenn
fyrirtækisins hefðu skoðað laga-
lega hliðina á málinu áður en vef-
urinn var búinn til. Álit þeirra hafi
verið að hann bryti ekki í bága við
lög auk þess sem upplýsingarnar
sem safnað væri saman væru ekki
persónugreinanlegar.
Stofnaður verður starfshópur um lagn-
ingu Sundabrautar með fulltrúum Faxaflóahafna og
fjármála- og samgönguráðuneytis. Hann á að meta til-
boð Faxaflóahafna um að fjármagna og leggja Sunda-
braut alla leið. Fjármálaráðherra vill velja brautar-
stæðið með það að sjónarmiði að stytta leiðina upp
í Kollafjörð sem allra mest. Hann segir þjóðina vel
hafa efni á þessari rúmlega 20 milljarða framkvæmd.
Þetta var niðurstaða undirbúningsfundar í stjórnar-
ráðinu í gær.
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að innan
starfshópsins verði metið hvort aðkoma Faxaflóa-
hafna sé raunhæfur kostur með þeim forsendum sem
fyrirtækið hefur sett fram. „Við þurfum að skoða
lagaleg atriði, meðal annars útboðsskyldu. Það er þó
ljóst að fyrirtækið hefur mikla þekkingu og reynslu
á þessu sviði.“ Geir segir að ákvarðanir um gjald-
töku og önnur tæknileg atriði bíði seinni tíma og að of
snemmt sé að tala um sérstaka aðgerðaáætlun. „Ég ít-
reka þó að allt sem getur flýtt þessari framkvæmd er
af hinu góða.“
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að
nefndin muni vinna hratt. Aðspurður um hvað hafi
breyst síðan sömu hugmyndir komu fram fyrir rúm-
lega ári segir Sturla að þá hafi ekki verið um að ræða
tilboð um þátttöku í verkefninu. „Það er nýtt núna. Nú
er runnin upp ný tíð að því leyti að forsvarsmenn fyr-
irtækisins bjóða samstarf um framkvæmdina.“
Framhaldið ákveðið sem fyrst
Vinstrihreyfingin –
grænt framboð bætir enn við
fylgi sitt og mælist með 27,6 pró-
senta fylgi í nýrri símakönnun
á fylgi flokkanna sem Capacent
Gallup vann fyrir RÚV og Morg-
unblaðið dagana 14. til 20. mars.
Vinstri græn bæta við sig 1,9
prósentustigum frá síðustu könn-
un en bæði Sjálfstæðisflokkur og
Samfylking tapa fylgi. Sjálfstæð-
isflokkurinn mælist með 36,2 pró-
sent, 4 prósentustigum lægra en
í síðustu könnun, og Samfylking
með 19,7 prósenta fylgi, sem er
lækkun um 0,9 prósentustig.
Framsóknarflokkur bætir við
sig 1,7 prósentustigum og mælist
með 8,6 prósenta fylgi.
Frjálslyndi flokkurinn bætir
við sig 1,8 prósentustigum og
naut stuðnings 6,6 prósenta að-
spurðra.
Enn eykst fylgi
Vinstri grænna
Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands mun vinna saman-
burðarúttekt á þjónustugjöldum
banka og spari-
sjóða á Norð-
urlöndum fyrir
Alþýðusamband
Íslands og Sam-
tök fjármála-
fyrirtækja.
„Þetta er
gríðarlega mik-
ilvægt mál
fyrir almenn-
ing í landinu,“
segir Ólafur Darri Andrason, hag-
fræðingur ASÍ.
Hann segir að verkefnið muni
skiptast í áfanga. Fyrst verði lagt
mat á þjónustugjöld bankanna. Þá
verði kannaður kostnaður vegna
lántöku, uppgreiðslugjald og
vaxtamunur.
Samanburður
við Norðurlönd
Atvinnuleysi í Pól-
landi dróst saman í febrúar og
mældist 14,9 prósent miðað við
15,1 prósent í janúar samkvæmt
tilkynningu pólsku hagstofunnar
í gær. Á sama tíma í fyrra var at-
vinnuleysi 18 prósent. Minna at-
vinnuleysis er rakið til mikils hag-
vaxtar í Póllandi eftir inngöng-
una í ESB árið 2004. Sumir segja
skýringuna hins vegar liggja í því
að Pólverjar hverfi til betur laun-
aðra starfa í öðrum Evrópuríkjum.
Af 27 ríkjum ESB er Pólland með
mest atvinnuleysi. Frá tíma komm-
únisma í landinu náði atvinnuleysi
hámarki í febrúar árið 2003 þegar
það mældist 20,7 prósent.
Minna atvinnu-
leysi í Póllandi